Gull og gersemar Hildur Björnsdóttir skrifar 24. mars 2017 07:00 Nýlega keyptum við fjölskyldan húsnæði. Eignin var í upprunalegu ástandi en allt viðhald til fyrirmyndar. Innréttingar voru byggðar af gæðum og sérvalinn hlutur í hverju horni. Heimilið allt innréttað af natni og nostursemi. Á heimilinu hafði áður búið eldri kona. Sú hafði alið upp fjölskyldu í eigninni. Þótti þeim auðsjáanlega vænt um húsið og áttu úr því margvíslegar minningar. Sögur af veislum, sumarkvöldum og hversdagslegum atburðum. Góðan heimilisanda mátti merkja innandyra. Frá fyrsta degi höfðum við ætlað eigninni endurnýjað útlit. Það skyldi fært til nútímans og aðlagað eigin smekk. Þegar framkvæmdaferlið hófst helltist þó yfir mig sektarkennd. Mér þótti erfitt að brjóta upp gamla heimilið. Allar vönduðu innréttingarnar, fallegu flísarnar og einstaka tækjakostinn. Fjölmarga hluti sem höfðu merkingu og gildi í augum fyrri eigenda. Að fleygja þeim fannst mér ósvífið. Við unnustinn ákváðum að bjóða munina gefins. Við birtum auglýsingu á vefmiðli. Eftirspurnin lét ekki á sér standa. Fjölmargir sýndu hlutunum áhuga. Ein var þó öðrum ákafari. Sú hafði lengi leitað húsmuna af sömu gerð. Gleði okkar allra var umtalsverð. Eigendaskipti munanna ferlega farsæl. Konan hreppti einstakt hnoss ? og við fundum góssinu ástríkt heimili. Séu hlutir byggðir af gæðum má finna þeim notagildi um áraraðir. Smekkur fólks er fjölbreyttur og fljótandi. Það er óþarfi að fleygja því sem nothæft er. Oft getur gamalt gengið í endurnýjun lífdaga í höndum nýrra eigenda. Það sem einum virðist úrelt er öðrum gjarnan glitrandi góss. Gull og gersemar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun
Nýlega keyptum við fjölskyldan húsnæði. Eignin var í upprunalegu ástandi en allt viðhald til fyrirmyndar. Innréttingar voru byggðar af gæðum og sérvalinn hlutur í hverju horni. Heimilið allt innréttað af natni og nostursemi. Á heimilinu hafði áður búið eldri kona. Sú hafði alið upp fjölskyldu í eigninni. Þótti þeim auðsjáanlega vænt um húsið og áttu úr því margvíslegar minningar. Sögur af veislum, sumarkvöldum og hversdagslegum atburðum. Góðan heimilisanda mátti merkja innandyra. Frá fyrsta degi höfðum við ætlað eigninni endurnýjað útlit. Það skyldi fært til nútímans og aðlagað eigin smekk. Þegar framkvæmdaferlið hófst helltist þó yfir mig sektarkennd. Mér þótti erfitt að brjóta upp gamla heimilið. Allar vönduðu innréttingarnar, fallegu flísarnar og einstaka tækjakostinn. Fjölmarga hluti sem höfðu merkingu og gildi í augum fyrri eigenda. Að fleygja þeim fannst mér ósvífið. Við unnustinn ákváðum að bjóða munina gefins. Við birtum auglýsingu á vefmiðli. Eftirspurnin lét ekki á sér standa. Fjölmargir sýndu hlutunum áhuga. Ein var þó öðrum ákafari. Sú hafði lengi leitað húsmuna af sömu gerð. Gleði okkar allra var umtalsverð. Eigendaskipti munanna ferlega farsæl. Konan hreppti einstakt hnoss ? og við fundum góssinu ástríkt heimili. Séu hlutir byggðir af gæðum má finna þeim notagildi um áraraðir. Smekkur fólks er fjölbreyttur og fljótandi. Það er óþarfi að fleygja því sem nothæft er. Oft getur gamalt gengið í endurnýjun lífdaga í höndum nýrra eigenda. Það sem einum virðist úrelt er öðrum gjarnan glitrandi góss. Gull og gersemar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun