Almennt stand Magnús Guðmundsson skrifar 1. mars 2017 07:00 Það er fátt sem Íslendingar hafa lengur haft í hávegum en framkvæmdamenn, eða svokallaða dúera á mjög vondri íslensku. Dúerinn er karlmaður, af einhverjum ástæðum afar sjaldan kona, sem lætur ekkert stoppa sig heldur framkvæmir af krafti og býr til verðmæti eða réttara sagt peninga. Oft hefur framkvæmdagleðin reynst vel en hún hefur líka komið þjóðinni á kaldan klaka eins og dæmin frá efnahagshruninu sanna, þegar margur var sannfærður um að velgengnina ætti þjóðin að þakka útrásarvíkingunum. Þeir voru nefnilega dúerar sem framkvæmdu á meðan útlendingarnir voru bara eitthvað að hugsa málin. En svo fór sem fór, alveg umhugsunarlaust. En það er nú verkurinn, eins og Björn í Brekkukoti hefði efalítið haft á orði um slíkan æðibunugang, að það hefur sína vankanta að framkvæma fyrst og hugsa svo. Það er þó ekki ætlunin að vera að agnúast út í dúerana sem slíka. Framkvæmdagleði og frumkraftur eru hverju samfélagi mikilvæg rétt eins og hugsunin. Hugsunin felur nefnilega líka í sér arðsemi og það meira að segja í víðasta skilningi þess orðs. Þetta vissi Jón Ólafsson frá Grunnavík sem skrifaði ritið Hagþenkir árið 1773. Hagþenkir fjallaði um „almennt stand á Íslandi“, lærdóm og bókiðnir. Eftir þessu handriti, sem var gefið út 1996, nefna höfundar fræðirita og kennslugagna félag sitt en í dag afhendir þetta góða félag viðurkenningu Hagþenkis fyrir árið sem leið. Viðurkenning Hagþenkis hefur verið veitt árlega síðan 1987 og þegar tilnefningar ársins eru skoðaðar þá kemur það skemmtilega á óvart hversu mikið kemur út af fræðandi og vönduðu efni á þessu litla landi þrátt fyrir allt. Auk þess sem það er ástæða til þess að óska höfundunum öllum til hamingju með tilnefningarnar, þá er um leið umhugsunarefni fyrir okkur sem þjóð hvort við þurfum ekki að meta hagræn áhrif hugsunar miklum mun meira. Slík hugarfarsbreyting gæti án efa verið til góðs fyrir almennt stand á Íslandi þegar til lengri tíma er litið. Íslenskt samfélag þarf að átta sig betur á því að menntun, vísindi, rannsóknir, fræðastarf og listir geta haft gríðarlega jákvæð áhrif á lífsafkomu landsmanna. Þessu er ekki síst beint til ráðamanna í ljósi þess hversu sparlega við fjárfestum í starfi háskóla og annarra mennta- og fræðastofnana í samanburði við okkar ágætu grannþjóðir. Það er auðvitað tilgangslaust að velta þessu yfir á eitt ráðuneyti eða að láta þetta snúast um fjárframlög til einnar menntastofnunar, vegna þess að þetta snýst um endurskoðað gildismat og að því þurfum við öll að koma. Ágætt dæmi er að í dag snýst arðsemi á Íslandi mest um ferðaþjónustuna og satt best að segja sýnist manni að þar sé ekki allt framkvæmt af skynsemi og yfirvegun. Skyndigróðavon og skammtímahugsun gæti farið langt með að fara illa með vænlega atvinnugrein og náttúru landsins ef ekki er varlega farið. Þess vegna skulum við tileinka okkur að fara fram meira af forsjá en kappi og huga betur að almennu standi mennta, fræða, vísinda og lista á landinu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Það er fátt sem Íslendingar hafa lengur haft í hávegum en framkvæmdamenn, eða svokallaða dúera á mjög vondri íslensku. Dúerinn er karlmaður, af einhverjum ástæðum afar sjaldan kona, sem lætur ekkert stoppa sig heldur framkvæmir af krafti og býr til verðmæti eða réttara sagt peninga. Oft hefur framkvæmdagleðin reynst vel en hún hefur líka komið þjóðinni á kaldan klaka eins og dæmin frá efnahagshruninu sanna, þegar margur var sannfærður um að velgengnina ætti þjóðin að þakka útrásarvíkingunum. Þeir voru nefnilega dúerar sem framkvæmdu á meðan útlendingarnir voru bara eitthvað að hugsa málin. En svo fór sem fór, alveg umhugsunarlaust. En það er nú verkurinn, eins og Björn í Brekkukoti hefði efalítið haft á orði um slíkan æðibunugang, að það hefur sína vankanta að framkvæma fyrst og hugsa svo. Það er þó ekki ætlunin að vera að agnúast út í dúerana sem slíka. Framkvæmdagleði og frumkraftur eru hverju samfélagi mikilvæg rétt eins og hugsunin. Hugsunin felur nefnilega líka í sér arðsemi og það meira að segja í víðasta skilningi þess orðs. Þetta vissi Jón Ólafsson frá Grunnavík sem skrifaði ritið Hagþenkir árið 1773. Hagþenkir fjallaði um „almennt stand á Íslandi“, lærdóm og bókiðnir. Eftir þessu handriti, sem var gefið út 1996, nefna höfundar fræðirita og kennslugagna félag sitt en í dag afhendir þetta góða félag viðurkenningu Hagþenkis fyrir árið sem leið. Viðurkenning Hagþenkis hefur verið veitt árlega síðan 1987 og þegar tilnefningar ársins eru skoðaðar þá kemur það skemmtilega á óvart hversu mikið kemur út af fræðandi og vönduðu efni á þessu litla landi þrátt fyrir allt. Auk þess sem það er ástæða til þess að óska höfundunum öllum til hamingju með tilnefningarnar, þá er um leið umhugsunarefni fyrir okkur sem þjóð hvort við þurfum ekki að meta hagræn áhrif hugsunar miklum mun meira. Slík hugarfarsbreyting gæti án efa verið til góðs fyrir almennt stand á Íslandi þegar til lengri tíma er litið. Íslenskt samfélag þarf að átta sig betur á því að menntun, vísindi, rannsóknir, fræðastarf og listir geta haft gríðarlega jákvæð áhrif á lífsafkomu landsmanna. Þessu er ekki síst beint til ráðamanna í ljósi þess hversu sparlega við fjárfestum í starfi háskóla og annarra mennta- og fræðastofnana í samanburði við okkar ágætu grannþjóðir. Það er auðvitað tilgangslaust að velta þessu yfir á eitt ráðuneyti eða að láta þetta snúast um fjárframlög til einnar menntastofnunar, vegna þess að þetta snýst um endurskoðað gildismat og að því þurfum við öll að koma. Ágætt dæmi er að í dag snýst arðsemi á Íslandi mest um ferðaþjónustuna og satt best að segja sýnist manni að þar sé ekki allt framkvæmt af skynsemi og yfirvegun. Skyndigróðavon og skammtímahugsun gæti farið langt með að fara illa með vænlega atvinnugrein og náttúru landsins ef ekki er varlega farið. Þess vegna skulum við tileinka okkur að fara fram meira af forsjá en kappi og huga betur að almennu standi mennta, fræða, vísinda og lista á landinu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. mars.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun