Blekking Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. mars 2017 07:00 Aðkoma þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans var fullkomið sjónarspil og blekking. Þetta má lesa í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um málið sem kynnt var í gær. Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósenta hlutur ríkisins í bankanum var seldur í janúar 2003 ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Ekkert bendir til þess að ráðherrar eða fulltrúar stjórnvalda hafi haft vitneskju um raunverulega aðkomu þýska bankans. Það er afdráttarlaus niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að stjórnvöld hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar. Gögn nefndarinnar sýna að dagana áður en skrifað var undir kaupsamninginn 16. janúar 2003 stóð hópur manna að gerð leynilegra baksamninga við Hauck & Aufhäuser um hlut bankans í Eglu hf. Baksamningarnir fólu í sér að þýski bankinn var í reynd aðeins að nafninu til meðal kaupenda að hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Með fjölda leynilegra samninga og millifærslum á fjármunum var þýska bankanum tryggt skaðleysi af viðskiptunum. Helsti hvatamaður og leiðtogi að kaupum S-hópsins í Búnaðarbankanum var Ólafur Ólafsson. Það er niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að ekkert bendi til að aðrir hafi átt þátt í eða vitað af baksamningunum. Ólafur hagnaðist líka með beinum hætti fjárhagslega á fléttu um aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum, eins og rakið er í skýrslu nefndarinnar. Af 100 milljóna dollara hagnaði sem myndaðist í fléttunni runnu 57,5 milljónir dollara á endanum til félags sem var í eigu Ólafs, Marine Choice Limited, og stofnað af lögfræðistofunni Mossack Fonseca í Panama en skráð á Tortóla á Jómfrúaeyjum. Fjárhæðinni var síðan ráðstafað til dreifðra fjárfestinga í erlendum verðbréfum. Það þarf mjög frjóa hugsun til að skálda svona ævintýraskap og því enn dapurlegra að hann sé sannur. Ólafur vildi ekki svara spurningum rannsóknarnefndarinnar og var á endanum skyldaður til þess af dómstólum. Þegar Ólafur gaf loksins skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gat hann ómögulega munað neitt um viðskiptin sem skiptir máli. „Ég, þú getur ekki ætlast til þess að ég sé hérna, 15 árum síðar, að svara getgátum fjölmiðla. Bara I’m sorry,“ sagði hann. Þræðir Ólafs Ólafssonar eru alltumlykjandi í málinu. Rétt eins og í Al-Thani málinu sem hann hlaut þungan fangelsisdóm fyrir. Hér var um að ræða fléttu af sama meiði. Erlendur fjárfestir var fenginn til að ljá málinu trúverðugleika í þeim tilgangi að blekkja stjórnvöld og almenning. Tilraunir Ólafs til að hreinsa mannorð sitt eftir dóminn í Al-Thani málinu verða dálítið aumkunarverðar þegar aðrir umdeildir samningar hans eru settir í samhengi. Hann, lögmenn hans, PR-fulltrúar og nánustu aðstandendur hafa ítrekað reynt að kasta rýrð á störf dómstóla í fjölmiðlaherferð um ætlað sakleysi hans. Það verður verkefni sagnfræðinga framtíðarinnar að gera upp viðskiptaferil hans á Íslandi og komast að því hversu stór hluti auðæfa hans er ávöxtur leynimakks og blekkinga.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Búnaðarbankanum Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun
Aðkoma þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans var fullkomið sjónarspil og blekking. Þetta má lesa í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um málið sem kynnt var í gær. Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósenta hlutur ríkisins í bankanum var seldur í janúar 2003 ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Ekkert bendir til þess að ráðherrar eða fulltrúar stjórnvalda hafi haft vitneskju um raunverulega aðkomu þýska bankans. Það er afdráttarlaus niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að stjórnvöld hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar. Gögn nefndarinnar sýna að dagana áður en skrifað var undir kaupsamninginn 16. janúar 2003 stóð hópur manna að gerð leynilegra baksamninga við Hauck & Aufhäuser um hlut bankans í Eglu hf. Baksamningarnir fólu í sér að þýski bankinn var í reynd aðeins að nafninu til meðal kaupenda að hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Með fjölda leynilegra samninga og millifærslum á fjármunum var þýska bankanum tryggt skaðleysi af viðskiptunum. Helsti hvatamaður og leiðtogi að kaupum S-hópsins í Búnaðarbankanum var Ólafur Ólafsson. Það er niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að ekkert bendi til að aðrir hafi átt þátt í eða vitað af baksamningunum. Ólafur hagnaðist líka með beinum hætti fjárhagslega á fléttu um aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum, eins og rakið er í skýrslu nefndarinnar. Af 100 milljóna dollara hagnaði sem myndaðist í fléttunni runnu 57,5 milljónir dollara á endanum til félags sem var í eigu Ólafs, Marine Choice Limited, og stofnað af lögfræðistofunni Mossack Fonseca í Panama en skráð á Tortóla á Jómfrúaeyjum. Fjárhæðinni var síðan ráðstafað til dreifðra fjárfestinga í erlendum verðbréfum. Það þarf mjög frjóa hugsun til að skálda svona ævintýraskap og því enn dapurlegra að hann sé sannur. Ólafur vildi ekki svara spurningum rannsóknarnefndarinnar og var á endanum skyldaður til þess af dómstólum. Þegar Ólafur gaf loksins skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gat hann ómögulega munað neitt um viðskiptin sem skiptir máli. „Ég, þú getur ekki ætlast til þess að ég sé hérna, 15 árum síðar, að svara getgátum fjölmiðla. Bara I’m sorry,“ sagði hann. Þræðir Ólafs Ólafssonar eru alltumlykjandi í málinu. Rétt eins og í Al-Thani málinu sem hann hlaut þungan fangelsisdóm fyrir. Hér var um að ræða fléttu af sama meiði. Erlendur fjárfestir var fenginn til að ljá málinu trúverðugleika í þeim tilgangi að blekkja stjórnvöld og almenning. Tilraunir Ólafs til að hreinsa mannorð sitt eftir dóminn í Al-Thani málinu verða dálítið aumkunarverðar þegar aðrir umdeildir samningar hans eru settir í samhengi. Hann, lögmenn hans, PR-fulltrúar og nánustu aðstandendur hafa ítrekað reynt að kasta rýrð á störf dómstóla í fjölmiðlaherferð um ætlað sakleysi hans. Það verður verkefni sagnfræðinga framtíðarinnar að gera upp viðskiptaferil hans á Íslandi og komast að því hversu stór hluti auðæfa hans er ávöxtur leynimakks og blekkinga.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun