BMW X2 og X7 á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2017 12:00 BMW X2 jepplingur er á leiðinni. Á síðasta ári náði Mercedes Benz að selja fleiri bíla en BMW, í fyrsta sinn frá árinu 2004 og hafði BMW því haldið sölukórónunni í tólf ár þar til Mercedes Benz náði henni aftur í fyrra. Benz seldi 2,23 milljón bíla og eru þá bílar Smart reiknaðir með. BMW seldi rétt rúmlega 2 milljónir bíla í fyrra, en ef merkin Rolls Royce og Mini eru talin með en þau eru í eigu BMW var heildarsalan reyndar hærri en hjá Benz, eða 2,37 milljón bílar. Engu að síður seldust færri BMW bílar en Benz bílar. BMW ætlar að ná sölukórónunni aftur af Mercedes Benz og liður í þeirri áætlun er að kynna 40 nýja bíla á næstu tveimur árum. Flestir þeirra eru nýjar kynslóðir þekktra bíla BMW, en sumir þeirra þó glænýjar gerðir. Meðal þeirra er X2 og X7 jepplingur og jeppi. BMW ætlar líka að kynna arftaka Z4 sem gæti fengið stafina Z5 og nýja kynslóð i8 Spyder sem á að koma á næsta ári. Stutt er í nýjan X3 jeppling, líklega bara nokkrir mánuðir og heyrst hefur að hann muni einnig fást í M-útgáfu. Þá hafa heyrst raddir um að BMW ætli að kynna nýjan 8-series bíl og að hann líti dagsljósið árið 2019 og að nýr rafmagnsbíll verði kynntur árið 2021. BMW ætlar að eyða samtals 10 milljörðum evra í þróun nýrra bíla sinna, svo það verður nóg að gera hjá hönnuðum og verkfræðingum BMW á næstunni. Hvort það dugar til að ná sölukórónunni aftur af Mercedes Benz verður hinsvegar bara að koma í ljós. Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent
Á síðasta ári náði Mercedes Benz að selja fleiri bíla en BMW, í fyrsta sinn frá árinu 2004 og hafði BMW því haldið sölukórónunni í tólf ár þar til Mercedes Benz náði henni aftur í fyrra. Benz seldi 2,23 milljón bíla og eru þá bílar Smart reiknaðir með. BMW seldi rétt rúmlega 2 milljónir bíla í fyrra, en ef merkin Rolls Royce og Mini eru talin með en þau eru í eigu BMW var heildarsalan reyndar hærri en hjá Benz, eða 2,37 milljón bílar. Engu að síður seldust færri BMW bílar en Benz bílar. BMW ætlar að ná sölukórónunni aftur af Mercedes Benz og liður í þeirri áætlun er að kynna 40 nýja bíla á næstu tveimur árum. Flestir þeirra eru nýjar kynslóðir þekktra bíla BMW, en sumir þeirra þó glænýjar gerðir. Meðal þeirra er X2 og X7 jepplingur og jeppi. BMW ætlar líka að kynna arftaka Z4 sem gæti fengið stafina Z5 og nýja kynslóð i8 Spyder sem á að koma á næsta ári. Stutt er í nýjan X3 jeppling, líklega bara nokkrir mánuðir og heyrst hefur að hann muni einnig fást í M-útgáfu. Þá hafa heyrst raddir um að BMW ætli að kynna nýjan 8-series bíl og að hann líti dagsljósið árið 2019 og að nýr rafmagnsbíll verði kynntur árið 2021. BMW ætlar að eyða samtals 10 milljörðum evra í þróun nýrra bíla sinna, svo það verður nóg að gera hjá hönnuðum og verkfræðingum BMW á næstunni. Hvort það dugar til að ná sölukórónunni aftur af Mercedes Benz verður hinsvegar bara að koma í ljós.
Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent