Gull og gersemar Hildur Björnsdóttir skrifar 24. mars 2017 07:00 Nýlega keyptum við fjölskyldan húsnæði. Eignin var í upprunalegu ástandi en allt viðhald til fyrirmyndar. Innréttingar voru byggðar af gæðum og sérvalinn hlutur í hverju horni. Heimilið allt innréttað af natni og nostursemi. Á heimilinu hafði áður búið eldri kona. Sú hafði alið upp fjölskyldu í eigninni. Þótti þeim auðsjáanlega vænt um húsið og áttu úr því margvíslegar minningar. Sögur af veislum, sumarkvöldum og hversdagslegum atburðum. Góðan heimilisanda mátti merkja innandyra. Frá fyrsta degi höfðum við ætlað eigninni endurnýjað útlit. Það skyldi fært til nútímans og aðlagað eigin smekk. Þegar framkvæmdaferlið hófst helltist þó yfir mig sektarkennd. Mér þótti erfitt að brjóta upp gamla heimilið. Allar vönduðu innréttingarnar, fallegu flísarnar og einstaka tækjakostinn. Fjölmarga hluti sem höfðu merkingu og gildi í augum fyrri eigenda. Að fleygja þeim fannst mér ósvífið. Við unnustinn ákváðum að bjóða munina gefins. Við birtum auglýsingu á vefmiðli. Eftirspurnin lét ekki á sér standa. Fjölmargir sýndu hlutunum áhuga. Ein var þó öðrum ákafari. Sú hafði lengi leitað húsmuna af sömu gerð. Gleði okkar allra var umtalsverð. Eigendaskipti munanna ferlega farsæl. Konan hreppti einstakt hnoss ? og við fundum góssinu ástríkt heimili. Séu hlutir byggðir af gæðum má finna þeim notagildi um áraraðir. Smekkur fólks er fjölbreyttur og fljótandi. Það er óþarfi að fleygja því sem nothæft er. Oft getur gamalt gengið í endurnýjun lífdaga í höndum nýrra eigenda. Það sem einum virðist úrelt er öðrum gjarnan glitrandi góss. Gull og gersemar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Nýlega keyptum við fjölskyldan húsnæði. Eignin var í upprunalegu ástandi en allt viðhald til fyrirmyndar. Innréttingar voru byggðar af gæðum og sérvalinn hlutur í hverju horni. Heimilið allt innréttað af natni og nostursemi. Á heimilinu hafði áður búið eldri kona. Sú hafði alið upp fjölskyldu í eigninni. Þótti þeim auðsjáanlega vænt um húsið og áttu úr því margvíslegar minningar. Sögur af veislum, sumarkvöldum og hversdagslegum atburðum. Góðan heimilisanda mátti merkja innandyra. Frá fyrsta degi höfðum við ætlað eigninni endurnýjað útlit. Það skyldi fært til nútímans og aðlagað eigin smekk. Þegar framkvæmdaferlið hófst helltist þó yfir mig sektarkennd. Mér þótti erfitt að brjóta upp gamla heimilið. Allar vönduðu innréttingarnar, fallegu flísarnar og einstaka tækjakostinn. Fjölmarga hluti sem höfðu merkingu og gildi í augum fyrri eigenda. Að fleygja þeim fannst mér ósvífið. Við unnustinn ákváðum að bjóða munina gefins. Við birtum auglýsingu á vefmiðli. Eftirspurnin lét ekki á sér standa. Fjölmargir sýndu hlutunum áhuga. Ein var þó öðrum ákafari. Sú hafði lengi leitað húsmuna af sömu gerð. Gleði okkar allra var umtalsverð. Eigendaskipti munanna ferlega farsæl. Konan hreppti einstakt hnoss ? og við fundum góssinu ástríkt heimili. Séu hlutir byggðir af gæðum má finna þeim notagildi um áraraðir. Smekkur fólks er fjölbreyttur og fljótandi. Það er óþarfi að fleygja því sem nothæft er. Oft getur gamalt gengið í endurnýjun lífdaga í höndum nýrra eigenda. Það sem einum virðist úrelt er öðrum gjarnan glitrandi góss. Gull og gersemar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun