Þýskaland áfram með fullt hús stiga | Sjáðu mörkin Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. mars 2017 18:00 Þýskaland er með fullt hús stiga þegar C-riðill undankeppni HM í Rússlandi 2018 er hálfnaður eftir öruggan 4-1 sigur á Azerbaijan í Baku í dag en Azerbaijan varð með því fyrsta liðið til að skora hjá Þýskalandi í undankeppninni. Þýska liðið var mun sterkari aðilinn og var afar ógnandi frá fyrstu mínútu. Var því ekki hægt að segja annað en að forystan væri verðskulduð þegar Andre Schürrle kom Þýskalandi yfir á 19. mínútu en tíu mínútum síðar jöfnuðu heimamennn með marki frá Dimitrij Nazarov sem leikur með Aue í 2. deild í Þýskalandi. Gestirnir frá Þýskalandi létu þetta ekki slá sig út af laginu og fimm mínútum síðar var búið að bæta við marki, Thomas Müller þar á ferðinni eftir undirbúning Schurrle. Mario Gomez bætti við þriðja marki Þjóðverja undir lok fyrri hálfleiks og innsiglaði í raun sigurinn um leið. Schurrle var aftur á ferðinni tíu mínútum fyrir leikslok og gekk endanlega frá leiknum með öðru marki sínu og fjórða marki Þýskalands sem hefur áfram skorað að meðaltali fjögur mörk í leik í undankeppninni. Í sama riðli fóru Tékkar til San Marino og gengu frá heimamönnum strax í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 5-0 fyrir gestina frá Tékklandi. Þeir slökuðu á klónni í seinni hálfleik og bættu ekki við forskotið fyrr en undir lok leiksins. Þá vann Armenía 2-0 sigur á Kasakstan á heimavelli en Henrikh Mkhitaryan kom Armenum á bragðið eftir að Kasakar misstu mann af velli stuttu áður. Stuttu síðar bætti Aras Ozbiliz við öðru marki Armena og gerði út um leikinn. Kasakar eru því áfram í botnsæti riðilsins en Armenar eiga enn veika von á að berjast um sæti á HM í Rússlandi en þeir eru með sex stig eftir fimm umferðir en hafa nú unnið tvo leiki í röð.Úrslit dagsins: Armenía 2-0 Kasakstan Azerbaijan 1-4 Þýskaland England 2-0 Litháen San Marinó 0-6 Tékkland HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Þýskaland er með fullt hús stiga þegar C-riðill undankeppni HM í Rússlandi 2018 er hálfnaður eftir öruggan 4-1 sigur á Azerbaijan í Baku í dag en Azerbaijan varð með því fyrsta liðið til að skora hjá Þýskalandi í undankeppninni. Þýska liðið var mun sterkari aðilinn og var afar ógnandi frá fyrstu mínútu. Var því ekki hægt að segja annað en að forystan væri verðskulduð þegar Andre Schürrle kom Þýskalandi yfir á 19. mínútu en tíu mínútum síðar jöfnuðu heimamennn með marki frá Dimitrij Nazarov sem leikur með Aue í 2. deild í Þýskalandi. Gestirnir frá Þýskalandi létu þetta ekki slá sig út af laginu og fimm mínútum síðar var búið að bæta við marki, Thomas Müller þar á ferðinni eftir undirbúning Schurrle. Mario Gomez bætti við þriðja marki Þjóðverja undir lok fyrri hálfleiks og innsiglaði í raun sigurinn um leið. Schurrle var aftur á ferðinni tíu mínútum fyrir leikslok og gekk endanlega frá leiknum með öðru marki sínu og fjórða marki Þýskalands sem hefur áfram skorað að meðaltali fjögur mörk í leik í undankeppninni. Í sama riðli fóru Tékkar til San Marino og gengu frá heimamönnum strax í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 5-0 fyrir gestina frá Tékklandi. Þeir slökuðu á klónni í seinni hálfleik og bættu ekki við forskotið fyrr en undir lok leiksins. Þá vann Armenía 2-0 sigur á Kasakstan á heimavelli en Henrikh Mkhitaryan kom Armenum á bragðið eftir að Kasakar misstu mann af velli stuttu áður. Stuttu síðar bætti Aras Ozbiliz við öðru marki Armena og gerði út um leikinn. Kasakar eru því áfram í botnsæti riðilsins en Armenar eiga enn veika von á að berjast um sæti á HM í Rússlandi en þeir eru með sex stig eftir fimm umferðir en hafa nú unnið tvo leiki í röð.Úrslit dagsins: Armenía 2-0 Kasakstan Azerbaijan 1-4 Þýskaland England 2-0 Litháen San Marinó 0-6 Tékkland
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira