Lausnin í umferðarteppu Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2017 16:09 Fátt er jafn leiðinlegt og að sitja fastur í umferðarteppu og komast hvorki lönd né strönd. Fáum tekst að finna lausn í slíkri stöðu, en þó einn sem hér sést. Þessum Jeep jeppa hefur verið breytt á þann hátt að hann getur ekið yfir aðra bíla þar sem hjól hans færast svo langt til hliðanna og víst er að hæðin er næg eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. Þessum bíl var breytt í auglýsingaskyni fyrir tæknifyrirtækið Hum og víst er að það hefur kostað skildinginn. Svona búnaður er dýr og þungur er hann líka því jeppinn vegur 3,86 tonn. Svo tryggja megi að bíllinn skemmi ekki aðra bíla þegar yfir þá er ekið eru myndavélar sem ökumaður getur rýnt í á skjá inní bílnum á leið sinni yfir aðra bíla. Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent
Fátt er jafn leiðinlegt og að sitja fastur í umferðarteppu og komast hvorki lönd né strönd. Fáum tekst að finna lausn í slíkri stöðu, en þó einn sem hér sést. Þessum Jeep jeppa hefur verið breytt á þann hátt að hann getur ekið yfir aðra bíla þar sem hjól hans færast svo langt til hliðanna og víst er að hæðin er næg eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. Þessum bíl var breytt í auglýsingaskyni fyrir tæknifyrirtækið Hum og víst er að það hefur kostað skildinginn. Svona búnaður er dýr og þungur er hann líka því jeppinn vegur 3,86 tonn. Svo tryggja megi að bíllinn skemmi ekki aðra bíla þegar yfir þá er ekið eru myndavélar sem ökumaður getur rýnt í á skjá inní bílnum á leið sinni yfir aðra bíla.
Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent