Áttan segist ekki hafa keypt áhorf Stefán Þór Hjartarson skrifar 2. mars 2017 10:00 Eins og sjá má er nýjasta lag Áttunnar gífurlega vinsælt. Nokkur umræða hefur skapast í kringum nýjasta lag Áttunnar, Neinei – en einhverjum notendum á Twitter þótti lagið vera komið með heldur háar áhorfstölur, en á þessari rúmlega viku síðan laginu var hlaðið upp á YouTube er það komið með rúm 182 þúsund áhorf sem verða að teljast undraverðar tölur, en til samanburðar má nefna að hið geysivinsæla lag Emmsjé Gauta, Strákarnir, stendur í 610 þúsund áhorfum, en það kom inn í ágúst 2015. „Það er náttúrulega algjör della,“ segir Aron Ingi Davíðsson, einn liðsmaður Áttunnar, um þær ásakanir að þetta séu keypt áhorf. „Nökkvi Fjalar póstaði mynd af „statistic“ fyrir lagið af YouTube og þar sést að 95,7% af okkar áhorfi kemur frá íslensku fólki. Þannig að það er ekkert mál að sýna fram á að þetta er della. Þessir keyptu fylgjendur eru alltaf erlendir, það er ekki hægt að fá svona hérna heima,“ segir Aron og leggur áherslu á að Áttu-teymið hafi lagt hart að sér við að búa til skemmtilegt efni fyrir aðdáendur sína.Hvers vegna að kaupa fylgjendur? Það er kannski ekkert skrýtið að fólki detti í hug að um svindl sé að ræða því nú til dags virðist leikur einn að kaupa áhorf, „like“ og fylgjendur. „Það eru ótal þjónustur, mis-fullkomnar, þar sem er leikur einn að kaupa sér viðbrögð, þ.e. athugasemdir og „like“. Sumar þjónustur gera þetta mjög sannfærandi. Hjá Takumi höfum við séð keypt „like“ frá prófílum sem líta út fyrir að vera í eigu einhvers, en eru í rauninni búnir til með forritum,“ segir Jökull Sólberg Auðunsson hjá Takumi spurður að því hvernig hægt sé að verða sér úti um illa fengin „likes“ og áhorf. Jökull segir að tilgangur þess að kaupa sér áhorf eða fylgjendur sé fyrst og fremst sá að vekja athygli á sjálfum sér og verða sér úti um „lífræna“ fylgjendur. Jökull segir að hjá Takumi sé farið vel yfir umsækjendur hjá þeim og gengið úr skugga um að slíkum bellibrögðum sé ekki beitt hjá áhrifavöldum sem fyrirtækið tekur inn í þjónustu sína. Ýmis brögð eru notuð til að koma sér á framfæri enda getur verið um mikla fjármuni að ræða – velgengni á samfélagsmiðlum getur skilað sér í háum launum fyrir suma og ókeypis varningi frá fyrirtækjum sem sýna áhuga. „Það er allur gangur á þessu. Lúmskast er að láta eitthvert forrit „engage-a“ við aðra til að þú komir upp í „notification“ og verðir þér þannig úti um „follow“ sem er ekki 100% svindl en mér finnst samt ekki vera „organic“. Við erum mjög ströng á þessu hjá Takumi og höfum þurft að neita rúmlega 50% þeirra sem hafa sótt appið okkar um inngöngu út af svona rugli,“ segir Jökull.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Áttan Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
Nokkur umræða hefur skapast í kringum nýjasta lag Áttunnar, Neinei – en einhverjum notendum á Twitter þótti lagið vera komið með heldur háar áhorfstölur, en á þessari rúmlega viku síðan laginu var hlaðið upp á YouTube er það komið með rúm 182 þúsund áhorf sem verða að teljast undraverðar tölur, en til samanburðar má nefna að hið geysivinsæla lag Emmsjé Gauta, Strákarnir, stendur í 610 þúsund áhorfum, en það kom inn í ágúst 2015. „Það er náttúrulega algjör della,“ segir Aron Ingi Davíðsson, einn liðsmaður Áttunnar, um þær ásakanir að þetta séu keypt áhorf. „Nökkvi Fjalar póstaði mynd af „statistic“ fyrir lagið af YouTube og þar sést að 95,7% af okkar áhorfi kemur frá íslensku fólki. Þannig að það er ekkert mál að sýna fram á að þetta er della. Þessir keyptu fylgjendur eru alltaf erlendir, það er ekki hægt að fá svona hérna heima,“ segir Aron og leggur áherslu á að Áttu-teymið hafi lagt hart að sér við að búa til skemmtilegt efni fyrir aðdáendur sína.Hvers vegna að kaupa fylgjendur? Það er kannski ekkert skrýtið að fólki detti í hug að um svindl sé að ræða því nú til dags virðist leikur einn að kaupa áhorf, „like“ og fylgjendur. „Það eru ótal þjónustur, mis-fullkomnar, þar sem er leikur einn að kaupa sér viðbrögð, þ.e. athugasemdir og „like“. Sumar þjónustur gera þetta mjög sannfærandi. Hjá Takumi höfum við séð keypt „like“ frá prófílum sem líta út fyrir að vera í eigu einhvers, en eru í rauninni búnir til með forritum,“ segir Jökull Sólberg Auðunsson hjá Takumi spurður að því hvernig hægt sé að verða sér úti um illa fengin „likes“ og áhorf. Jökull segir að tilgangur þess að kaupa sér áhorf eða fylgjendur sé fyrst og fremst sá að vekja athygli á sjálfum sér og verða sér úti um „lífræna“ fylgjendur. Jökull segir að hjá Takumi sé farið vel yfir umsækjendur hjá þeim og gengið úr skugga um að slíkum bellibrögðum sé ekki beitt hjá áhrifavöldum sem fyrirtækið tekur inn í þjónustu sína. Ýmis brögð eru notuð til að koma sér á framfæri enda getur verið um mikla fjármuni að ræða – velgengni á samfélagsmiðlum getur skilað sér í háum launum fyrir suma og ókeypis varningi frá fyrirtækjum sem sýna áhuga. „Það er allur gangur á þessu. Lúmskast er að láta eitthvert forrit „engage-a“ við aðra til að þú komir upp í „notification“ og verðir þér þannig úti um „follow“ sem er ekki 100% svindl en mér finnst samt ekki vera „organic“. Við erum mjög ströng á þessu hjá Takumi og höfum þurft að neita rúmlega 50% þeirra sem hafa sótt appið okkar um inngöngu út af svona rugli,“ segir Jökull.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áttan Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira