Rúrik: Staðráðinn í að gefast ekki upp Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. mars 2017 15:00 Rúrik Gíslason er mættur aftur. vísir/getty Rúrik Gíslason viðurkenndi fúslega að hann væri himinlifandi með að vera kominn aftur í íslenska landsliðið, eftir að hafa misst af öllu síðasta ári. Síðast kom hann við sögu í 2-1 sigri á Tékkum árið 2015. „Þetta er bara meiriháttar og gleður mig mikið. Ég verð að viðurkenna að ég hef saknað strákanna enda góðir vinir mínir. En þeir eru samt aðallega búnir að sakna mín,“ sagði hann í léttum dúr við Vísi á æfingu íslenska liðisins í Parma í dag.Sjá einnig:Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Rúrik er búinn að spila nokkuð mikið að undanförnu með Nürnberg í þýsku B-deildinni en þar hefur gengið á ýmsu. Bæði hafa meiðsli sett strik í reikninginn og þá hefur Rúrik á köflum þurft að sætta sig við að vera utan hóps. Hann segir að það hafi aldrei komið í huga hans að fara frá liðinu, þrátt fyrir mótlætið. „En maður hugsaði með sér, þegar maður var ekki að spila, hvort maður hefði tekið rétta ákvörðun með því að fara frá FCK. En ég var staðráðinn í að gefast ekki upp og það borgaði sig á endanum, loksins.“ Rúrik segir að honum hafi stundum þótt ósanngjarnt þegar hann fékk ekki tækifæri hjá Nürnberg. „Af æfingunum að dæma fannst mér það. Vonandi sýnir staðan mín hjá liðinu að það var rétt hjá mér. Ég er ánægður með að hafa haldið haus og aldrei gefist upp.“ Hann segir að þýska B-deildin sé nokkuð ólík þeirri dönsku og þá sérstaklega leikstíl FCK í Danmörku, þar sem hann var áður. „Þetta er mun meiri kraftabolti og miklu meiri hraði. Ég þurfti tíma til að venjast þessu, enda vanur því að hafa meiri tíma á boltann og vera lengur með hann. Þetta er hörkudeild og sterk.“ Rúrik gæti fengið tækifæri í byrjunarliðinu gegn Kósóvó á föstudag í fjarveru nokkurra lykilmanna með landsliðinu. Hann nálgast leikinn með því hugarfari að hann muni byrja. „Ég fer í alla leiki þannig en þetta er auðvitað undir þjálfaranum komið. En ég er alltaf klár.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið Emil Hallfreðsson er lykilmaður í Udinese á Ítalíu, liði sem spilar í einni sterkustu deild heims. Hann segist hafa persónulega orðið fyrir vonbrigðum á EM en hann bíður rólegur eftir tækifæri sínu með landsliðinu. 22. mars 2017 06:00 „Breytti mínu lífi til hins betra að eignast strákinn minn“ Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, fékk íslenska landsliðið til að æfa í mislitum sokkum í tilefni af alþjóðadegi fólks með Downs-heilkennið. 22. mars 2017 07:00 Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Gylfi Þór Sigurðsson hefur engar áhyggjur þótt lykilmenn vanti í íslenska landsliðið. 22. mars 2017 12:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Rúrik Gíslason viðurkenndi fúslega að hann væri himinlifandi með að vera kominn aftur í íslenska landsliðið, eftir að hafa misst af öllu síðasta ári. Síðast kom hann við sögu í 2-1 sigri á Tékkum árið 2015. „Þetta er bara meiriháttar og gleður mig mikið. Ég verð að viðurkenna að ég hef saknað strákanna enda góðir vinir mínir. En þeir eru samt aðallega búnir að sakna mín,“ sagði hann í léttum dúr við Vísi á æfingu íslenska liðisins í Parma í dag.Sjá einnig:Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Rúrik er búinn að spila nokkuð mikið að undanförnu með Nürnberg í þýsku B-deildinni en þar hefur gengið á ýmsu. Bæði hafa meiðsli sett strik í reikninginn og þá hefur Rúrik á köflum þurft að sætta sig við að vera utan hóps. Hann segir að það hafi aldrei komið í huga hans að fara frá liðinu, þrátt fyrir mótlætið. „En maður hugsaði með sér, þegar maður var ekki að spila, hvort maður hefði tekið rétta ákvörðun með því að fara frá FCK. En ég var staðráðinn í að gefast ekki upp og það borgaði sig á endanum, loksins.“ Rúrik segir að honum hafi stundum þótt ósanngjarnt þegar hann fékk ekki tækifæri hjá Nürnberg. „Af æfingunum að dæma fannst mér það. Vonandi sýnir staðan mín hjá liðinu að það var rétt hjá mér. Ég er ánægður með að hafa haldið haus og aldrei gefist upp.“ Hann segir að þýska B-deildin sé nokkuð ólík þeirri dönsku og þá sérstaklega leikstíl FCK í Danmörku, þar sem hann var áður. „Þetta er mun meiri kraftabolti og miklu meiri hraði. Ég þurfti tíma til að venjast þessu, enda vanur því að hafa meiri tíma á boltann og vera lengur með hann. Þetta er hörkudeild og sterk.“ Rúrik gæti fengið tækifæri í byrjunarliðinu gegn Kósóvó á föstudag í fjarveru nokkurra lykilmanna með landsliðinu. Hann nálgast leikinn með því hugarfari að hann muni byrja. „Ég fer í alla leiki þannig en þetta er auðvitað undir þjálfaranum komið. En ég er alltaf klár.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið Emil Hallfreðsson er lykilmaður í Udinese á Ítalíu, liði sem spilar í einni sterkustu deild heims. Hann segist hafa persónulega orðið fyrir vonbrigðum á EM en hann bíður rólegur eftir tækifæri sínu með landsliðinu. 22. mars 2017 06:00 „Breytti mínu lífi til hins betra að eignast strákinn minn“ Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, fékk íslenska landsliðið til að æfa í mislitum sokkum í tilefni af alþjóðadegi fólks með Downs-heilkennið. 22. mars 2017 07:00 Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Gylfi Þór Sigurðsson hefur engar áhyggjur þótt lykilmenn vanti í íslenska landsliðið. 22. mars 2017 12:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið Emil Hallfreðsson er lykilmaður í Udinese á Ítalíu, liði sem spilar í einni sterkustu deild heims. Hann segist hafa persónulega orðið fyrir vonbrigðum á EM en hann bíður rólegur eftir tækifæri sínu með landsliðinu. 22. mars 2017 06:00
„Breytti mínu lífi til hins betra að eignast strákinn minn“ Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, fékk íslenska landsliðið til að æfa í mislitum sokkum í tilefni af alþjóðadegi fólks með Downs-heilkennið. 22. mars 2017 07:00
Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Gylfi Þór Sigurðsson hefur engar áhyggjur þótt lykilmenn vanti í íslenska landsliðið. 22. mars 2017 12:30