Upphitun fyrir torfæru sumarsins Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2017 10:03 Mikið verður að gerast í sumar í íslensku torfærunni. Stefnt á 6 keppnir á Íslandsmótinu. FIA/NEZ mót verður í Ler í Noregi þar sem íslenskir þátttakendur munu keppa og svo verður keppt í Bandaríkjunum í október líkt og í fyrra, þar sem íslensku keppendurnir slógu í gegn og rúlluðu yfir heimabílana. Íslandsmeistarabíllinn er nú seldur, Íslandsmeistarinn Snorri keypti Drift-bíl í staðinn og ætlar greinilega að hasla sér völl á nýjum vettvangi. Þá var verið að kaupa mjög góðan og flottan bíl frá Noregi sem var að koma til landsins. Nokkrir bílar eru núna í smíðum og víst er að torfæran er vel á uppleið hér á landi um þessar mundir. Meðfylgjandi myndskeið er skemmtileg upphitun fyrir átök á komandi sumri og í því sjást margir af bestu töktum síðasta sumars. Ekkert skortir greinilega á þor íslenskra ökumanna og leikni við aksturinn, ekki síst við að bjarga sér úr ógöngum. En sjón er sögu ríkari, sem fyrr. Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent
Mikið verður að gerast í sumar í íslensku torfærunni. Stefnt á 6 keppnir á Íslandsmótinu. FIA/NEZ mót verður í Ler í Noregi þar sem íslenskir þátttakendur munu keppa og svo verður keppt í Bandaríkjunum í október líkt og í fyrra, þar sem íslensku keppendurnir slógu í gegn og rúlluðu yfir heimabílana. Íslandsmeistarabíllinn er nú seldur, Íslandsmeistarinn Snorri keypti Drift-bíl í staðinn og ætlar greinilega að hasla sér völl á nýjum vettvangi. Þá var verið að kaupa mjög góðan og flottan bíl frá Noregi sem var að koma til landsins. Nokkrir bílar eru núna í smíðum og víst er að torfæran er vel á uppleið hér á landi um þessar mundir. Meðfylgjandi myndskeið er skemmtileg upphitun fyrir átök á komandi sumri og í því sjást margir af bestu töktum síðasta sumars. Ekkert skortir greinilega á þor íslenskra ökumanna og leikni við aksturinn, ekki síst við að bjarga sér úr ógöngum. En sjón er sögu ríkari, sem fyrr.
Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent