Aflraunamaðurinn og leikarinn Hafþór Júlíus Björnsson er í aðalhlutverki í myndbandinu og lætur Greta hann heldur betur hafa fyrir því í ræktinni. Myndbandið er framleitt af framleiðslufyrirtækinu Silent en það er Ásgeir Helgi Magnússon sem leikstýrir því.
Hér að neðan má sjá nýjasta myndbandið frá Gretu en hún var með þrenna tónleika um helgina, í Eldborgarsal Hörpu og tvenna í Hofi á Akureyri. Uppselt var á þá alla.
Eiga ekki öll þessi lög að vera í spilun á helstu útvarpsstöðvum landsins?