Lausnin í umferðarteppu Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2017 16:09 Fátt er jafn leiðinlegt og að sitja fastur í umferðarteppu og komast hvorki lönd né strönd. Fáum tekst að finna lausn í slíkri stöðu, en þó einn sem hér sést. Þessum Jeep jeppa hefur verið breytt á þann hátt að hann getur ekið yfir aðra bíla þar sem hjól hans færast svo langt til hliðanna og víst er að hæðin er næg eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. Þessum bíl var breytt í auglýsingaskyni fyrir tæknifyrirtækið Hum og víst er að það hefur kostað skildinginn. Svona búnaður er dýr og þungur er hann líka því jeppinn vegur 3,86 tonn. Svo tryggja megi að bíllinn skemmi ekki aðra bíla þegar yfir þá er ekið eru myndavélar sem ökumaður getur rýnt í á skjá inní bílnum á leið sinni yfir aðra bíla. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent
Fátt er jafn leiðinlegt og að sitja fastur í umferðarteppu og komast hvorki lönd né strönd. Fáum tekst að finna lausn í slíkri stöðu, en þó einn sem hér sést. Þessum Jeep jeppa hefur verið breytt á þann hátt að hann getur ekið yfir aðra bíla þar sem hjól hans færast svo langt til hliðanna og víst er að hæðin er næg eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. Þessum bíl var breytt í auglýsingaskyni fyrir tæknifyrirtækið Hum og víst er að það hefur kostað skildinginn. Svona búnaður er dýr og þungur er hann líka því jeppinn vegur 3,86 tonn. Svo tryggja megi að bíllinn skemmi ekki aðra bíla þegar yfir þá er ekið eru myndavélar sem ökumaður getur rýnt í á skjá inní bílnum á leið sinni yfir aðra bíla.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent