Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjórinn í Hveragerði, hélt Öskudaginn hátíðlegan á dögunum og fékk hún alla starfsmenn bæjarskrifstofunnar til að klæðast búningi á þessum skemmtilega degi.
Aldís segir frá þessu í bloggfærslu sinni á bloggspot-síðu bæjarstjórans.
„Öskudagurinn haldinn hátíðlegur út um allt í dag og við á bæjarskrifstofunni tókum þetta alla leið eins og margir! Næstum allir í metnaðarfullum og glæsilegum búningum og mikið fjör og gaman. Fórum meira að segja eins og börnin og sungum í bakaríinu fyrir smákökur og í bankanum fyrir nammi ! Nokkuð skemmtilegt bara og lífgaði óneitanlega uppá tilveruna,“ segir Aldís í færslunni en myndin sem fylgir fréttinni er frá Öskudeginum en Aldís er að öllum líkindum He-Man

