Allt sem þú þarft að vita um úrslit Söngvakeppninnar í kvöld Anton Egilsson skrifar 11. mars 2017 14:18 Þessir listamenn koma fram í kvöld. Vísir Úrslitakvöldið í Söngvakeppninni fer fram í kvöld í Laugardalshöllinni og keppa þá sjö lög um það að komast alla leið í Eurovision-keppnina í Kænugarði sem haldin verður í maí. Hefst keppnin á slaginu 19:45. Auk þeirra flytjenda sem keppast um að tryggja sér farseðilinn til Kænugarðs mun einnig stíga á stokk fyrrum sigurvegari Eurovision, hinn sænski Mäns Zelmerlöw, sem sigraði eftirminnilega í keppninni árið 2015 með laginu Heroes. Þá verður Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir kynnir keppninnar.Hvernig er sigurlagið valið ?Valið á sigurlaginu verður með svipuðu sniði og síðastliðin ár. Atkvæði dómnefndar og símaatkvæði landsmanna vega jafnt í fyrsta vali. Þá kemur í ljós hvaða tvö lög eru stigahæst og munu þau lög þá vera flutt aftur í svokölluðu úrslitaeinvígi. Að þeim flutningi loknum hefst svo ný símakosning. Í það skipti ráðast úrslitin eingöngu með símakosningu landsmanna og atkvæði greidd í fyrri hluta gilda ekki í einvíginu. Áhorfendur þurfa því að kjósa aftur, til að tryggja sínu lagi brautargengi.Dómnefnd kvöldsins.Nýtt dómnefndarfyrirkomulagÍ ár verður sú breyting á að dómnefndin er skipuð sjö fagmönnum sem koma hvaðanæva úr heiminum. Fjórir dómarar eru erlendir og þrír íslenskir. Sjá: Ný dómnefnd: Meirihluti erlendir fagmenn Þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert í Söngvakeppninni. Í dómnefndinni eru bæði Eurovision-sérfræðingar og fagfólk í tónlist og framleiðslu á tónlistar- og skemmtiefni. Er Mäns Zelmerlöw meðal þeirra sem eiga sæti í dómnefndinni. Þeir íslendingar sem eiga sæti í dómefndinni eru Snorri Helgason, tónlistarmaður, Andrea Gylfadóttir, söngkona, og Þórður Helgi Þórðarson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2.Bendir flest til sigurs SvöluFlest bendir til öruggs sigurs hjá Svölu Björgvinsdóttur í kvöld. Á fimmtudaginn var efnt var til skoðanakönnunar á Vísi en þar var einfaldlega spurt; Hvaða lag ætlar þú að kjósa í Söngvakeppninni ? Niðurstaða skoðanakönnunarinnar var afgerandi. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa rúmlega 9 þúsund manns greitt atkvæði og ætlar 50 prósent þeirra að kjósa lagið Paper með Svölu Björgvinsdóttur. Lagið Is this Love? með Daða Frey er í öðru sæti með 21 prósent atkvæða. Hjá veðmálafyrirtækinu Betsson er hægt að veðja á úrslitin í Söngvakeppninni. Ef rýnt er í þær tölur má sjá að Svala þykir langlíklegust meðal þeirra sem vilja veðja á úrslit þar en lag hennar Paper er með stuðulinn 1,35. Þetta þýðir einfaldlega það að ef þú leggur 1000 krónur undir, á Svölu og hún vinnur, þá færðu til baka 1.350 krónur. Nú, ef Svala vinnur ekki, þá er sérðu þúsund kallinn þinn ekki aftur. Og svo framvegis. Samkvæmt Betsson eru þeir Aronar, Hannes og Brink, auk Daða Freys líklegastir til að veita Svölu keppni. Þeir eru með stuðulinn 5,50. Sá sem hins vegar telst ólíklegastur til að sigra er Rúnar Eff með lagið Make your way home enn hann er með stuðulinn 17,50.Lögin sem koma til greinaAllir keppendur kvöldsins munu flytja lag sitt með enskum texta. Svona er röðin á lögunum:1. Tonight (900 9901)Lag og texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson Flytjandi: Aron Hannes 2. Again (900 9902)Lag og texti: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir Flytjendur: Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir 3. Hypnotised (900 9903)Lag: Þórunn Erna Clausen, Michael James Down og Aron Brink Texti: Þórunn Erna Clausen og William Taylor Flytjandi: Aron Brink 4. Bammbaramm (900 9904)Lag og texti: Hildur Kristín Stefánsdóttir Flytjandi: Hildur 5. Make your way back home (900 9905)Lag og texti: Rúnar Eff Flytjandi: Rúnar Eff 6. Paper (900 9906)Lag: Svala Björgvinsdóttir, Einar Egilsson, Lester Mendez og Lily Elise Texti: Svala Björgvinsdóttir og Lily Elise Flytjandi: Svala 7. Is this love? (900 9907)Lag og texti: Daði Freyr Pétursson Flytjandi: Daði Freyr Pétursson Eurovision Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Úrslitakvöldið í Söngvakeppninni fer fram í kvöld í Laugardalshöllinni og keppa þá sjö lög um það að komast alla leið í Eurovision-keppnina í Kænugarði sem haldin verður í maí. Hefst keppnin á slaginu 19:45. Auk þeirra flytjenda sem keppast um að tryggja sér farseðilinn til Kænugarðs mun einnig stíga á stokk fyrrum sigurvegari Eurovision, hinn sænski Mäns Zelmerlöw, sem sigraði eftirminnilega í keppninni árið 2015 með laginu Heroes. Þá verður Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir kynnir keppninnar.Hvernig er sigurlagið valið ?Valið á sigurlaginu verður með svipuðu sniði og síðastliðin ár. Atkvæði dómnefndar og símaatkvæði landsmanna vega jafnt í fyrsta vali. Þá kemur í ljós hvaða tvö lög eru stigahæst og munu þau lög þá vera flutt aftur í svokölluðu úrslitaeinvígi. Að þeim flutningi loknum hefst svo ný símakosning. Í það skipti ráðast úrslitin eingöngu með símakosningu landsmanna og atkvæði greidd í fyrri hluta gilda ekki í einvíginu. Áhorfendur þurfa því að kjósa aftur, til að tryggja sínu lagi brautargengi.Dómnefnd kvöldsins.Nýtt dómnefndarfyrirkomulagÍ ár verður sú breyting á að dómnefndin er skipuð sjö fagmönnum sem koma hvaðanæva úr heiminum. Fjórir dómarar eru erlendir og þrír íslenskir. Sjá: Ný dómnefnd: Meirihluti erlendir fagmenn Þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert í Söngvakeppninni. Í dómnefndinni eru bæði Eurovision-sérfræðingar og fagfólk í tónlist og framleiðslu á tónlistar- og skemmtiefni. Er Mäns Zelmerlöw meðal þeirra sem eiga sæti í dómnefndinni. Þeir íslendingar sem eiga sæti í dómefndinni eru Snorri Helgason, tónlistarmaður, Andrea Gylfadóttir, söngkona, og Þórður Helgi Þórðarson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2.Bendir flest til sigurs SvöluFlest bendir til öruggs sigurs hjá Svölu Björgvinsdóttur í kvöld. Á fimmtudaginn var efnt var til skoðanakönnunar á Vísi en þar var einfaldlega spurt; Hvaða lag ætlar þú að kjósa í Söngvakeppninni ? Niðurstaða skoðanakönnunarinnar var afgerandi. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa rúmlega 9 þúsund manns greitt atkvæði og ætlar 50 prósent þeirra að kjósa lagið Paper með Svölu Björgvinsdóttur. Lagið Is this Love? með Daða Frey er í öðru sæti með 21 prósent atkvæða. Hjá veðmálafyrirtækinu Betsson er hægt að veðja á úrslitin í Söngvakeppninni. Ef rýnt er í þær tölur má sjá að Svala þykir langlíklegust meðal þeirra sem vilja veðja á úrslit þar en lag hennar Paper er með stuðulinn 1,35. Þetta þýðir einfaldlega það að ef þú leggur 1000 krónur undir, á Svölu og hún vinnur, þá færðu til baka 1.350 krónur. Nú, ef Svala vinnur ekki, þá er sérðu þúsund kallinn þinn ekki aftur. Og svo framvegis. Samkvæmt Betsson eru þeir Aronar, Hannes og Brink, auk Daða Freys líklegastir til að veita Svölu keppni. Þeir eru með stuðulinn 5,50. Sá sem hins vegar telst ólíklegastur til að sigra er Rúnar Eff með lagið Make your way home enn hann er með stuðulinn 17,50.Lögin sem koma til greinaAllir keppendur kvöldsins munu flytja lag sitt með enskum texta. Svona er röðin á lögunum:1. Tonight (900 9901)Lag og texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson Flytjandi: Aron Hannes 2. Again (900 9902)Lag og texti: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir Flytjendur: Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir 3. Hypnotised (900 9903)Lag: Þórunn Erna Clausen, Michael James Down og Aron Brink Texti: Þórunn Erna Clausen og William Taylor Flytjandi: Aron Brink 4. Bammbaramm (900 9904)Lag og texti: Hildur Kristín Stefánsdóttir Flytjandi: Hildur 5. Make your way back home (900 9905)Lag og texti: Rúnar Eff Flytjandi: Rúnar Eff 6. Paper (900 9906)Lag: Svala Björgvinsdóttir, Einar Egilsson, Lester Mendez og Lily Elise Texti: Svala Björgvinsdóttir og Lily Elise Flytjandi: Svala 7. Is this love? (900 9907)Lag og texti: Daði Freyr Pétursson Flytjandi: Daði Freyr Pétursson
Eurovision Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira