Ný Matrix-mynd sögð væntanleg Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2017 10:14 Carrie-Anne Moss og Keanu Reeves í The Matrix. Kvikmyndaverið Warner Bros er sagt ætla að gera nýja Matrix-mynd, tæpum átján árum eftir að sú fyrsta kom út árið 1999. Í upprunalegu myndinni lék Keanu Reeves hetjuna Neo og voru Wachowski-systurnar leikstjórar myndarinnar en þau verða öll fjarri góðu gamni í þessari endurgerð, að því er fram kemur á vef Hollywood Reporter. Leikarinn Michael B. Jordan hefur verið orðaður við aðalhlutverk myndarinnar og Zack Penn sagður eiga að skrifa handritið.Mashable fjallar um endurgerðina en þar kemur fram að Warner Bros hafi ekki viljað tjá sig að svo stöddu um málið. Á vef Mashable kemur fram að Lana og Lilly Wachowski, sem leikstýrðu og skrifuðu handritið að Matrix-þríleiknum (The Matrix, The Matrix Reloaded og The Matrix Revolutions,) verða líkt og fyrr segir ekki með en Keanu Reeves hefur áður látið hafa eftir sér að hann myndi aðeins taka þátt í annarri Matrix-mynd ef þær yrðu með. Warner Bros. er hins vegar sagt vonast til þess að nýja verkefnið muni njóta blessunar Wachowski-systranna og að þær muni jafnvel vera kvikmyndaverinu innan handar þegar kemur að þróun þess. Matrix-þríleikurinn þénaði um 1,6 milljarða dala í miðasölu á heimsvísu.Á vef The Hollywood Reporter kemur fram að Warner Bros. horfi til þess sem Disney hefur gert með Stjörnustríðs-bálkinn, það er að víkja frá aðalsöguþræðinum og gera hliðarsögur líkt og Disney hefur gert með Rogue One og væntanlegri Han Solo-mynd. Bíó og sjónvarp Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Kvikmyndaverið Warner Bros er sagt ætla að gera nýja Matrix-mynd, tæpum átján árum eftir að sú fyrsta kom út árið 1999. Í upprunalegu myndinni lék Keanu Reeves hetjuna Neo og voru Wachowski-systurnar leikstjórar myndarinnar en þau verða öll fjarri góðu gamni í þessari endurgerð, að því er fram kemur á vef Hollywood Reporter. Leikarinn Michael B. Jordan hefur verið orðaður við aðalhlutverk myndarinnar og Zack Penn sagður eiga að skrifa handritið.Mashable fjallar um endurgerðina en þar kemur fram að Warner Bros hafi ekki viljað tjá sig að svo stöddu um málið. Á vef Mashable kemur fram að Lana og Lilly Wachowski, sem leikstýrðu og skrifuðu handritið að Matrix-þríleiknum (The Matrix, The Matrix Reloaded og The Matrix Revolutions,) verða líkt og fyrr segir ekki með en Keanu Reeves hefur áður látið hafa eftir sér að hann myndi aðeins taka þátt í annarri Matrix-mynd ef þær yrðu með. Warner Bros. er hins vegar sagt vonast til þess að nýja verkefnið muni njóta blessunar Wachowski-systranna og að þær muni jafnvel vera kvikmyndaverinu innan handar þegar kemur að þróun þess. Matrix-þríleikurinn þénaði um 1,6 milljarða dala í miðasölu á heimsvísu.Á vef The Hollywood Reporter kemur fram að Warner Bros. horfi til þess sem Disney hefur gert með Stjörnustríðs-bálkinn, það er að víkja frá aðalsöguþræðinum og gera hliðarsögur líkt og Disney hefur gert með Rogue One og væntanlegri Han Solo-mynd.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira