Hollendingar steinlágu í Búlgaríu | Níu Grikkir náðu stigi í Brussel 25. mars 2017 21:45 Arjen Robben, leikmaður Hollands. vísir/getty Vonir hollenska landsliðsins um sæti á Heimsmeistaramótinu virðast vera að hverfa hægt og bítandi eftir óvænt 0-2 tap gegn Búlgaríu í kvöld en eftir leiki kvöldsins er Holland sex stigum á eftir toppliði Frakklands. Flestir áttu eflaust von á nokkuð öruggum sigri Hollendinga í kvöld en Spas Delev kom Búlgaríu yfir á 5. mínútu og fimmtán mínútum síðar var hann búinn að bæta við öðru marki. Danny Blind, þjálfari hollenska liðsins, reyndi að hreyfa við liðinu og koma sínum mönnum stað en án árangurs og fögnuðu Búlgarar því óvæntum sigri að leik loknum. Nágrannar Hollendinga í Belgíu áttu ekki betra kvöld en þeir þurftu að sætta sig við stig á heimavelli gegn Grikklandi þrátt fyrir að gríska liðið hafi fengið tvö rauð spjöld í leiknum. Konstantinos Mitroglou kom Grikklandi óvænt yfir með fyrstu marktilraun Grikkja í leiknum í upphafi seinni hálfleiks en hálftíma fyrir leikslok fékk Panagiotis Tachtsidis sitt annað gula spjald og léku Grikkirnir því manni færri það sem eftir lifði leiks. Romelu Lukaku jafnaði metin á 89. mínútu en í uppbótartíma var Georgios Tzavellas vikið af velli með seinna gula spjald sitt og voru gestirnir því aðeins níu síðustu mínútu leiksins. Það kom ekki að sök þar sem dómari leiksins sem hafði í nógu að snúast flautaði leikinn af stuttu síðar. Þá vann Frakkland 3-1 sigur á Lúxemborg á útivelli en Aurelien Joachim náði óvænt að jafna metin á 31. mínútu eftir að Olivier Giroud kom Frakklandi yfir. Antonio Griezmann kom Frökkum yfir á nýjan leik af vítapunktinum á 37. mínútu en Giroud innsiglaði sigurinn korteri fyrir leikslok með þriðja marki Frakklands.Úrslit kvöldsins: Belgía 1-1 Grikkland Búlgaría 2-0 Holland Lúxemborg 1-3 Frakkland Portúgal 3-0 Ungverjaland HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Vonir hollenska landsliðsins um sæti á Heimsmeistaramótinu virðast vera að hverfa hægt og bítandi eftir óvænt 0-2 tap gegn Búlgaríu í kvöld en eftir leiki kvöldsins er Holland sex stigum á eftir toppliði Frakklands. Flestir áttu eflaust von á nokkuð öruggum sigri Hollendinga í kvöld en Spas Delev kom Búlgaríu yfir á 5. mínútu og fimmtán mínútum síðar var hann búinn að bæta við öðru marki. Danny Blind, þjálfari hollenska liðsins, reyndi að hreyfa við liðinu og koma sínum mönnum stað en án árangurs og fögnuðu Búlgarar því óvæntum sigri að leik loknum. Nágrannar Hollendinga í Belgíu áttu ekki betra kvöld en þeir þurftu að sætta sig við stig á heimavelli gegn Grikklandi þrátt fyrir að gríska liðið hafi fengið tvö rauð spjöld í leiknum. Konstantinos Mitroglou kom Grikklandi óvænt yfir með fyrstu marktilraun Grikkja í leiknum í upphafi seinni hálfleiks en hálftíma fyrir leikslok fékk Panagiotis Tachtsidis sitt annað gula spjald og léku Grikkirnir því manni færri það sem eftir lifði leiks. Romelu Lukaku jafnaði metin á 89. mínútu en í uppbótartíma var Georgios Tzavellas vikið af velli með seinna gula spjald sitt og voru gestirnir því aðeins níu síðustu mínútu leiksins. Það kom ekki að sök þar sem dómari leiksins sem hafði í nógu að snúast flautaði leikinn af stuttu síðar. Þá vann Frakkland 3-1 sigur á Lúxemborg á útivelli en Aurelien Joachim náði óvænt að jafna metin á 31. mínútu eftir að Olivier Giroud kom Frakklandi yfir. Antonio Griezmann kom Frökkum yfir á nýjan leik af vítapunktinum á 37. mínútu en Giroud innsiglaði sigurinn korteri fyrir leikslok með þriðja marki Frakklands.Úrslit kvöldsins: Belgía 1-1 Grikkland Búlgaría 2-0 Holland Lúxemborg 1-3 Frakkland Portúgal 3-0 Ungverjaland
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira