Hafið auga með kínverska seðlabankanum Lars Christensen skrifar 29. mars 2017 07:00 Síðustu vikuna hefur verið nokkur titringur á fjármálamörkuðum heimsins og athygli fjölmiðla hefur beinst að misheppnuðum tilraunum Trumps forseta til að fá sjúkratryggingafrumvarp sitt samþykkt sem ástæðu fyrir þessari taugaspennu á mörkuðum. En sagan gæti verið mun flóknari og það er á engan hátt gefið að þetta snúist í raun um bandarísk stjórnmál. Það er hins vegar athyglisvert að tveir mikilvægustu seðlabankar heimsins hafa nýlega hert peningamarkaðsskilyrðin. Þannig er það vel þekkt að Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti 15. mars en athyglin hefur síður beinst að þeirri staðreynd að peningamarkaðsskilyrði Kína hafa líka verið hert nýlega.Herská ummæli Í fyrsta lagi leyfði kínverski seðlabankinn – Alþýðubanki Kína – kínverska gjaldmiðlinum renminbi að síga smám saman mestan hluta ársins 2016. Með þessu var óbeint losað um peningamálastefnuna. En á síðustu tveimur mánuðum hefur Alþýðubankinn bundið enda á þetta gengissig og í staðinn haldið renminbi að mestu leyti flötu gagnvart myntkörfu. Í öðru lagi hafa kínverskir stýrivextir hækkað skarpt síðan í nóvember, úr um það bil 2,75% í um það bil 4,5%. Þessir tveir þættir valda nokkuð harðari peningamarkaðsskilyrðum í Kína og nýleg ummæli seðlabankastjórans hafa líka verið nokkuð herská og gefið í skyn að ekki sé að vænta frekari losunar á peningamálastefnunni núna, þrátt fyrir að verðbólgan í Kína sé enn nokkuð undir 3% verðbólgumarkmiði. Það má vera að athyglin sé mikil á Donald Trump og Seðlabanka Bandaríkjanna en við megum aldrei hunsa það sem næststærsti seðlabanki í heimi gerir. Einmitt núna gæti hann verið að gera stefnumarkandi mistök – að herða peningamálastefnuna þegar hið gagnstæða gæti verið nauðsynlegt – og það gæti verið einn þeirra þátta sem valda þeim titringi sem við höfum séð á fjármálamörkuðum heimsins síðustu vikuna.Tímabundin stefnubreyting? Þess vegna er líka mjög góð ástæða til að hafa auga með aðgerðum Alþýðubanka Kína á næstu mánuðum og frá sjónarmiði Íslendinga er það sérlega mikilvægt þar sem Kína er stærsti ál- og orkunotandi í heimi. Þar af leiðandi getur ótímabær herðing á peningamálastefnu haft neikvæð áhrif á ál- og orkuverð. Það er hins vegar of snemmt að segja til um það hvort Alþýðubankinn sé að taka upp varanlega aðhaldsstefnu í peningamálum eða hvort þetta endurspeglar tilhneigingu kínverska seðlabankans til að hafa rykkjótta peningamálastefnu sem sveiflast nokkuð óreglulega á milli lausataka og aðhaldsstefnu. En engu að síður er mikilvægt að hafa auga með þessu – jafnvel frá sjónarhóli Íslendinga.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Síðustu vikuna hefur verið nokkur titringur á fjármálamörkuðum heimsins og athygli fjölmiðla hefur beinst að misheppnuðum tilraunum Trumps forseta til að fá sjúkratryggingafrumvarp sitt samþykkt sem ástæðu fyrir þessari taugaspennu á mörkuðum. En sagan gæti verið mun flóknari og það er á engan hátt gefið að þetta snúist í raun um bandarísk stjórnmál. Það er hins vegar athyglisvert að tveir mikilvægustu seðlabankar heimsins hafa nýlega hert peningamarkaðsskilyrðin. Þannig er það vel þekkt að Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti 15. mars en athyglin hefur síður beinst að þeirri staðreynd að peningamarkaðsskilyrði Kína hafa líka verið hert nýlega.Herská ummæli Í fyrsta lagi leyfði kínverski seðlabankinn – Alþýðubanki Kína – kínverska gjaldmiðlinum renminbi að síga smám saman mestan hluta ársins 2016. Með þessu var óbeint losað um peningamálastefnuna. En á síðustu tveimur mánuðum hefur Alþýðubankinn bundið enda á þetta gengissig og í staðinn haldið renminbi að mestu leyti flötu gagnvart myntkörfu. Í öðru lagi hafa kínverskir stýrivextir hækkað skarpt síðan í nóvember, úr um það bil 2,75% í um það bil 4,5%. Þessir tveir þættir valda nokkuð harðari peningamarkaðsskilyrðum í Kína og nýleg ummæli seðlabankastjórans hafa líka verið nokkuð herská og gefið í skyn að ekki sé að vænta frekari losunar á peningamálastefnunni núna, þrátt fyrir að verðbólgan í Kína sé enn nokkuð undir 3% verðbólgumarkmiði. Það má vera að athyglin sé mikil á Donald Trump og Seðlabanka Bandaríkjanna en við megum aldrei hunsa það sem næststærsti seðlabanki í heimi gerir. Einmitt núna gæti hann verið að gera stefnumarkandi mistök – að herða peningamálastefnuna þegar hið gagnstæða gæti verið nauðsynlegt – og það gæti verið einn þeirra þátta sem valda þeim titringi sem við höfum séð á fjármálamörkuðum heimsins síðustu vikuna.Tímabundin stefnubreyting? Þess vegna er líka mjög góð ástæða til að hafa auga með aðgerðum Alþýðubanka Kína á næstu mánuðum og frá sjónarmiði Íslendinga er það sérlega mikilvægt þar sem Kína er stærsti ál- og orkunotandi í heimi. Þar af leiðandi getur ótímabær herðing á peningamálastefnu haft neikvæð áhrif á ál- og orkuverð. Það er hins vegar of snemmt að segja til um það hvort Alþýðubankinn sé að taka upp varanlega aðhaldsstefnu í peningamálum eða hvort þetta endurspeglar tilhneigingu kínverska seðlabankans til að hafa rykkjótta peningamálastefnu sem sveiflast nokkuð óreglulega á milli lausataka og aðhaldsstefnu. En engu að síður er mikilvægt að hafa auga með þessu – jafnvel frá sjónarhóli Íslendinga.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun