Fótbolti

Strákarnir æfðu á iðagrænu grasi í Shkoder | Myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári Árnason tekur púlsinn á sér í upphitunarskokki.
Kári Árnason tekur púlsinn á sér í upphitunarskokki. vísir/epa
Sólin skein á strákana okkar í íslenska landsliðinu þegar þeir tóku æfingu á Loro Borici-leikvanginum í Shkoder í Albaníu í hádeginu. Þar fer fram leikur Kósóvó og Íslands í undankeppni HM 2018 á morgun.

Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sögðu á blaðamannafundi í morgun að aðstæður á vellinum væru frábærar, að völlurinn væri rennisléttur og grasið gott. Þess fyrir utan viðrar vel í Albaníu í dag og ætti því að vera allt til reiðu fyrir frábæran leik annað kvöld.

Myndasyrpu frá strákunum okkar að æfa í Skhoder í dag má sjá hér að neðan.

Heimir Hallgrímsson fylgist vel með.vísir/epa
Gylfi Þór horfir til himna.vísir/epa
Heimir einmanna í boltaleik.vísir/epa
Strákarnir hlaupa svo hratt að þeir nást ekki í fókus.vísir/epa
Fyrirliðinn teygir á.vísir/epa
Reitaboltinn alltaf vinsæll.vísir/epa
vísir/epa
vísir/epa

Tengdar fréttir

Minn tími mun koma

Sverrir Ingi Ingason hefur spilað hverja einustu mínútu með Granada eftir að hann samdi við liðið í upphafi árs. Næsti andstæðingur verður stjörnum prýtt lið Barcelona. Hann stillir kröfum sínum gagnvart landsliðinu í hóf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×