Við spennum bogann svolítið hátt og látum illa Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. mars 2017 09:45 "Verkið er dálítil mósaík, kannski meira í ætt við ljóð en beinan söguþráð,“ segir Rúnar sem er bæði leikari í Endastöð-upphaf og leikstjóri. Vísir/Snorri Gunnarsson Í sýningunni er mikið að gerast og margt sem kemur á óvart. Þar er brugðið á leik og boðið til uppskeruhátíðar og veislu,“ segir Rúnar Guðbrandsson, leikari og leikstjóri, um sýninguna Endastöð-upphaf sem frumsýnd verður í Tjarnarbíói í kvöld, 16. mars, klukkan 20.30. Rúnar segir um frumsköpun að ræða sem hafi verið í gerjun á þessu 25 ára afmælisári sviðslistahópsins Loka. Auk hans verði þau Árni Pétur Guðjónsson, Aðalbjörg Árnadóttir og Kjartan Darri Kristjánsson á sviðinu. Verkið fjallar um upphafið, ástina og dauðann að sögn Rúnars. „En það er svolítið skrítið í laginu því ekki er um hefðbundið leikrit að ræða heldur vinnustofuferli. Í kvöld er fólki leyft að sjá hvernig verkefnið stendur núna,“ tekur hann fram.“ Rúnar segir þá æskuvinina hann og Árna Pétur Guðjónsson aðallega hafa látið boltann rúlla. „Leikur okkar hefur borist víða, við vorum meðal annars með uppákomur á Tenerife, bæði á víðavangi og á myndböndum,“ upplýsir hann. „Litið er til fortíðar því að hluta til fjöllum við um okkar samskipti og samstarf gegnum tíðina en setjum hlutina í vítt samhengi, notum senur úr heimsbókmenntunum og blöndu af tónlist og dansi. Heimurinn sem við sköpum er bæði himnaríki og helvíti,“ segir Rúnar og ítrekar að margs konar listform komi við sögu, hreyfilist, myndlist, orðlist, hljóðverk og leiklist. „Sýningunni lýkur ekki, hún kemur til með að þróast áfram og lifa áfram í ýmsum myndum, jafnvel í myndlistargalleríum, kvikmyndahúsum og víðar. Þar er verið að kveðja ýmislegt og segja skilið við margt til þess að halda áfram,“ útskýrir hann. Leiksýningin er samt ansi mögnuð, að sögn leikstjórans. „Við bregðum okkur í allra kvikinda líki, það eru sóttir textar víða að og sketsar úr leikverkum, til þess þó að segja ákveðna sögu,“ segir Rúnar og heldur áfram: „Frásögnin er lík ljóði því hún er opin til túlkunar. Þetta er mósaíkverk, mikið ferðalag og margs konar stemning. Við spennum bogann svolítið hátt og leyfum okkur að láta illa því alltaf er gaman í Ólátagarði.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. mars 2017 Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Í sýningunni er mikið að gerast og margt sem kemur á óvart. Þar er brugðið á leik og boðið til uppskeruhátíðar og veislu,“ segir Rúnar Guðbrandsson, leikari og leikstjóri, um sýninguna Endastöð-upphaf sem frumsýnd verður í Tjarnarbíói í kvöld, 16. mars, klukkan 20.30. Rúnar segir um frumsköpun að ræða sem hafi verið í gerjun á þessu 25 ára afmælisári sviðslistahópsins Loka. Auk hans verði þau Árni Pétur Guðjónsson, Aðalbjörg Árnadóttir og Kjartan Darri Kristjánsson á sviðinu. Verkið fjallar um upphafið, ástina og dauðann að sögn Rúnars. „En það er svolítið skrítið í laginu því ekki er um hefðbundið leikrit að ræða heldur vinnustofuferli. Í kvöld er fólki leyft að sjá hvernig verkefnið stendur núna,“ tekur hann fram.“ Rúnar segir þá æskuvinina hann og Árna Pétur Guðjónsson aðallega hafa látið boltann rúlla. „Leikur okkar hefur borist víða, við vorum meðal annars með uppákomur á Tenerife, bæði á víðavangi og á myndböndum,“ upplýsir hann. „Litið er til fortíðar því að hluta til fjöllum við um okkar samskipti og samstarf gegnum tíðina en setjum hlutina í vítt samhengi, notum senur úr heimsbókmenntunum og blöndu af tónlist og dansi. Heimurinn sem við sköpum er bæði himnaríki og helvíti,“ segir Rúnar og ítrekar að margs konar listform komi við sögu, hreyfilist, myndlist, orðlist, hljóðverk og leiklist. „Sýningunni lýkur ekki, hún kemur til með að þróast áfram og lifa áfram í ýmsum myndum, jafnvel í myndlistargalleríum, kvikmyndahúsum og víðar. Þar er verið að kveðja ýmislegt og segja skilið við margt til þess að halda áfram,“ útskýrir hann. Leiksýningin er samt ansi mögnuð, að sögn leikstjórans. „Við bregðum okkur í allra kvikinda líki, það eru sóttir textar víða að og sketsar úr leikverkum, til þess þó að segja ákveðna sögu,“ segir Rúnar og heldur áfram: „Frásögnin er lík ljóði því hún er opin til túlkunar. Þetta er mósaíkverk, mikið ferðalag og margs konar stemning. Við spennum bogann svolítið hátt og leyfum okkur að láta illa því alltaf er gaman í Ólátagarði.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. mars 2017
Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira