Asíski draumurinn er ein stór keppni þar sem Steindi Jr. og Auðunn Blöndal keppa á móti Sveppa og Pétri Jóhanni í stigasöfnun og þurfa þeir að fara í gegnum allskonar þrautir til að ná í stig.
Í þættinum í gær mátti sjá atriði sem vakti athygli en þá fóru þeir Auddi og Steindi út í sveit og fengu að skjóta úr bazooka-byssu.
Steindi var vel hræddur við byssuna en Auddi rólegri. Það var þó Steindi Jr. sjálfur sem skilaði skotinu beint í mark eins og sjá má hér að neðan.