Úrslit Söngvakeppninnar fara fram í Laugardalshöll á morgun, laugardag. Þá keppa sjö lög um að verða framlag Íslendinga í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Úkraínu í maí.
Valið á sigurlaginu verður með svipuðu sniði og síðastliðin ár. Atkvæði dómnefndar og símaatkvæði landsmanna vega jafnt í fyrsta vali.
Sjá einnig: Ný dómnefnd í Söngvakeppninni: Meirihlutinn erlendir fagmenn
Þá kemur í ljós hvaða tvö lög eru stigahæst og munu þau lög þá vera flutt aftur í svokölluðu einvígi. Að þeim flutningi loknum hefst ný símakosning.
Í það skipti ráðast úrslitin eingöngu með símakosningu landsmanna og atkvæði greidd í fyrri hluta gilda ekki í einvíginu. Áhrofendur þurfa því að kjósa aftur, til að tryggja sínu lagi brautargengi.
Lögin sem koma til greina eru:
1. Tonight (900 9901)
Lag og texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson
Flytjandi: Aron Hannes
2. Again (900 9902)
Lag og texti: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir
Flytjendur: Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir
3. Hypnotised (900 9903)
Lag: Þórunn Erna Clausen, Michael James Down og Aron Brink
Texti: Þórunn Erna Clausen og William Taylor
Flytjandi: Aron Brink
4. Bammbaramm (900 9904)
Lag og texti: Hildur Kristín Stefánsdóttir
Flytjandi: Hildur
5. Make your way back home (900 9905)
Lag og texti: Rúnar Eff
Flytjandi: Rúnar Eff
6. Paper (900 9906)
Lag: Svala Björgvinsdóttir, Einar Egilsson, Lester Mendez og Lily Elise
Texti: Svala Björgvinsdóttir og Lily Elise
Flytjandi: Svala
7. Is this love? (900 9907)
Lag og texti: Daði Freyr Pétursson
Flytjandi: Daði Freyr Pétursson
Svona verður kosningin í úrslitum Söngvakeppninnar

Tengdar fréttir

Fátt virðist geta komið í veg fyrir öruggan sigur Svölu
Ef marka má veðmálavefinn Betsson þá stefnir allt í öruggan sigur Svölu.

Afgerandi niðurstaða: Lesendur Vísis veðja á reynsluboltann
Úrslitakvöldið í Söngvakeppninni fer fram á laugardagskvöldið í Laugardalshöllinni og keppa þá sjö lög um það að komast alla leið í Eurovision-keppnina í Kænugarði sem haldin verður í maí.

Ný dómnefnd í Söngvakeppninni: Meirihlutinn erlendir fagmenn
Nýtt dómnefndarfyrirkomulag verður í Söngvakeppni á laugardaginn og verður alþjóðleg dómnefnd.