Að forðast sjóveiki Auður Jóhannesdóttir skrifar 15. mars 2017 12:00 Um helgina fengum við tíðindi af því að síðustu fjármagnshöftunum hefði verið aflýst og krónan fengi hér eftir að sigla óstudd um öldudali alþjóðahagkerfisins, hvort það þýðir að gengið styrkist, veikist eða standi í stað getur víst enginn sagt til um enn þá, hagfræði virðast vísindi óvissunnar. Við sama tækifæri fengum við óljósar vísbendingar um langþráðar vaxtalækkanir á komandi misserum og bíðum við flest spennt eftir efndum. Um síðustu áramót féllu niður verndartollar á flestum neysluvarningi sem fluttur er til landsins eftir að riðið hafði verið á vaðið ári áður með niðurfellingu tolla á fatnaði. Ofangreint og hagfelld þróun gengis fyrir innflutning ætti að boða bætta tíma fyrir íslenska verslun og íslenska neytendur. Þrátt fyrir þetta er samdráttur í innlendri fataverslun á milli ára og nýjar áskoranir skjóta upp kollinum. Stöndugir risar hafa boðað komu sína inn á markaðinn, sennilega þar sem þeir telja viðskiptaumhverfið loksins vera orðið samkeppnishæft. Það verður áhugavert að fylgjast með þróuninni næstu misseri, bæði viðbrögðum aðila sem fyrir eru og því hvernig risarnir bregðast við ölduganginum sem einkennir efnahagslífið hér á skerinu. Evrópskir kollegar mínir hvá við þegar ég segi sögur af húsaleigusamningum sem hækka um 20% á einu bretti eða kröfum launamanna um 30% launahækkanir, þeim finnst ég líka fyndin þegar mér finnst lítið koma til afsláttar upp á 2-3% eða kippi mér lítið upp við boðaðar verðhækkanir af svipaðri stærðargráðu. Í samhengi hlutanna hér á landi eru þessar prósentutölur nefnilega agnarsmáar, hér þarf afsláttur að hlaupa á tugum prósenta til að teljast merkilegur og meira púður fer í að fást við gengissveiflur upp á tugi hundraðshluta og margfaldan vaxtamun en hóflegar erlendar verðbreytingar. Sé litið til sögunnar virðist skammtímahugsun vera okkur eyjarskeggjum eðlislæg, við grípum gæsina þegar hún gefst og ég sé ekki fram á að ölduganginum linni á meðan við erum ekki tilbúin til að tjóðra eyjuna við næsta meginland. Konu leiðist að minnsta kosti ekki á meðan hún rekur fyrirtæki á eyju sem skoppar í hafinu, það er bara eins gott að hún lærði af afa sínum hvernig á að stíga ölduna til að komast hjá sjóveiki.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Um helgina fengum við tíðindi af því að síðustu fjármagnshöftunum hefði verið aflýst og krónan fengi hér eftir að sigla óstudd um öldudali alþjóðahagkerfisins, hvort það þýðir að gengið styrkist, veikist eða standi í stað getur víst enginn sagt til um enn þá, hagfræði virðast vísindi óvissunnar. Við sama tækifæri fengum við óljósar vísbendingar um langþráðar vaxtalækkanir á komandi misserum og bíðum við flest spennt eftir efndum. Um síðustu áramót féllu niður verndartollar á flestum neysluvarningi sem fluttur er til landsins eftir að riðið hafði verið á vaðið ári áður með niðurfellingu tolla á fatnaði. Ofangreint og hagfelld þróun gengis fyrir innflutning ætti að boða bætta tíma fyrir íslenska verslun og íslenska neytendur. Þrátt fyrir þetta er samdráttur í innlendri fataverslun á milli ára og nýjar áskoranir skjóta upp kollinum. Stöndugir risar hafa boðað komu sína inn á markaðinn, sennilega þar sem þeir telja viðskiptaumhverfið loksins vera orðið samkeppnishæft. Það verður áhugavert að fylgjast með þróuninni næstu misseri, bæði viðbrögðum aðila sem fyrir eru og því hvernig risarnir bregðast við ölduganginum sem einkennir efnahagslífið hér á skerinu. Evrópskir kollegar mínir hvá við þegar ég segi sögur af húsaleigusamningum sem hækka um 20% á einu bretti eða kröfum launamanna um 30% launahækkanir, þeim finnst ég líka fyndin þegar mér finnst lítið koma til afsláttar upp á 2-3% eða kippi mér lítið upp við boðaðar verðhækkanir af svipaðri stærðargráðu. Í samhengi hlutanna hér á landi eru þessar prósentutölur nefnilega agnarsmáar, hér þarf afsláttur að hlaupa á tugum prósenta til að teljast merkilegur og meira púður fer í að fást við gengissveiflur upp á tugi hundraðshluta og margfaldan vaxtamun en hóflegar erlendar verðbreytingar. Sé litið til sögunnar virðist skammtímahugsun vera okkur eyjarskeggjum eðlislæg, við grípum gæsina þegar hún gefst og ég sé ekki fram á að ölduganginum linni á meðan við erum ekki tilbúin til að tjóðra eyjuna við næsta meginland. Konu leiðist að minnsta kosti ekki á meðan hún rekur fyrirtæki á eyju sem skoppar í hafinu, það er bara eins gott að hún lærði af afa sínum hvernig á að stíga ölduna til að komast hjá sjóveiki.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun