Verðlaunaféð fer í mat, strætó og bjór 30. mars 2017 10:15 Hrafnkell er fyndnasti háskólaneminn og fékk að launum 100.000 krónur og tækifæri til að stíga á svið með Mið-Íslandshópnum. Mynd/Ragnhildur Lára Weisshappel Lögfræðineminn Hrafnkell Ásgeirsson sigraði í uppistandskeppninni Fyndnasti háskólaneminn. Hann fékk að launum 100.000 krónur og tækifæri til að koma fram með Mið-Íslandshópnum. Keppnin fró fram í Stúdentakjallaranum og staðurinn var troðinn. „Þetta var mjög stressandi, það var alveg fáránlega margt fólk þarna, ég hef aldrei séð Stúdentakjallarann svona pakkaðan,“ segir Hrafnkell sem var kosinn fyndnasti háskólaneminn á þriðjudaginn úr sex manna hóp. Í dómnefndinni voru þeir Ari Eldjárn, Björn Bragi, Jóhann Alfreð og Dóri DNA úr Mið-Íslandi. „Ég hef verið svolítið í ræðumennsku, var í Morfísliðinu í menntó og hef haldið einhverjar ræður í veislum og svoleiðis,“ segir Hrafnkell spurður út í hvort hann sé vanur að koma fram á sviði. „En að vera með uppistand er allt annað því þú ert miklu berskjaldaðri. Þú færð ekki neitt ákveðið viðfangsefni, þú skapar það bara sjálfur. Það er auðvitað miklu auðveldara að tala um t.d. eitthvert afmælisbarn, þá segir þú bara sögur af því. En í uppstandi þá ert þú að stýra umfjöllunarefninu og getur ekki notað neitt blað til að styðjast við. Maður þarf bara að vera með efnið á hreinu og það eykur stressið. Ef maður hikar eða klikkar, þá er auðvelt að detta út,“ segir Hrafnkell sem var búinn að æfa töluvert fyrir lokakvöldið. „Það voru auðvitað undankvöld í seinustu viku og þar æfðist maður. En ég var með eitthvað af nýju efni á lokakvöldinu þannig að ég æfði mig eiginlega allan þriðjudaginn og eitthvað á mánudaginn. Þá fór ég aftur og aftur í gegnum efnið. Af og til flutti ég efnið fyrir framan fólk en ég var mest bara einn inni í herbergi að þramma um gólf,“ segir hann og hlær. Hrafnkell byggði uppistandið mestmegnis á sinni eigin reynslu. „Þemað var bara ég sjálfur. Ég talaði t.d. um námið og heimsreisuna sem ég fór í eftir menntaskóla sem er eitthvað svo týpískt. Og ég talaði um það að allir vinir mínir eru komnir með krakka, íbúð og bíl en ég á ekki einu sinni hjól.“ Hrafnkell segir langauðveldast að gera grín að sjálfum sér. „Þú getur litið út fyrir að vera hálf hrokafullur og asnalegur ef þú ert að skjóta á einhverja ákveðna samfélagshópa eða einhvern í salnum. En það geta einhvern veginn allir hlegið að því þegar þú gerir grín að sjálfum þér.“Smá stressaður fyrir föstudeginum Hrafnkell segist alveg geta hugsað sér að halda áfram í uppistandinu og fyrsta skref er að stíga á svið með Mið-Íslandi en það var hluti af verðlaununum. „Ég er að fara að koma fram með þeim á föstudaginn,“ segir Hrafnkell sem kveðst finna fyrir smá stressi. „En ég gat þetta í gær og þá ætti ég alveg að geta þetta núna. Sérstaklega þar sem ég kann efnið vel núna, ég veit alveg hvað ég er að fara að segja.“Spurður út í hvort hann hafi alla tíð þótt fyndinn segir Hrafnkell: „Tjah, ég hef alltaf verið að grínast eitthvað á Twitter og auðvitað líka í vinahópnum. Þetta er ekkert eitthvað sem ég byrjaði að gera í seinustu viku. Þetta var bara frekar náttúrulegt framhald af því sem ég hafði verið að gera. Ég skráði mig upphaflega í þessa keppni vegna þess að vinur minn, hann Viktor Jónsson, hitaði upp fyrir sjónvarpsmanninn Trevor Noah á uppistandi um daginn og ég aðstoðaði hann aðeins fyrir það. Þá hvatti Viktor mig til að gera þetta sjálfur og ég ákvað bara að láta vaða.“ Hrafnkell var verðlaunaður með risavaxinni ávísun upp á 100.000 krónur í boði Landsbankans þegar úrslitin voru tilkynnt. „Sko, ég er náttúrulega þessi týpíski fátæki námsmaður þessa dagana. Þannig að líklegast fer þetta bara í mat, strætó og bjór. Það er ekki einhver afborgun af íbúð sem ég þarf að borga eða álíka,“ segir hann spurður út í hvað hann ætli að kaupa fyrir peningana. Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Lögfræðineminn Hrafnkell Ásgeirsson sigraði í uppistandskeppninni Fyndnasti háskólaneminn. Hann fékk að launum 100.000 krónur og tækifæri til að koma fram með Mið-Íslandshópnum. Keppnin fró fram í Stúdentakjallaranum og staðurinn var troðinn. „Þetta var mjög stressandi, það var alveg fáránlega margt fólk þarna, ég hef aldrei séð Stúdentakjallarann svona pakkaðan,“ segir Hrafnkell sem var kosinn fyndnasti háskólaneminn á þriðjudaginn úr sex manna hóp. Í dómnefndinni voru þeir Ari Eldjárn, Björn Bragi, Jóhann Alfreð og Dóri DNA úr Mið-Íslandi. „Ég hef verið svolítið í ræðumennsku, var í Morfísliðinu í menntó og hef haldið einhverjar ræður í veislum og svoleiðis,“ segir Hrafnkell spurður út í hvort hann sé vanur að koma fram á sviði. „En að vera með uppistand er allt annað því þú ert miklu berskjaldaðri. Þú færð ekki neitt ákveðið viðfangsefni, þú skapar það bara sjálfur. Það er auðvitað miklu auðveldara að tala um t.d. eitthvert afmælisbarn, þá segir þú bara sögur af því. En í uppstandi þá ert þú að stýra umfjöllunarefninu og getur ekki notað neitt blað til að styðjast við. Maður þarf bara að vera með efnið á hreinu og það eykur stressið. Ef maður hikar eða klikkar, þá er auðvelt að detta út,“ segir Hrafnkell sem var búinn að æfa töluvert fyrir lokakvöldið. „Það voru auðvitað undankvöld í seinustu viku og þar æfðist maður. En ég var með eitthvað af nýju efni á lokakvöldinu þannig að ég æfði mig eiginlega allan þriðjudaginn og eitthvað á mánudaginn. Þá fór ég aftur og aftur í gegnum efnið. Af og til flutti ég efnið fyrir framan fólk en ég var mest bara einn inni í herbergi að þramma um gólf,“ segir hann og hlær. Hrafnkell byggði uppistandið mestmegnis á sinni eigin reynslu. „Þemað var bara ég sjálfur. Ég talaði t.d. um námið og heimsreisuna sem ég fór í eftir menntaskóla sem er eitthvað svo týpískt. Og ég talaði um það að allir vinir mínir eru komnir með krakka, íbúð og bíl en ég á ekki einu sinni hjól.“ Hrafnkell segir langauðveldast að gera grín að sjálfum sér. „Þú getur litið út fyrir að vera hálf hrokafullur og asnalegur ef þú ert að skjóta á einhverja ákveðna samfélagshópa eða einhvern í salnum. En það geta einhvern veginn allir hlegið að því þegar þú gerir grín að sjálfum þér.“Smá stressaður fyrir föstudeginum Hrafnkell segist alveg geta hugsað sér að halda áfram í uppistandinu og fyrsta skref er að stíga á svið með Mið-Íslandi en það var hluti af verðlaununum. „Ég er að fara að koma fram með þeim á föstudaginn,“ segir Hrafnkell sem kveðst finna fyrir smá stressi. „En ég gat þetta í gær og þá ætti ég alveg að geta þetta núna. Sérstaklega þar sem ég kann efnið vel núna, ég veit alveg hvað ég er að fara að segja.“Spurður út í hvort hann hafi alla tíð þótt fyndinn segir Hrafnkell: „Tjah, ég hef alltaf verið að grínast eitthvað á Twitter og auðvitað líka í vinahópnum. Þetta er ekkert eitthvað sem ég byrjaði að gera í seinustu viku. Þetta var bara frekar náttúrulegt framhald af því sem ég hafði verið að gera. Ég skráði mig upphaflega í þessa keppni vegna þess að vinur minn, hann Viktor Jónsson, hitaði upp fyrir sjónvarpsmanninn Trevor Noah á uppistandi um daginn og ég aðstoðaði hann aðeins fyrir það. Þá hvatti Viktor mig til að gera þetta sjálfur og ég ákvað bara að láta vaða.“ Hrafnkell var verðlaunaður með risavaxinni ávísun upp á 100.000 krónur í boði Landsbankans þegar úrslitin voru tilkynnt. „Sko, ég er náttúrulega þessi týpíski fátæki námsmaður þessa dagana. Þannig að líklegast fer þetta bara í mat, strætó og bjór. Það er ekki einhver afborgun af íbúð sem ég þarf að borga eða álíka,“ segir hann spurður út í hvað hann ætli að kaupa fyrir peningana.
Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira