Flóki virðist hafa fundið Ísland í nýrri stiklu Vikings Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. mars 2017 15:18 Ísland verður í aðalhlutverki í fimmtu þáttaraðar sjónvarpsþáttanna Vikings ef marka má nýja stiklu fyrir þættina. Flóki, persóna í þáttunum, skolar upp á strendur Íslands í stiklunni. Stiklan var gefin út í tilefni þess að sýningum á fjórðu þáttaröð Vikings var að ljúka en ekki liggur fyrir hvenær fimmta þáttaröðin verður sýnd. Áður hafi Michael Hirst, höfundur þáttanna, greint frá því að Ísland yrðu sögusvið þáttanna.Í stiklunni má sjá Flóka, sem leikinn er af Gustaf Skarsgård, veltast um í fjöru sem líkist Reynisfjöru. Í þáttunum hafði Flóki áður lýst því yfir að hann myndi fara þangað sem „guðirnir myndu leiða hann“ og sá staður virðist vera Ísland. Leiddar hafa verið líkur að því að Flóki sé að einhverju leyti byggður á Hrafna-Flóka Vilgerðarsyni sem land í Vatnsfirði á Barðaströnd um árið 865. Í Landnámu segir að Hrafna-Flóki hafi verið sá sem gaf Íslandi nafn sitt eftir að hann gekk á fjöll við Vatnsfjörð og sá þar fjörð fullan af ís.Stikluna má sjá hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Ísland verður í aðalhlutverki í fimmtu þáttaraðar sjónvarpsþáttanna Vikings ef marka má nýja stiklu fyrir þættina. Flóki, persóna í þáttunum, skolar upp á strendur Íslands í stiklunni. Stiklan var gefin út í tilefni þess að sýningum á fjórðu þáttaröð Vikings var að ljúka en ekki liggur fyrir hvenær fimmta þáttaröðin verður sýnd. Áður hafi Michael Hirst, höfundur þáttanna, greint frá því að Ísland yrðu sögusvið þáttanna.Í stiklunni má sjá Flóka, sem leikinn er af Gustaf Skarsgård, veltast um í fjöru sem líkist Reynisfjöru. Í þáttunum hafði Flóki áður lýst því yfir að hann myndi fara þangað sem „guðirnir myndu leiða hann“ og sá staður virðist vera Ísland. Leiddar hafa verið líkur að því að Flóki sé að einhverju leyti byggður á Hrafna-Flóka Vilgerðarsyni sem land í Vatnsfirði á Barðaströnd um árið 865. Í Landnámu segir að Hrafna-Flóki hafi verið sá sem gaf Íslandi nafn sitt eftir að hann gekk á fjöll við Vatnsfjörð og sá þar fjörð fullan af ís.Stikluna má sjá hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein