Fær tískuinnblástur frá David Bowie, Grace Jones og Annie Lennox Guðný Hrönn skrifar 7. mars 2017 10:15 Svala var hvítklædd á laugardaginn. Mynd/Mummi Lú Söngkonan Svala Björgvinsdóttir klæddist ansi eftirtektarverðu dressi í undanúrslitum Söngvakeppninnar á laugardaginn. Hún var í hvítri dragt og himinháum platformskóm. Þeir sem fengu tískuinnblástur frá Svölu eru í góðum málum því hvítar dragtir koma sterkar inn núna og úrvalið af þeim í verslunum landsins er nokkuð gott. „Jakkafötin eða smókingurinn sem ég var í er frá Calvin Klein, ég keypti hann í LA þar sem ég hef verið búsett í 8 ár. Toppurinn sem ég var í keypti ég í Spúútnik og allir hringarnir sem ég var með fékk ég hjá Sign á Íslandi sem ég held mikið upp á. Eyrnalokkarnir voru svo hannaðir af vinkonu minni í LA sem er þekktur skartgripahönnuður og heitir Melody Eshani,“ segir Svala sem fær tískuinnblástur frá m.a. Grace Jones, Annie Lennox og David Bowie. „Mér finnst svo flott að blanda saman karlmannlegu lúkki við kvenlegt lúkk og svo er ég smá gaur í mér,“ segir hún og hlær.Svala fær innblástur frá m.a. David Bowie og Grace Jones.Mynd/Mummi Lú„Það er mjög þægilegt að vera í jakkafötum þegar maður er að koma fram á sviði, mér líður líka alltaf mjög „powerful“ þegar ég fer í smóking.“ Skórnir sem Svala klæddist vöktu athygli enda um einstaka skó að ræða sem minna óneitanlega á tíunda áratuginn. „Strigaskórnir sem ég var í eru frá mjög vinsælu merki frá LA sem heitir YRU, svona skór hafa verið lengi í tísku þar og eru áberandi í tískublöðum og á tískusýningum. Ég elska þá og á þá í mörgum litum...þetta eru þægilegustu skór í heiminum!“ „Ásgeir og Begga hjá Hairbrush sáu svo um hár og förðun fyrir mig. Ég var undir áhrifum 90´s tískunnar þar og ég fékk innblástur frá Madonnu þegar hún var á Blonde Ambition túrnum sínum fræga.“ Svala segir líðan sína hverju sinni ráða ferðinni þegar kemur að klæðnaði. „Ég klæði mig alltaf eins og mér sýnist. Stundum enda ég í „crazy“ skrýtnum fötum en ég er líka ekki að klæða mig upp fyrir neinn annan en sjálfa mig. Ég lít ekki á tísku með neitt sérstaklega alvarlegum augum, tíska á að vera skemmtileg og mismunandi.“ Eurovision Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Söngkonan Svala Björgvinsdóttir klæddist ansi eftirtektarverðu dressi í undanúrslitum Söngvakeppninnar á laugardaginn. Hún var í hvítri dragt og himinháum platformskóm. Þeir sem fengu tískuinnblástur frá Svölu eru í góðum málum því hvítar dragtir koma sterkar inn núna og úrvalið af þeim í verslunum landsins er nokkuð gott. „Jakkafötin eða smókingurinn sem ég var í er frá Calvin Klein, ég keypti hann í LA þar sem ég hef verið búsett í 8 ár. Toppurinn sem ég var í keypti ég í Spúútnik og allir hringarnir sem ég var með fékk ég hjá Sign á Íslandi sem ég held mikið upp á. Eyrnalokkarnir voru svo hannaðir af vinkonu minni í LA sem er þekktur skartgripahönnuður og heitir Melody Eshani,“ segir Svala sem fær tískuinnblástur frá m.a. Grace Jones, Annie Lennox og David Bowie. „Mér finnst svo flott að blanda saman karlmannlegu lúkki við kvenlegt lúkk og svo er ég smá gaur í mér,“ segir hún og hlær.Svala fær innblástur frá m.a. David Bowie og Grace Jones.Mynd/Mummi Lú„Það er mjög þægilegt að vera í jakkafötum þegar maður er að koma fram á sviði, mér líður líka alltaf mjög „powerful“ þegar ég fer í smóking.“ Skórnir sem Svala klæddist vöktu athygli enda um einstaka skó að ræða sem minna óneitanlega á tíunda áratuginn. „Strigaskórnir sem ég var í eru frá mjög vinsælu merki frá LA sem heitir YRU, svona skór hafa verið lengi í tísku þar og eru áberandi í tískublöðum og á tískusýningum. Ég elska þá og á þá í mörgum litum...þetta eru þægilegustu skór í heiminum!“ „Ásgeir og Begga hjá Hairbrush sáu svo um hár og förðun fyrir mig. Ég var undir áhrifum 90´s tískunnar þar og ég fékk innblástur frá Madonnu þegar hún var á Blonde Ambition túrnum sínum fræga.“ Svala segir líðan sína hverju sinni ráða ferðinni þegar kemur að klæðnaði. „Ég klæði mig alltaf eins og mér sýnist. Stundum enda ég í „crazy“ skrýtnum fötum en ég er líka ekki að klæða mig upp fyrir neinn annan en sjálfa mig. Ég lít ekki á tísku með neitt sérstaklega alvarlegum augum, tíska á að vera skemmtileg og mismunandi.“
Eurovision Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira