Fatahönnunarnemar einblína á sjálfbærni í samstarfi við Rauða kross Íslands Ritstjórn skrifar 15. mars 2017 19:00 Fatahönnunarnemar sýna afrakstur vetrarins á morgun. Mynd/Ernir Á morgun munu 2. árs fatahönnunarnemar úr Listaháskóla Íslands sýna verkefni sín í samstarfi við Rauða kross Íslands. Samstarfið gengur út á það að rannsaka leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu á aðferðafræði hönnunar. Lögð er áhersla á tísku á Íslandi í tengslum við sjálfbærni. Með samstarfinu er sjónum beint á að haldi núverandi neyslumenning áfram á þessum skala geti það orðið manninum að falli. Verkefnið, sem ber heitið Misbrigði, er nú unnið í annað sinn enda gekk það vonum framar síðast og ljóst að endurvinnsla mun áfram spila veigamikið hlutverk í framtíðinni. Það að draga þurfi úr framleiðslu og breyta aðferðum þarf ekki að koma niður á sköpunargleðinni. Nemendur vinna aðeins með notuð föt og afganga við sköpun sína, ekkert nýtt er keypt. Verkefnið Misbrigði II er tvíþætt, fyrri hlutinn er sýndur á hefðbundinni tískusýningu á morgun en hinn seinni sem sýndur verður á HönnunarMars þar sem gestum gefst kostur á að skoða verk nemenda, kynna sér vinnuferlið og þann hvata sem lá að baki verkefninu. Mest lesið Ódýrast að versla Louis Vuitton í Bretlandi Glamour Upp með sólgleraugun Glamour Klæðumst skrautlegum skóm Glamour Draumakjólar frá hátískuvikunni Glamour Fjölskyldan saman í tónlistarmyndbandi Jay-Z Glamour Peysurnar hans Daða brátt fáanlegar almenningi Glamour Beyonce stórglæsileg á rauða dreglinum Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Vorstemning í glæsilegu boði Sensai Glamour Strigaskór og litríkar buxnadragtir í Kaupmannahöfn Glamour
Á morgun munu 2. árs fatahönnunarnemar úr Listaháskóla Íslands sýna verkefni sín í samstarfi við Rauða kross Íslands. Samstarfið gengur út á það að rannsaka leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu á aðferðafræði hönnunar. Lögð er áhersla á tísku á Íslandi í tengslum við sjálfbærni. Með samstarfinu er sjónum beint á að haldi núverandi neyslumenning áfram á þessum skala geti það orðið manninum að falli. Verkefnið, sem ber heitið Misbrigði, er nú unnið í annað sinn enda gekk það vonum framar síðast og ljóst að endurvinnsla mun áfram spila veigamikið hlutverk í framtíðinni. Það að draga þurfi úr framleiðslu og breyta aðferðum þarf ekki að koma niður á sköpunargleðinni. Nemendur vinna aðeins með notuð föt og afganga við sköpun sína, ekkert nýtt er keypt. Verkefnið Misbrigði II er tvíþætt, fyrri hlutinn er sýndur á hefðbundinni tískusýningu á morgun en hinn seinni sem sýndur verður á HönnunarMars þar sem gestum gefst kostur á að skoða verk nemenda, kynna sér vinnuferlið og þann hvata sem lá að baki verkefninu.
Mest lesið Ódýrast að versla Louis Vuitton í Bretlandi Glamour Upp með sólgleraugun Glamour Klæðumst skrautlegum skóm Glamour Draumakjólar frá hátískuvikunni Glamour Fjölskyldan saman í tónlistarmyndbandi Jay-Z Glamour Peysurnar hans Daða brátt fáanlegar almenningi Glamour Beyonce stórglæsileg á rauða dreglinum Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Vorstemning í glæsilegu boði Sensai Glamour Strigaskór og litríkar buxnadragtir í Kaupmannahöfn Glamour