Vonlaust að halda partí án rappara Guðný Hrönn skrifar 25. mars 2017 09:00 Rapparinn Herra Hnetusmjör mun halda uppi stuðinu á Þjóðhátíð í Eyjum. Vísir/Anton Brink Rapparinn Herra Hnetusmjör er einn þeirra sem munu halda uppi stuðinu á Þjóðhátíð í Eyjum í sumar. Hann lofar einstökum tónleikum þar sem hann muni flytja slatta af nýju efni. „Þetta verður bara gengið sko. Þetta er ég, Joe Frazier og DJ Spegill. Og við verðum með fullt af nýjum lögum og betrumbætt „show“. Þetta verður miklu stærra en allt sem við höfum gert,“ segir Herra Hnetusmjör spurður út í hvað hann mun bjóða upp á á Þjóðhátíð.Rapparinn Birnir mun líka spila á Þjóðhátíð í Eyjum.Vísir/Anton BrinkSpurður út í hvort stemningin á Þjóðhátíð sé mögulega að breytast því undanfarin ár hefur verið fremur lítið um hip hop tónlist á hátíðinni segir Herra Hnetusmjör: „Ég veit það ekki, Þjóðhátíð er náttúrulega bara stærsta partí á Íslandi og það sem er heitt hverju sinni, það er bókað til að ná til sem flestra. Og eins og staðan er núna þá er hip hop stærsta tónlistarsenan á Íslandi. Þannig að það meikar bara sens að bóka rappara,“ segir hann en þess má geta að rappararnir Alexander Jarl og Birnir munu einnig spila á húkkaraballinu. „Hip hop er orðið svo stórt að það er eiginlega ekki hægt að halda partí á Íslandi án þess að bóka rappara. Það myndi bara vera skrýtið að hafa ekkert rapp á hátíðinni núna, því það er svo stórt. Emmsjé Gauti og öll verðlaunin sem hann tók á Íslensku tónlistarverðlaununum endurspegla stöðuna í tónlistarheiminum í dag,“ segir Herra Hnetusmjör um þá staðreynd að rapparinn Gauti Þeyr hlaut fimm verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum í byrjun mánaðar. „Við erum bara partímenn. Allt djamm og við erum mættir sko,“ segir Herra Hnetusmjör aðspurður hvort hann og hópurinn sem spilar með honum á Þjóðhátíð séu miklir Þjóðhátíðarmenn.“ Eins og áður sagði verður Herra Hnetusmjör bæði á stóra sviðinu á föstudagskvöldinu og á húkkaraballinu. Hann segir að um tvenna nokkuð ólíka tónleika sé að ræða. „Stóra sviðið verður náttúrulega bara miklu, miklu stærra og þéttara prógramm. Húkkaraballið verður geðveikt líka en stóra sviðið verður bara á allt öðru leveli,“ segir Herra Hnetusmjör sem mun senda frá sér nýtt efni fram að Þjóðhátíð.En hvað er svo á döfinni, fyrir utan Þjóðhátíð? „Ég er sem sagt búinn að vera að vinna að nýju efni núna í svona ár. Og er kominn með lager af lögum sem enginn hefur heyrt. Ég mun droppa þeim koll af kolli í sumar með myndböndum. Ég mun senda þessi lög frá mér sem singla, þannig að hvert og eitt lag njóti sín betur. Ég sé ekki fram á að gefa út plötu á næstunni, því mig langar að láta hvert lag lifa lengur,“ segir Herra Hnetusmjör að lokum og hvetur svo alla til að láta sjá sig á Þjóðhátið, sérstaklega þá sem kunna vel að meta hip hop tónlist. Næturlíf Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Rapparinn Herra Hnetusmjör er einn þeirra sem munu halda uppi stuðinu á Þjóðhátíð í Eyjum í sumar. Hann lofar einstökum tónleikum þar sem hann muni flytja slatta af nýju efni. „Þetta verður bara gengið sko. Þetta er ég, Joe Frazier og DJ Spegill. Og við verðum með fullt af nýjum lögum og betrumbætt „show“. Þetta verður miklu stærra en allt sem við höfum gert,“ segir Herra Hnetusmjör spurður út í hvað hann mun bjóða upp á á Þjóðhátíð.Rapparinn Birnir mun líka spila á Þjóðhátíð í Eyjum.Vísir/Anton BrinkSpurður út í hvort stemningin á Þjóðhátíð sé mögulega að breytast því undanfarin ár hefur verið fremur lítið um hip hop tónlist á hátíðinni segir Herra Hnetusmjör: „Ég veit það ekki, Þjóðhátíð er náttúrulega bara stærsta partí á Íslandi og það sem er heitt hverju sinni, það er bókað til að ná til sem flestra. Og eins og staðan er núna þá er hip hop stærsta tónlistarsenan á Íslandi. Þannig að það meikar bara sens að bóka rappara,“ segir hann en þess má geta að rappararnir Alexander Jarl og Birnir munu einnig spila á húkkaraballinu. „Hip hop er orðið svo stórt að það er eiginlega ekki hægt að halda partí á Íslandi án þess að bóka rappara. Það myndi bara vera skrýtið að hafa ekkert rapp á hátíðinni núna, því það er svo stórt. Emmsjé Gauti og öll verðlaunin sem hann tók á Íslensku tónlistarverðlaununum endurspegla stöðuna í tónlistarheiminum í dag,“ segir Herra Hnetusmjör um þá staðreynd að rapparinn Gauti Þeyr hlaut fimm verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum í byrjun mánaðar. „Við erum bara partímenn. Allt djamm og við erum mættir sko,“ segir Herra Hnetusmjör aðspurður hvort hann og hópurinn sem spilar með honum á Þjóðhátíð séu miklir Þjóðhátíðarmenn.“ Eins og áður sagði verður Herra Hnetusmjör bæði á stóra sviðinu á föstudagskvöldinu og á húkkaraballinu. Hann segir að um tvenna nokkuð ólíka tónleika sé að ræða. „Stóra sviðið verður náttúrulega bara miklu, miklu stærra og þéttara prógramm. Húkkaraballið verður geðveikt líka en stóra sviðið verður bara á allt öðru leveli,“ segir Herra Hnetusmjör sem mun senda frá sér nýtt efni fram að Þjóðhátíð.En hvað er svo á döfinni, fyrir utan Þjóðhátíð? „Ég er sem sagt búinn að vera að vinna að nýju efni núna í svona ár. Og er kominn með lager af lögum sem enginn hefur heyrt. Ég mun droppa þeim koll af kolli í sumar með myndböndum. Ég mun senda þessi lög frá mér sem singla, þannig að hvert og eitt lag njóti sín betur. Ég sé ekki fram á að gefa út plötu á næstunni, því mig langar að láta hvert lag lifa lengur,“ segir Herra Hnetusmjör að lokum og hvetur svo alla til að láta sjá sig á Þjóðhátið, sérstaklega þá sem kunna vel að meta hip hop tónlist.
Næturlíf Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira