Landshópur Kósovó: Enginn Pepa en þrír nýir framherjar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. mars 2017 14:24 Avni Pepa hlaut ekki náð fyrir augum Albert Bunjaki, landsliðsþjálfara Kósovó. vísir/hanna Avni Pepa, fyrirliði ÍBV, var ekki valinn í landsliðshóp Kósovó fyrir leikinn gegn Íslandi í undankeppni HM 2018 á föstudaginn. Pepa hefur hingað til verið í hópnum í undankeppninni og leikið einn leik. Hann hefur alls leikið sex landsleiki. Albert Bunjaki, þjálfari Kósovó, valdi þrjá nýja framherja í hópinn; Besart Berisha, Donis Avdijaj og Atdhe Nuhiu. Berisha leikur með Melbourne Victory í Ástralíu, Avdijaj er á mála hjá Schalke 04 og Nuhiu leikur með Sheffield Wednesday. Berisha lék á sínum tíma 17 landsleiki fyrir Albaníu og skoraði eitt mark. Þessi 31 árs gamli leikmaður hefur spilað í Ástralíu undanfarin ár og verið duglegur að skora.Donis Avdijaj, leikmaður Schalke 04, er nýr í landsliðshópi Kósovó.vísir/gettyAvdijaj, sem er tvítugur, er uppalinn hjá Schalke en gerði ágætis hluti sem lánsmaður hjá Sturm Graz þar sem hann skoraði 13 mörk í 45 leikjum. Avdijaj lék með yngri landsliðum Þýskalands og skoraði m.a. 10 mörk í 13 leikjum fyrir þýska U-17 ára landsliðið. Nuhiu, sem er 197 cm á hæð, lék með yngri landsliðum Austurríkis á sínum tíma. Nuhiu hefur ekki enn skorað í ensku B-deildinni í vetur en miðvikudagsfélagið keypti hann af Rapid Vín 2013. Lið Kósovó er mjög ungt en aðeins þrír leikmenn af 23 eru eldri en 27 ára. Kósovó er í sjötta og neðsta sæti I-riðils með eitt stig eftir fjóra leiki. Markatala liðsins er 1-12. Ísland er í 3. sætinu með sjö stig.Landsliðshópur Kósovo er þannig skipaður:Markverðir: Samir Ujkani, Pisa Adis Nurković, Travnik Bledar Hajdini, TrepçaVarnarmenn: Fanol Përdedaj, 1860 Munich Leart Paqarada, Sandhausen Alban Pnishi, Grasshopper Amir Rrahman, Lokomotiva Benjamin Kololli, Lausanne-Sport Fidan Aliti, Slaven Belupo Mërgim Vojvoda, Mouscron Ardian Ismajli, Hajduk SplitMiðjumenn: Bernard Berisha, Terek Grozny Valon Berisha, Red Bull Salzburg Bersant Celina, Twente Milot Rashica, Vitesse Herolind Shala, Kasımpaşa Arber Zeneli, Heerenveen Hekuran Kryeziu, LuzernFramherjar: Vedat Muriqi, Gençlerbirliği Elba Rashani, Rosenborg Besart Berisha, Melbourne Victory Atdhe Nuhiu, Sheffield Wednesday Donis Avdijaj, Schalke 04 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40 Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Sjá meira
Avni Pepa, fyrirliði ÍBV, var ekki valinn í landsliðshóp Kósovó fyrir leikinn gegn Íslandi í undankeppni HM 2018 á föstudaginn. Pepa hefur hingað til verið í hópnum í undankeppninni og leikið einn leik. Hann hefur alls leikið sex landsleiki. Albert Bunjaki, þjálfari Kósovó, valdi þrjá nýja framherja í hópinn; Besart Berisha, Donis Avdijaj og Atdhe Nuhiu. Berisha leikur með Melbourne Victory í Ástralíu, Avdijaj er á mála hjá Schalke 04 og Nuhiu leikur með Sheffield Wednesday. Berisha lék á sínum tíma 17 landsleiki fyrir Albaníu og skoraði eitt mark. Þessi 31 árs gamli leikmaður hefur spilað í Ástralíu undanfarin ár og verið duglegur að skora.Donis Avdijaj, leikmaður Schalke 04, er nýr í landsliðshópi Kósovó.vísir/gettyAvdijaj, sem er tvítugur, er uppalinn hjá Schalke en gerði ágætis hluti sem lánsmaður hjá Sturm Graz þar sem hann skoraði 13 mörk í 45 leikjum. Avdijaj lék með yngri landsliðum Þýskalands og skoraði m.a. 10 mörk í 13 leikjum fyrir þýska U-17 ára landsliðið. Nuhiu, sem er 197 cm á hæð, lék með yngri landsliðum Austurríkis á sínum tíma. Nuhiu hefur ekki enn skorað í ensku B-deildinni í vetur en miðvikudagsfélagið keypti hann af Rapid Vín 2013. Lið Kósovó er mjög ungt en aðeins þrír leikmenn af 23 eru eldri en 27 ára. Kósovó er í sjötta og neðsta sæti I-riðils með eitt stig eftir fjóra leiki. Markatala liðsins er 1-12. Ísland er í 3. sætinu með sjö stig.Landsliðshópur Kósovo er þannig skipaður:Markverðir: Samir Ujkani, Pisa Adis Nurković, Travnik Bledar Hajdini, TrepçaVarnarmenn: Fanol Përdedaj, 1860 Munich Leart Paqarada, Sandhausen Alban Pnishi, Grasshopper Amir Rrahman, Lokomotiva Benjamin Kololli, Lausanne-Sport Fidan Aliti, Slaven Belupo Mërgim Vojvoda, Mouscron Ardian Ismajli, Hajduk SplitMiðjumenn: Bernard Berisha, Terek Grozny Valon Berisha, Red Bull Salzburg Bersant Celina, Twente Milot Rashica, Vitesse Herolind Shala, Kasımpaşa Arber Zeneli, Heerenveen Hekuran Kryeziu, LuzernFramherjar: Vedat Muriqi, Gençlerbirliği Elba Rashani, Rosenborg Besart Berisha, Melbourne Victory Atdhe Nuhiu, Sheffield Wednesday Donis Avdijaj, Schalke 04
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40 Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Sjá meira
Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn