Fjölgar um einn í Íslendinganýlendunni í Norrköping Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2017 10:05 Arnór Sigurðsson. Mynd/Heimasíða IFK Norrköping Sænska úrvalsdeildarfélagið IFK Norrköping er hrifið af Íslendingum og hreinlega safnar þeim þessa daganna. Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson er nýjasti Íslendingurinn innan raða félagsins en þessi átján ára miðjumaður hefur skrifað undir fjögurra ára samning við félagið. Arnór Sigurðsson er fæddur árið 1999 og verður átján ára 15. maí næstkomandi. Hann spilaði sjö leiki með ÍA í Pepsi-deildinni síðasta sumar en alla eftir að hafa komið inná sem varamaður. Arnór kom á reynslu til Norrköping í vetur og stóð sig það vel að hann fór með í æfingaferðina til Portúgal og spilaði sinn fyrsta leik á móti úkraínska félaginu Shaktar Donetsk. „Það fylgir því góð tilfinning að vera búinn að ganga frá þessu. Þetta er frábært félag og ég hlakka til að spila hér. Strákarnir komu strax fram við mig eins og ég væri orðinn einn af þeim,“ sagði Arnór Sigurðsson í viðtali við Norrköpings Tidningar. „Öll okkar reynsla af Arnóri er mjög góð. Hann hefur sýnt það að hann er mikið efni og þá sérstaklega í æfingabúðunum. Í æfingaleiknum á móti IK Frej sýndi hann okkur líka að þar er á ferðinni leikmaður sem lætur til sín taka í framtíðinni,“ sagði Jens Gustafsson í viðtali við heimasíðu IFK Norrköping. Þrír aðrir íslenskir leikmenn spila með liði IFK Norrköping en það eru þeir Jón Guðni Fjóluson,. Guðmundur Þórarinsson og Alfons Sampsted. Fleiri íslenskir leikmenn hafa spilað með IFK Norrköping og þar á meðal er íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason. Arnór Ingvi var allt í öllu þegar félagið vann sænska meistaratitilinn 2015 en hann gaf tíu stoðsendingar það tímabil eða fleiri en allir aðrir leikmenn deildarinnar. Arnór skoraði og lagði upp mark þegar Norrköping liði tryggði sér titilinn.Now its official that Arnor Sigurdsson (1999) has signed a contract with IFK Norrköping. He comes from IA Akranes. #TeamTotalFootball pic.twitter.com/pc8jw60793— Total Football (@totalfl) March 24, 2017 Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Sjá meira
Sænska úrvalsdeildarfélagið IFK Norrköping er hrifið af Íslendingum og hreinlega safnar þeim þessa daganna. Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson er nýjasti Íslendingurinn innan raða félagsins en þessi átján ára miðjumaður hefur skrifað undir fjögurra ára samning við félagið. Arnór Sigurðsson er fæddur árið 1999 og verður átján ára 15. maí næstkomandi. Hann spilaði sjö leiki með ÍA í Pepsi-deildinni síðasta sumar en alla eftir að hafa komið inná sem varamaður. Arnór kom á reynslu til Norrköping í vetur og stóð sig það vel að hann fór með í æfingaferðina til Portúgal og spilaði sinn fyrsta leik á móti úkraínska félaginu Shaktar Donetsk. „Það fylgir því góð tilfinning að vera búinn að ganga frá þessu. Þetta er frábært félag og ég hlakka til að spila hér. Strákarnir komu strax fram við mig eins og ég væri orðinn einn af þeim,“ sagði Arnór Sigurðsson í viðtali við Norrköpings Tidningar. „Öll okkar reynsla af Arnóri er mjög góð. Hann hefur sýnt það að hann er mikið efni og þá sérstaklega í æfingabúðunum. Í æfingaleiknum á móti IK Frej sýndi hann okkur líka að þar er á ferðinni leikmaður sem lætur til sín taka í framtíðinni,“ sagði Jens Gustafsson í viðtali við heimasíðu IFK Norrköping. Þrír aðrir íslenskir leikmenn spila með liði IFK Norrköping en það eru þeir Jón Guðni Fjóluson,. Guðmundur Þórarinsson og Alfons Sampsted. Fleiri íslenskir leikmenn hafa spilað með IFK Norrköping og þar á meðal er íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason. Arnór Ingvi var allt í öllu þegar félagið vann sænska meistaratitilinn 2015 en hann gaf tíu stoðsendingar það tímabil eða fleiri en allir aðrir leikmenn deildarinnar. Arnór skoraði og lagði upp mark þegar Norrköping liði tryggði sér titilinn.Now its official that Arnor Sigurdsson (1999) has signed a contract with IFK Norrköping. He comes from IA Akranes. #TeamTotalFootball pic.twitter.com/pc8jw60793— Total Football (@totalfl) March 24, 2017
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Sjá meira