Óvenjulegt bílastæði Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2017 11:05 Líklegt má telja að meiningin hafi ekki verið að leggja þessum bíl þarna, en almennt teljast húsþök ekki góð bílastæði. Hinn óheppni ökumaður þessa Honda CR-V bíls í Taizhou í Kína hafði örugglega í huga að enda bílferð sína annarsstaðar en á þaki þessa húss. Það sem olli veru bílsins á þessum óvenjulega stað, eftir útskýringum ökumannsins, var aðkomandi bíll sem hann þurfti að sveigja fyrir. Með því missti hann stjórn á eigin bíl sem fyrir vikið endaði á þessum óvenjulega stað. Ökumanninum varð ekki meint af en það þurfti stiga til að koma honum ofan af þakinu. Það þurfti svo stóran krana til að koma bílnum ofan af þaki hússins, en allt sést þetta best með því að smella á myndskeiðið hér að ofan. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent
Líklegt má telja að meiningin hafi ekki verið að leggja þessum bíl þarna, en almennt teljast húsþök ekki góð bílastæði. Hinn óheppni ökumaður þessa Honda CR-V bíls í Taizhou í Kína hafði örugglega í huga að enda bílferð sína annarsstaðar en á þaki þessa húss. Það sem olli veru bílsins á þessum óvenjulega stað, eftir útskýringum ökumannsins, var aðkomandi bíll sem hann þurfti að sveigja fyrir. Með því missti hann stjórn á eigin bíl sem fyrir vikið endaði á þessum óvenjulega stað. Ökumanninum varð ekki meint af en það þurfti stiga til að koma honum ofan af þakinu. Það þurfti svo stóran krana til að koma bílnum ofan af þaki hússins, en allt sést þetta best með því að smella á myndskeiðið hér að ofan.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent