Narsissus snýr aftur Óttar Guðmundsson skrifar 25. mars 2017 07:00 Narsissus hét ægifagur konungsson í grísku goðafræðinni. Hann forsmáði ástina og móðgaði guðina. Þeir lögðu það á Narsissus að hann yrði ástfanginn af sinni eigin spegilmynd. Í skógarferð varð honum litið ofan í stöðuvatn og sá andlit sitt í vatnsfletinum. Hann féll á hné og reyndi að kyssa myndina en hún hvarf þá ofan í djúpið. Þau urðu örlög Narsissusar að hann dó við vatnið starandi á sjálfan sig í blindri aðdáun. Sigmundi Freud var þessi saga hugleikin og hann kallaði sjálfhverft fólk narsissista. Þekktasti narsissistinn í heimi ævintýranna er stjúpa Mjallhvítar. Hún starði á eigin spegilmynd og spurði hver væri fegurst allra kvenna í jarðríki. Þegar spegillinn svaraði að það væri Mjallhvít ákvað konan að drepa stúlkuna og brjóta spegilinn. Nútíminn með sínum samfélagsmiðlum er paradís narsissistans. Hann getur póstað nýjum myndum af sér daglega og fengið þúsundir læka og uppörvandi athugasemdir (flottust/flottastur). Þetta nærir sálina eins og hunang. Stöku sinnum kemur þó babb í bátinn. Lækin verða ekki nógu mörg eða lýsingarorðin ekki nógu hástemmd. Í versta falli svarar spegillinn og segir viðkomandi að hún eða hann sé bara alls ekki fallegust, flottust eða glæsilegust. Þetta veldur oftar en ekki miklum harmi og sjálfstraustið hrynur eins og spilaborg. Ef menn vilja sýna náungakærleika í verki er skynsamlegt að læka allar myndir og skrifa með jákvæðar athugasemdir. Það mundi án efa bjarga geðheilsu þjóðarinnar. Sá sem ekki gerir það á ekkert betra skilið en stjúpa Mjallhvítar. Hún dansaði á eldglóandi skóm þar til hún dó kvalafullum dauða og hananú. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun
Narsissus hét ægifagur konungsson í grísku goðafræðinni. Hann forsmáði ástina og móðgaði guðina. Þeir lögðu það á Narsissus að hann yrði ástfanginn af sinni eigin spegilmynd. Í skógarferð varð honum litið ofan í stöðuvatn og sá andlit sitt í vatnsfletinum. Hann féll á hné og reyndi að kyssa myndina en hún hvarf þá ofan í djúpið. Þau urðu örlög Narsissusar að hann dó við vatnið starandi á sjálfan sig í blindri aðdáun. Sigmundi Freud var þessi saga hugleikin og hann kallaði sjálfhverft fólk narsissista. Þekktasti narsissistinn í heimi ævintýranna er stjúpa Mjallhvítar. Hún starði á eigin spegilmynd og spurði hver væri fegurst allra kvenna í jarðríki. Þegar spegillinn svaraði að það væri Mjallhvít ákvað konan að drepa stúlkuna og brjóta spegilinn. Nútíminn með sínum samfélagsmiðlum er paradís narsissistans. Hann getur póstað nýjum myndum af sér daglega og fengið þúsundir læka og uppörvandi athugasemdir (flottust/flottastur). Þetta nærir sálina eins og hunang. Stöku sinnum kemur þó babb í bátinn. Lækin verða ekki nógu mörg eða lýsingarorðin ekki nógu hástemmd. Í versta falli svarar spegillinn og segir viðkomandi að hún eða hann sé bara alls ekki fallegust, flottust eða glæsilegust. Þetta veldur oftar en ekki miklum harmi og sjálfstraustið hrynur eins og spilaborg. Ef menn vilja sýna náungakærleika í verki er skynsamlegt að læka allar myndir og skrifa með jákvæðar athugasemdir. Það mundi án efa bjarga geðheilsu þjóðarinnar. Sá sem ekki gerir það á ekkert betra skilið en stjúpa Mjallhvítar. Hún dansaði á eldglóandi skóm þar til hún dó kvalafullum dauða og hananú. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.