Fótbolti

Allt landsliðið í mislitum sokkum: Fólkið þarf fræðslu um hvað lífið er yndislegt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Strákarnir voru allir í mislitum sokkum í dag.
Strákarnir voru allir í mislitum sokkum í dag. Vísir/E. Stefán
Það var frábært að sjá alla leikmenn íslenska landsliðsins æfa í mislitum sokkum á æfingu þess í Parma í dag. Tilefnið er alþjóðlegur dagur fólks með Downs-heilkennið.

„Þetta er frábært. Það er gleðidagur í dag,“ sagði glaðbeittur Ólafur Ingi Skúlason fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Parma í dag. Hann á fimm ára son sem er með Downs-heilkenni en því var auðvitað vel tekið innan hópsins þegar hann stakk upp á því að þetta yrði gert í dag.

„Þetta stendur mér nærri. Við þurfum öll að fagna fjölbreytileikanum og það breytti mínu lífi til hins betra að eignast strákinn minn fyrir rétt tæpum sex árum síðan. Það er svo er endalaus gleði með þeim. Mitt líf er miklu ríkara en það var áður en við eignuðumst strákinn. Það þarf að fræða fólkið um hvað lífið er yndislegt.“

Sjá einnig: Hann gerir okkur öll að betri manneskjum

Nánar verður rætt við Ólaf Inga í Fréttablaðinu á morgun en hér fyrir neðan má sjá viðtal við hann af YouTube-síðu KSÍ.


Tengdar fréttir

Hann gerir okkur öll að betri manneskjum

Hún horfði á okkur eins og við værum unglingar og sagði hranalega: "Þið gerið ykkur grein fyrir að líf ykkar er að fara að breytast töluvert. Þið getið gleymt þeim plönum sem þið hafið gert í bili.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×