KÍTÓN gefur frá sér yfirlýsingu um ummæli Frosta: Hildur hvött áfram af Páli Óskari og Helgu Brögu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. mars 2017 17:31 Páll Óskar Hjálmtýsson er ekki ánægður með ummæli Frosta um konur í tónlist. Vísir/Stefán/Ólöf/Stefán KÍTÓN, félag kvenna í tónlist, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ummælum útvarpsmannsins Frosta Logasonar um lag Hildar og konur í tónlist, er svarað. Félagið óskar eftir samtali við stjórnendur 365 miðla um stefnu þeirra í jafnréttismálum og samtali við Ágúst Héðinsson, dagskrárstjóra útvarpsstöðva 365 um afleiðingar og skaðsemi orðræðu sem þessarar. Þá hafa fjöldi tónlistarmanna og opinberra persóna, líkt og Páll Óskar og Helga Braga, svarað Frosta og hvatt Hildi áfram.Sjá einnig: Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Í yfirlýsingunni er ummælum Frosta svarað í sex liðum. Þar er Frosta meðal annars bent á að tónlistariðnaðurinn eins og hann leggur sig sé félag karla í tónlist, enda karlar í miklum meirihluta. Þá er Frosta bent á að tal hans um aumingjavæðingu sé augljós tilraun til að þagga niður í konum og augljóst að viðkomandi ber ekki hag kvenna í brjósti. Þá er fullyrðingum Frosta um að pródúsering lags Hildar, hafi verið góð, enda unnin af karlinum Loga Pedro, svarað, en Logi Pedro svarar því jafnframt sjálfur á Facebook síðu sinni þar sem hann bendir á að hann og Hildur hafi unnið lagið saman.Þá er því hafnað í tilkynningunni að strákar séu betur til þess fallnir að spila á trommur vegna líffræði sinnar og bent á að líffræðilegur styrkur hefur ekkert að gera með hæfni trommuspilara. Þá er bent á að ummæli Frosta um að Björk sé sönnun þess að konum sé ekki mismunað í tónlist eru fráleit, þar sem Björk hefur sjálf tjáð sig á opinberum vettvangi um mismunun sem hún hefur orðið fyrir. Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, tjáir sig einnig um ummæli Frosta við stöðuuppfærslu KÍTÓN, þar sem hann segir ummæli Frosta vera ljót og vanhugsuð og bendir hann á að ef hvatningin er engin, fyrirmyndirnar enn færri, þá sé hann ekki hissa að stelpur velji sér sjaldan trommur sem fyrsta hljóðfæri. „Ég vona heitt og innilega að þú, Frosti Logason sjáir þér líka fært um að kyngja bullinu um að konur séu "líffræðilega" vanhæfir trommarar. Þetta er einfaldlega ekki satt. Konur tromma víst, spila á bassa, rafmagnsgítar, hljómborð, semja lög, texta, pródúsera og geta almennt sparkað í rass.“ Þá óskar Helga Braga Jónsdóttir, leikkona, Hildi til hamingju með að hafa fengið verðlaun fyrir lag sitt og hvetur hana til dáða. „Til hamingju með verðlaunin! Við verðum að sparka niður þessa karlrembumúra í tónlistarbransanum og grínbransanum ... don't get me started there! Karlrembuviðhorfin geta verið mjög lúmsk...eins og þoka og maður áttar sig ekki fyrr en maður kemur út úr henni. En klippan úr þessum þætti er meira svona steinaldar og stupid!“ Tengdar fréttir Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Sakar Frosta Logason um karlrembu, gamaldags hugsunarhátt og opinbera smánun 4. mars 2017 12:16 Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
KÍTÓN, félag kvenna í tónlist, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ummælum útvarpsmannsins Frosta Logasonar um lag Hildar og konur í tónlist, er svarað. Félagið óskar eftir samtali við stjórnendur 365 miðla um stefnu þeirra í jafnréttismálum og samtali við Ágúst Héðinsson, dagskrárstjóra útvarpsstöðva 365 um afleiðingar og skaðsemi orðræðu sem þessarar. Þá hafa fjöldi tónlistarmanna og opinberra persóna, líkt og Páll Óskar og Helga Braga, svarað Frosta og hvatt Hildi áfram.Sjá einnig: Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Í yfirlýsingunni er ummælum Frosta svarað í sex liðum. Þar er Frosta meðal annars bent á að tónlistariðnaðurinn eins og hann leggur sig sé félag karla í tónlist, enda karlar í miklum meirihluta. Þá er Frosta bent á að tal hans um aumingjavæðingu sé augljós tilraun til að þagga niður í konum og augljóst að viðkomandi ber ekki hag kvenna í brjósti. Þá er fullyrðingum Frosta um að pródúsering lags Hildar, hafi verið góð, enda unnin af karlinum Loga Pedro, svarað, en Logi Pedro svarar því jafnframt sjálfur á Facebook síðu sinni þar sem hann bendir á að hann og Hildur hafi unnið lagið saman.Þá er því hafnað í tilkynningunni að strákar séu betur til þess fallnir að spila á trommur vegna líffræði sinnar og bent á að líffræðilegur styrkur hefur ekkert að gera með hæfni trommuspilara. Þá er bent á að ummæli Frosta um að Björk sé sönnun þess að konum sé ekki mismunað í tónlist eru fráleit, þar sem Björk hefur sjálf tjáð sig á opinberum vettvangi um mismunun sem hún hefur orðið fyrir. Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, tjáir sig einnig um ummæli Frosta við stöðuuppfærslu KÍTÓN, þar sem hann segir ummæli Frosta vera ljót og vanhugsuð og bendir hann á að ef hvatningin er engin, fyrirmyndirnar enn færri, þá sé hann ekki hissa að stelpur velji sér sjaldan trommur sem fyrsta hljóðfæri. „Ég vona heitt og innilega að þú, Frosti Logason sjáir þér líka fært um að kyngja bullinu um að konur séu "líffræðilega" vanhæfir trommarar. Þetta er einfaldlega ekki satt. Konur tromma víst, spila á bassa, rafmagnsgítar, hljómborð, semja lög, texta, pródúsera og geta almennt sparkað í rass.“ Þá óskar Helga Braga Jónsdóttir, leikkona, Hildi til hamingju með að hafa fengið verðlaun fyrir lag sitt og hvetur hana til dáða. „Til hamingju með verðlaunin! Við verðum að sparka niður þessa karlrembumúra í tónlistarbransanum og grínbransanum ... don't get me started there! Karlrembuviðhorfin geta verið mjög lúmsk...eins og þoka og maður áttar sig ekki fyrr en maður kemur út úr henni. En klippan úr þessum þætti er meira svona steinaldar og stupid!“
Tengdar fréttir Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Sakar Frosta Logason um karlrembu, gamaldags hugsunarhátt og opinbera smánun 4. mars 2017 12:16 Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Sakar Frosta Logason um karlrembu, gamaldags hugsunarhátt og opinbera smánun 4. mars 2017 12:16
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög