Volkswagen og Tata ætla að þróa saman bíla Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2017 09:00 Tata á meðal annars Jaguar Land Rover. Volkswagen og indverska bílafyrirtækið Tata ætla að rugla saman reitum og hanna í samstarfi undirvagna fyrir bíla, miðla tækni hvers annars og hugsanlega skapa saman heilu bílana. Þetta samstarf var handsalað á bílasýningunni í Genf sem núna stendur yfir. Viðræður milli þessara aðila hófust víst fyrir um ári síðan og eru núna skjalfestar. Beðið er eftir yfirlýsingum fyrirtækjanna þessa efnis en heimildir úr röðum beggja fyrirtækja staðfesta að þetta sé raunin. Volkswagen hefur lengi haft áhuga á að komast betur inná vanþróaðri bílamarkaði og með þessu samkomulagi styttir Volkswagen sér leið. Ávinningurinn er ekki minni fyrir Tata en aðgengi að tækninýjungum stærsta bílaframleiðanda heims opnar fyrirtækinu nýjan heim. Heimildir herma að samkomulagið milli þessara aðila sé ekki bindandi og gæti dísilvélahneyksli Volkswagen átt þar sinn þátt og frá hlið Volkswagen þá er ákveðin hræðsla við misheppnað samstarf við Suzuki vafalaust áhrifavaldur. Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent
Volkswagen og indverska bílafyrirtækið Tata ætla að rugla saman reitum og hanna í samstarfi undirvagna fyrir bíla, miðla tækni hvers annars og hugsanlega skapa saman heilu bílana. Þetta samstarf var handsalað á bílasýningunni í Genf sem núna stendur yfir. Viðræður milli þessara aðila hófust víst fyrir um ári síðan og eru núna skjalfestar. Beðið er eftir yfirlýsingum fyrirtækjanna þessa efnis en heimildir úr röðum beggja fyrirtækja staðfesta að þetta sé raunin. Volkswagen hefur lengi haft áhuga á að komast betur inná vanþróaðri bílamarkaði og með þessu samkomulagi styttir Volkswagen sér leið. Ávinningurinn er ekki minni fyrir Tata en aðgengi að tækninýjungum stærsta bílaframleiðanda heims opnar fyrirtækinu nýjan heim. Heimildir herma að samkomulagið milli þessara aðila sé ekki bindandi og gæti dísilvélahneyksli Volkswagen átt þar sinn þátt og frá hlið Volkswagen þá er ákveðin hræðsla við misheppnað samstarf við Suzuki vafalaust áhrifavaldur.
Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent