Lagerbäck valdi samherja Ragnars sem næsta fyrirliða Noregs Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. mars 2017 13:00 Lars Lagerbäck fann norska Aron Einar. vísir/getty Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta sem hefur tekið að sér það vandasama verkefni að þjálfa Noreg næstu árin, er búinn að finna næsta fyrirliða norska landsliðsins. Lagerbäck valdi Stefan Johansen, miðjumann Fulham í ensku B-deildinni, til að bera fyrirliðabandið í sinni stjórnartíð en leikmenn norska liðsins klöppuðu fyrir nýja fyrirliðanum þegar þetta var tilkynnt á æfingu í morgun. TV2 greinir frá.Sjá einnig:Lagerbäck ekki búinn að finna sinn Aron Einar í norska landsliðinu Stefan Johansen er 26 ára gamall leikmaður sem varð meistari með Strömsgodset árið 2013 en sama ár var hann valinn besti miðjumaður deildarinnar sem og að hljóta útnefninguna besti leikmaður Noregs. Hann fylgdi þjálfara sínum Ronney Deila til Celtic í skosku úrvalsdeildinni þar sem hann fagnaði skoska meistaratitlinum í þrígang áður en Fulham keypti hann fyrir yfirstandandi leiktíð. Þar er hann samherji íslenska landsliðsmannsins Ragnars Sigurðssonar. Johansen er af flestum talinn besti leikmaður Noregs í dag en hann á að baki 33 landsleiki og þrjú mörk. Eitt þeirra skoraði hann á móti Íslandi í 3-2 sigri í vináttuleik í júní á síðasta ári. „Það er enginn meiri náttúrlegur leiðtogi en Johansen í norska liðinu núna. Þetta er góður kostur. Hann er góður utan vallar og talar tungumál sem fólk skilur. Það er mjög eðlilegt að hann fékk þetta hlutverk,“ segir Jesper Mathiesen, sérfræðingur TV2. Johansen leiðir norska liðið í fyrsta sinn út á völlinn í Belfast þegar það mætir Norður-Írlandi á sunnudagskvöldið en fyrsti leikur Lars Lagerbäck sem þjálfari norska landsliðsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta sem hefur tekið að sér það vandasama verkefni að þjálfa Noreg næstu árin, er búinn að finna næsta fyrirliða norska landsliðsins. Lagerbäck valdi Stefan Johansen, miðjumann Fulham í ensku B-deildinni, til að bera fyrirliðabandið í sinni stjórnartíð en leikmenn norska liðsins klöppuðu fyrir nýja fyrirliðanum þegar þetta var tilkynnt á æfingu í morgun. TV2 greinir frá.Sjá einnig:Lagerbäck ekki búinn að finna sinn Aron Einar í norska landsliðinu Stefan Johansen er 26 ára gamall leikmaður sem varð meistari með Strömsgodset árið 2013 en sama ár var hann valinn besti miðjumaður deildarinnar sem og að hljóta útnefninguna besti leikmaður Noregs. Hann fylgdi þjálfara sínum Ronney Deila til Celtic í skosku úrvalsdeildinni þar sem hann fagnaði skoska meistaratitlinum í þrígang áður en Fulham keypti hann fyrir yfirstandandi leiktíð. Þar er hann samherji íslenska landsliðsmannsins Ragnars Sigurðssonar. Johansen er af flestum talinn besti leikmaður Noregs í dag en hann á að baki 33 landsleiki og þrjú mörk. Eitt þeirra skoraði hann á móti Íslandi í 3-2 sigri í vináttuleik í júní á síðasta ári. „Það er enginn meiri náttúrlegur leiðtogi en Johansen í norska liðinu núna. Þetta er góður kostur. Hann er góður utan vallar og talar tungumál sem fólk skilur. Það er mjög eðlilegt að hann fékk þetta hlutverk,“ segir Jesper Mathiesen, sérfræðingur TV2. Johansen leiðir norska liðið í fyrsta sinn út á völlinn í Belfast þegar það mætir Norður-Írlandi á sunnudagskvöldið en fyrsti leikur Lars Lagerbäck sem þjálfari norska landsliðsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira