Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. mars 2017 07:00 „Ég hef ávallt sagt að ég teldi nasisma dauðan. Ég hafði rangt fyrir mér. Nasismi lifir enn á Vesturlöndum,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í Istanbúl í gær. Var hann þar að vísa til þess að tveimur ráðherrum tyrknesku ríkisstjórnarinnar hafi verið meinað að ávarpa tyrkneska innflytjendur í hollensku borginni Rotterdam á laugardag. Fjölskyldumálaráðherranum Fatma Betul Sayan Kaya var meinað að koma inn í skrifstofu ræðismanns Tyrkja í Rotterdam. Því næst fylgdi hollenska lögreglan honum að landamærunum við Þýskaland. Þá reyndi utanríkisráðherrann Mevlut Cavosoglu að fljúga til Hollands en var honum meinuð innganga í landið.Cavosoglu fékk hins vegar að fara til frönsku borgarinnar Metz. Þar hélt hann ræðu og sagði Holland höfuðvígi fasismans. Ráðherrarnir ætluðu að halda ræðu í Hollandi til þess að reyna að afla stuðnings við breytingartillögur á stjórnarskrá Tyrklands sem myndu færa forsetanum aukið vald. Kosið verður þann sextánda apríl og hefur afstaða Tyrkja sveiflast gríðarlega ef marka má kannanir. Þannig styðja 36 prósent tillöguna í könnun AKAM frá níunda mars, 52 prósent í könnun ORC frá sjöunda mars og 53 prósent í könnun MAK frá því annan mars. Erdogan varaði Hollendinga við því að þeir myndu þurfa að gjalda fyrir atvikið. „Við munum kenna þeim alþjóðasamskipti,“ sagði forsetinn í ræðu sinni við verðlaunaafhendingu í Istanbúl. Hann sagði hollensk stjórnvöld sýna Tyrkjum virðingarleysi. „Holland. Ef þið ætlið að fórna sambandi ríkjanna fyrir kosningarnar á miðvikudag munuð þið gjalda fyrir það,“ sagði Erdogan sem telur hollensku ríkisstjórnina ekki vilja taka á atvikinu í því skyni að halda ró í landinu í aðdraganda þingkosninga. Eins og Erdogan sagði er kosið í Hollandi á miðvikudag. Nýjustu kannanir benda til þess að Frelsis- og lýðræðisflokkurinn (VVD), flokkur forsætisráðherrans Mark Rutte, muni bera sigur úr býtum. Þó lítur úr fyrir að Frelsisflokkurinn (PVV), með Geert Wilders í fararbroddi, muni fá næstflest atkvæði og jafnvel skáka flokki Rutte. Þannig mælist VVD með 24 prósenta fylgi í könnun Peil sem birt var í gær. PVV mælist með 22 prósenta fylgi. Stóraukinn stuðningur við sjónarmið Wilders hefur sett svip á kosningabaráttuna. Einna helst stefnu hans í innflytjendamálum. Er Wilders þekktur fyrir andúð sína á íslam. „Ég hata ekki múslima, ég hata íslam,“ sagði hann til dæmis í viðtali við Guardian árið 2008. Þá má sjá flennistóran borða á Twitter-síðu Wilders sem á stendur: „STOP ISLAM #PVV2017“. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
„Ég hef ávallt sagt að ég teldi nasisma dauðan. Ég hafði rangt fyrir mér. Nasismi lifir enn á Vesturlöndum,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í Istanbúl í gær. Var hann þar að vísa til þess að tveimur ráðherrum tyrknesku ríkisstjórnarinnar hafi verið meinað að ávarpa tyrkneska innflytjendur í hollensku borginni Rotterdam á laugardag. Fjölskyldumálaráðherranum Fatma Betul Sayan Kaya var meinað að koma inn í skrifstofu ræðismanns Tyrkja í Rotterdam. Því næst fylgdi hollenska lögreglan honum að landamærunum við Þýskaland. Þá reyndi utanríkisráðherrann Mevlut Cavosoglu að fljúga til Hollands en var honum meinuð innganga í landið.Cavosoglu fékk hins vegar að fara til frönsku borgarinnar Metz. Þar hélt hann ræðu og sagði Holland höfuðvígi fasismans. Ráðherrarnir ætluðu að halda ræðu í Hollandi til þess að reyna að afla stuðnings við breytingartillögur á stjórnarskrá Tyrklands sem myndu færa forsetanum aukið vald. Kosið verður þann sextánda apríl og hefur afstaða Tyrkja sveiflast gríðarlega ef marka má kannanir. Þannig styðja 36 prósent tillöguna í könnun AKAM frá níunda mars, 52 prósent í könnun ORC frá sjöunda mars og 53 prósent í könnun MAK frá því annan mars. Erdogan varaði Hollendinga við því að þeir myndu þurfa að gjalda fyrir atvikið. „Við munum kenna þeim alþjóðasamskipti,“ sagði forsetinn í ræðu sinni við verðlaunaafhendingu í Istanbúl. Hann sagði hollensk stjórnvöld sýna Tyrkjum virðingarleysi. „Holland. Ef þið ætlið að fórna sambandi ríkjanna fyrir kosningarnar á miðvikudag munuð þið gjalda fyrir það,“ sagði Erdogan sem telur hollensku ríkisstjórnina ekki vilja taka á atvikinu í því skyni að halda ró í landinu í aðdraganda þingkosninga. Eins og Erdogan sagði er kosið í Hollandi á miðvikudag. Nýjustu kannanir benda til þess að Frelsis- og lýðræðisflokkurinn (VVD), flokkur forsætisráðherrans Mark Rutte, muni bera sigur úr býtum. Þó lítur úr fyrir að Frelsisflokkurinn (PVV), með Geert Wilders í fararbroddi, muni fá næstflest atkvæði og jafnvel skáka flokki Rutte. Þannig mælist VVD með 24 prósenta fylgi í könnun Peil sem birt var í gær. PVV mælist með 22 prósenta fylgi. Stóraukinn stuðningur við sjónarmið Wilders hefur sett svip á kosningabaráttuna. Einna helst stefnu hans í innflytjendamálum. Er Wilders þekktur fyrir andúð sína á íslam. „Ég hata ekki múslima, ég hata íslam,“ sagði hann til dæmis í viðtali við Guardian árið 2008. Þá má sjá flennistóran borða á Twitter-síðu Wilders sem á stendur: „STOP ISLAM #PVV2017“. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira