Sherran á í raun svo gott sem öll lög á öllum topplistum um heim allan á Spotify, ef miðað er við topp 20.
Bretinn gaf á dögunum út plötuna ÷ sem er númer eitt á topplistum í Bretlandi, Bandaríkjunum og um alla Evrópu en enginn plata, eftir karlkyns listamann, hefur selst hraðar í sögunni. Hann seldi 451 þúsund eintök á einni viku eftir að platan kom út.