Svala vann Söngvakeppni sjónvarpsins með laginu Paper í gærkvöldi. Hún mun því keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision í Kænugarði í Eurovision í maí.
Eftir fyrri umferðina þar sem atkvæði sjö manna alþjóðlegrar dómnefndar og símaatkvæði landsmanna vógu jafnt voru Svala Björginsdóttir og Daði Freyr Pétursson með flest atkvæði og fluttu þau lög sín aftur.
Að þeim flutningi loknum hófst ný símakosning. Að henni lokinni bara Svala sigur úr býtum.
Andri Marinó ljósmyndari var á staðnum fyrir Vísi. Myndirnar má sjá hér fyrir neðan.

