Kristján snýr aftur í Tosca: „Þetta er minn stríðshestur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. mars 2017 16:00 Þetta verður í 397. skipti sem Kristján fer með hlutverk Cavaradossi. Vísir/ÞÖK/Vilhelm. Íslenska óperan mun frumsýna óperuna Tosca eftir Giacomo Puccini þann 21. október næstkomandi. Kristján Jóhannsson mun fara með eitt aðalhlutverkanna en Kristján þekkir það hlutverk afar vel. „Ég veit ekki betur en að það sé 396 sinnum. Þetta er minn stríðshestur.“ segir Kristján í samtali við Vísi aðspurður um hversu oft hann hafi farið með hlutverk málarans Cavaradossi í óperunni. Kristján söng hlutverkið í frægri sýningu í Þjóðleikhúsinu árið 1986 auk þess sem hann hefur túlkað Cavaradossi víða um heim, þar á meðal í Metropolitan-óperunni frægu í New York. Með hlutverk Toscu fer rómuð bresk söngkona, Claire Rutter, sem á mjög farsælan feril að baki. Baritónsöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarson syngur hlutverk illmennisins Scarpia og Bjarni Frímann Bjarnason er hljómsveitarstjóri. Kristján segist vera mjög spenntur fyrir því að vinna með þessum listamönnum og á von á glæsilegri uppsetningu. „Ég er mjög hamingjusamur að vinna með Ólafi Kjartani í fyrsta skipti,“ segir Kristján. „Síðast en ekki síst er ég spenntur fyrir að vinna með þeim unga hæfileikamanni Bjarna Frímanni sem ætlar að stjórna. Mér sýnist valinn maður í hverju rúmi.“ Kristján hefur ekki tekið þátt í uppfærslu Íslensku óperunnar frá því árið 2009 en Kristján segir að kannski hafi þær uppsetningar sem óperan hafi staðið fyrir á undanförnum árum ekki endilega hentað honum. „Ég er í þykkari og þyngri kantinum sem tenór og mikið í ítölsku verkunum, þar á ég best heima. Það er komið að því núna og þá er bara að gera það með stæl,“ segir Kristján sem sér sjálfan sig í hlutverki Cavaradossi. „Mér finnst ég bara vera nánast eins og Cavaradossi. Hann er ástríðufullur og elskar heitt. Fyrir utan það er hann listamaður og það er allt sem að hæfir mér vel þarna. Ég upplifi sjálfan mig svolítið þar.“ Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Íslenska óperan mun frumsýna óperuna Tosca eftir Giacomo Puccini þann 21. október næstkomandi. Kristján Jóhannsson mun fara með eitt aðalhlutverkanna en Kristján þekkir það hlutverk afar vel. „Ég veit ekki betur en að það sé 396 sinnum. Þetta er minn stríðshestur.“ segir Kristján í samtali við Vísi aðspurður um hversu oft hann hafi farið með hlutverk málarans Cavaradossi í óperunni. Kristján söng hlutverkið í frægri sýningu í Þjóðleikhúsinu árið 1986 auk þess sem hann hefur túlkað Cavaradossi víða um heim, þar á meðal í Metropolitan-óperunni frægu í New York. Með hlutverk Toscu fer rómuð bresk söngkona, Claire Rutter, sem á mjög farsælan feril að baki. Baritónsöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarson syngur hlutverk illmennisins Scarpia og Bjarni Frímann Bjarnason er hljómsveitarstjóri. Kristján segist vera mjög spenntur fyrir því að vinna með þessum listamönnum og á von á glæsilegri uppsetningu. „Ég er mjög hamingjusamur að vinna með Ólafi Kjartani í fyrsta skipti,“ segir Kristján. „Síðast en ekki síst er ég spenntur fyrir að vinna með þeim unga hæfileikamanni Bjarna Frímanni sem ætlar að stjórna. Mér sýnist valinn maður í hverju rúmi.“ Kristján hefur ekki tekið þátt í uppfærslu Íslensku óperunnar frá því árið 2009 en Kristján segir að kannski hafi þær uppsetningar sem óperan hafi staðið fyrir á undanförnum árum ekki endilega hentað honum. „Ég er í þykkari og þyngri kantinum sem tenór og mikið í ítölsku verkunum, þar á ég best heima. Það er komið að því núna og þá er bara að gera það með stæl,“ segir Kristján sem sér sjálfan sig í hlutverki Cavaradossi. „Mér finnst ég bara vera nánast eins og Cavaradossi. Hann er ástríðufullur og elskar heitt. Fyrir utan það er hann listamaður og það er allt sem að hæfir mér vel þarna. Ég upplifi sjálfan mig svolítið þar.“
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira