Bestu þjálfarar Noregs koma Lagerbäck til varnar: „Noregur er ekki fótboltastórveldi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2017 09:00 Lars Lagerbäck var niðurlútur í Belfast. vísir/getty Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta fékk martraðarbyrjun sem þjálfari Noregs þegar liðið tapaði, 2-0, fyrir Norður-Írlandi í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2018 undir stjórn Svíans. Mikil spenna ríkti í fyrsta skipti í Noregi fyrir leik norska liðsins í langan tíma enda Lagerbäck orðin stórstjarna á Norðurlöndum og víðar um Evrópu fyrir ævintýralegan uppgang strákanna okkar. Norskir sparkspekingar og fjölmiðlar fóru ófögrum orðum um frammistöðu norska liðsins og skelltu margir skuldinni á Lagerbäck sem fékk aðeins nokkra daga til að reyna að rétta af norsku skútuna sem hefur verið að sökkva núna í ansi mörg ár. Fjórir bestu þjálfarar Noregs eru ekki jafn svartsýnir og/eða neikvæðir eftir þennan fyrsta leik Lagerbäcks og koma honum til varnar. Þetta eru Kåre Ingebrigtsen, þjálfari Noregsmeistara Rosenborgar, Dag-Eilev Fagermo, þjálfari Odd, Ronny Deila, þjálfari Vålerenga og Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde.Kåre Ingebrigtsen, Ronny Deila, Ole Gunnar Solskjær og Dag-Eilev Fagermovísir/gettyBjóst ekki við neinu „Ég bjóst ekki við neinu fyrir leikinn, bara alls engu. Fótbolti er svo erfið íþrótt og þú kemur engu til skila á fimm dögum. Þessi undankeppni var búin fyrir okkur löngu áður en kom að leiknum á móti Norður-Írlandi,“ segir Ingebrigtsen en þjálfararnir voru settust niður og ræddu norsku úrvalsdeildina og landsliðið á TV2 í aðdraganda norsku deildarinnar sem hefst á morgun. „Ég er viss um að Noregur mun standa sig vel í næstu leikjum í undankeppninni. Þá fáum við að sjá hversu gott liðið er. Það datt engum í hug að Noregur myndi leika sér að Norður-Írlandi eftir fimm daga með nýjum þjálfara. Noregur er ekki stórveldi í fótbolta. Við þurfum aðeins að átta okkur á hvar við stöndum.“ Dag-Eilev Fagermo, þjálfari Odd, er hjartanlega sammála kollega sínum og skellir skuldinni á leikmennina. „Fyrri hálfleikurinn voru mikil vonbrigði. Það voru leikmenn sem skiluðu ekki neinu vinnuframlagi og fyrirliðinn var skelfilegur. Þegar Lagerbäck kynnist hópnum betur á þetta eftir að verða betra,“ segir hann. „Það eru margir leikmenn í norska liðinu sem eru einfaldlega ekki eins góðir og fólk heldur að þeir séu. Lagerbäck verður að byggja upp sterka heild en við, þjálfara liðanna í Noregi, verðum að framleiða betri leikmenn,“ segir Fagermo.Lars Lagerbäck reynir að útskýra frammistöðuna eftir tapið í Belfast.vísir/gettyEkki betri með betri þjálfar Ronny Deila, sem gerði Celtic þrisvar sinnum að Skotlandsmeistara áður en hann sneri aftur heim til Noregs fyrir komandi leiktíð, hefur mikla trú á Lagerbäck og telur að norska liðið komist í umspilið í þessari undankeppni. „Við verðum að gefa Lagerbäck meira en fimm daga til að koma hugmyndafræði sinni áleiðis til leikmanna,“ segir Deila sem er ósammála Fagermo um gæði norskra leikmanna. „Þetta eru hans orð. Það er mín trú að við erum með nógu góða leikmenn í Noregi. Aðalatriðið hjá Lagerbäck er að koma sínum leikstíl til skila og fá það besta út úr leikmönnunum,“ segir Deila. Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi framherji Manchester United og tvöfaldur Noregsmeistari sem þjálfari Molde, stendur líka með Lagerbäck og segir leikmennina þurfa að gera betur. „Það eru engar skyndilausnir í fótbolta. Leikmennirnir verða ekkert miklu betri bara með því að fá nýjan þjálfara. Lars verður að fá tíma til að láta liðið spila eins og hann vill. Þetta verður nýtt fyrir leikmennina og það er erfitt verk framundan hjá Lars að fá liðið til að rísa á ný,“ segir Ole Gunnar Solskjær. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta fékk martraðarbyrjun sem þjálfari Noregs þegar liðið tapaði, 2-0, fyrir Norður-Írlandi í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2018 undir stjórn Svíans. Mikil spenna ríkti í fyrsta skipti í Noregi fyrir leik norska liðsins í langan tíma enda Lagerbäck orðin stórstjarna á Norðurlöndum og víðar um Evrópu fyrir ævintýralegan uppgang strákanna okkar. Norskir sparkspekingar og fjölmiðlar fóru ófögrum orðum um frammistöðu norska liðsins og skelltu margir skuldinni á Lagerbäck sem fékk aðeins nokkra daga til að reyna að rétta af norsku skútuna sem hefur verið að sökkva núna í ansi mörg ár. Fjórir bestu þjálfarar Noregs eru ekki jafn svartsýnir og/eða neikvæðir eftir þennan fyrsta leik Lagerbäcks og koma honum til varnar. Þetta eru Kåre Ingebrigtsen, þjálfari Noregsmeistara Rosenborgar, Dag-Eilev Fagermo, þjálfari Odd, Ronny Deila, þjálfari Vålerenga og Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde.Kåre Ingebrigtsen, Ronny Deila, Ole Gunnar Solskjær og Dag-Eilev Fagermovísir/gettyBjóst ekki við neinu „Ég bjóst ekki við neinu fyrir leikinn, bara alls engu. Fótbolti er svo erfið íþrótt og þú kemur engu til skila á fimm dögum. Þessi undankeppni var búin fyrir okkur löngu áður en kom að leiknum á móti Norður-Írlandi,“ segir Ingebrigtsen en þjálfararnir voru settust niður og ræddu norsku úrvalsdeildina og landsliðið á TV2 í aðdraganda norsku deildarinnar sem hefst á morgun. „Ég er viss um að Noregur mun standa sig vel í næstu leikjum í undankeppninni. Þá fáum við að sjá hversu gott liðið er. Það datt engum í hug að Noregur myndi leika sér að Norður-Írlandi eftir fimm daga með nýjum þjálfara. Noregur er ekki stórveldi í fótbolta. Við þurfum aðeins að átta okkur á hvar við stöndum.“ Dag-Eilev Fagermo, þjálfari Odd, er hjartanlega sammála kollega sínum og skellir skuldinni á leikmennina. „Fyrri hálfleikurinn voru mikil vonbrigði. Það voru leikmenn sem skiluðu ekki neinu vinnuframlagi og fyrirliðinn var skelfilegur. Þegar Lagerbäck kynnist hópnum betur á þetta eftir að verða betra,“ segir hann. „Það eru margir leikmenn í norska liðinu sem eru einfaldlega ekki eins góðir og fólk heldur að þeir séu. Lagerbäck verður að byggja upp sterka heild en við, þjálfara liðanna í Noregi, verðum að framleiða betri leikmenn,“ segir Fagermo.Lars Lagerbäck reynir að útskýra frammistöðuna eftir tapið í Belfast.vísir/gettyEkki betri með betri þjálfar Ronny Deila, sem gerði Celtic þrisvar sinnum að Skotlandsmeistara áður en hann sneri aftur heim til Noregs fyrir komandi leiktíð, hefur mikla trú á Lagerbäck og telur að norska liðið komist í umspilið í þessari undankeppni. „Við verðum að gefa Lagerbäck meira en fimm daga til að koma hugmyndafræði sinni áleiðis til leikmanna,“ segir Deila sem er ósammála Fagermo um gæði norskra leikmanna. „Þetta eru hans orð. Það er mín trú að við erum með nógu góða leikmenn í Noregi. Aðalatriðið hjá Lagerbäck er að koma sínum leikstíl til skila og fá það besta út úr leikmönnunum,“ segir Deila. Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi framherji Manchester United og tvöfaldur Noregsmeistari sem þjálfari Molde, stendur líka með Lagerbäck og segir leikmennina þurfa að gera betur. „Það eru engar skyndilausnir í fótbolta. Leikmennirnir verða ekkert miklu betri bara með því að fá nýjan þjálfara. Lars verður að fá tíma til að láta liðið spila eins og hann vill. Þetta verður nýtt fyrir leikmennina og það er erfitt verk framundan hjá Lars að fá liðið til að rísa á ný,“ segir Ole Gunnar Solskjær.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjá meira