Ferrari 360 Spider Beckhams falur Finnur Thorlacius skrifar 28. mars 2017 09:37 Ferrari 360 Spider í eigu David Beckham verður seldur á uppboði á morgun. Nóg verður samt eftir af góðum bílum í bílskúrnum hjá knattspyrnugoðinu. Fótboltastjarnan David Beckham er bæði frægur fyrir leikni sína á fótboltavellinum og aðlaðandi útlit, en einnig fyrir góðan og fremur dýran smekk fyrir bílum. Hann á vænt safn góðra bíla og á meðal annars Rolls Royce Ghost, Ferrari 612 Scaglietti, Audi S8, Porsche 911 blæjubíl, Bentley Mulsanne, Austin Martin V8 Volante af eldri gerðinni, Porsche 997 Turbo blæjubíl, Jaguar XJ, Lamborghini Gallardo, Rolls Royce Phantom, Chevrolet Camaro og auðvitað ekur kona hans á Range Rover Evoque sem hún átti þátt í að hanna með Land Rover. Beckham ætlar þó að fækka aðeins í safni sínu og selja Ferrari 360 Spider bíl sinn á uppboði, en þeim bíl er aðeins ekið 12.500 kílómetra og því eins og nýr, þrátt fyrir að vera af árgerð 2001. Í þessum bíl er 3,6 lítra V8, 395 hestafla vél og það dugar til að koma bílnum í 100 á 4,7 sekúndum. Þessi bíll er einn af 7.565 Spider bílum sem framleiddir voru. Eintak Beckham er með nokkrum aukahlutum, svo sem BBS ofurléttum álfelgum, keppnissætum með koltrefjum, þykkari rúðum til að minnka hljóð, Formúlu 1 gírkassa og sérhönnuðu Tubi pústkerfi. Svona bíll nýr frá Ferrari kostar 172.000 dollara en búist er við því að bíll Beckham fari á 110.000 til 120.000 dollara á uppboðinu sem haldið verður á morgun í Imperial War Museum í Duxford í Bretlandi. Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent
Fótboltastjarnan David Beckham er bæði frægur fyrir leikni sína á fótboltavellinum og aðlaðandi útlit, en einnig fyrir góðan og fremur dýran smekk fyrir bílum. Hann á vænt safn góðra bíla og á meðal annars Rolls Royce Ghost, Ferrari 612 Scaglietti, Audi S8, Porsche 911 blæjubíl, Bentley Mulsanne, Austin Martin V8 Volante af eldri gerðinni, Porsche 997 Turbo blæjubíl, Jaguar XJ, Lamborghini Gallardo, Rolls Royce Phantom, Chevrolet Camaro og auðvitað ekur kona hans á Range Rover Evoque sem hún átti þátt í að hanna með Land Rover. Beckham ætlar þó að fækka aðeins í safni sínu og selja Ferrari 360 Spider bíl sinn á uppboði, en þeim bíl er aðeins ekið 12.500 kílómetra og því eins og nýr, þrátt fyrir að vera af árgerð 2001. Í þessum bíl er 3,6 lítra V8, 395 hestafla vél og það dugar til að koma bílnum í 100 á 4,7 sekúndum. Þessi bíll er einn af 7.565 Spider bílum sem framleiddir voru. Eintak Beckham er með nokkrum aukahlutum, svo sem BBS ofurléttum álfelgum, keppnissætum með koltrefjum, þykkari rúðum til að minnka hljóð, Formúlu 1 gírkassa og sérhönnuðu Tubi pústkerfi. Svona bíll nýr frá Ferrari kostar 172.000 dollara en búist er við því að bíll Beckham fari á 110.000 til 120.000 dollara á uppboðinu sem haldið verður á morgun í Imperial War Museum í Duxford í Bretlandi.
Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent