Hollenska knattspyrnusambandið staðfesti rétt í þessu að ákveðið hefði verið að segja upp samningi Danny Blind sem þjálfara hollenska landsliðsins í knattspyrnu en undir hans stjórn er liðið í tómu tjóni í undankeppni HM 2018.
Það lítur allt út fyrir að hollenska liðið muni missa af öðru stórmótinu í röð en liðið er í allskonar vandræðum í A-riðli undankeppninnar fyrir HM í Rússlandi næsta sumar en Holland er sex stigum frá Frakklandi þegar undankeppnin er hálfnuð.
Einu tveir sigrar liðsins komu gegn Hvíta-Rússlandi og Lúxemborg en Holland náði aðeins jafntefli gegn Svíþjóð og var tap gegn Búlgaríu í gær á endanum banabiti Blind.
Mistókst honum eins og frægt er að rétta hollensku skútuna af þegar hann tók við hollenska landsliðinu af Guus Hiddink fyrir leikinn gegn Íslandi í Amsterdam árið 2015.
Sat hollenska landsliðið eftir í þeirri undankeppni aðeins ári eftir að hafa unnið til bronsverðlauna á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu.
Blind rekinn eftir tapið í Búlgaríu
Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mest lesið



Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar
Enski boltinn

Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn


Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
Íslenski boltinn


Adam Ægir á heimleið
Íslenski boltinn


„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn