Nokia og efnahagsvandræði Finnlands Lars Christensen skrifar 8. mars 2017 07:00 Nokia var áður fyrr Apple dagsins. Nú eiga allir iPhone-síma en á 10. áratugnum og í upphafi þessarar aldar áttu allir Nokia-farsíma. Ég sakna stundum enn gamla áreiðanlega Nokia-símans míns – ég hef átt þá nokkra. Á síðustu tíu árum hefur hins vegar orðið breyting. Nokia hefur ekki lengur tæknilega yfirburði eins og áður. Það er í raun ekkert óvenjulegt við sögu Nokia að því leyti að fyrirtæki koma og fara. En það sem er óvenjulegt er hve mikilvægt Nokia varð á 10. áratugnum fyrir finnskt efnahagslíf. Ég man þegar Nokia var, fyrir 10-15 árum, næstum 90% af markaðsverðmæti finnska hlutabréfamarkaðarins. Finnska hagkerfið var Nokia. En á síðustu tíu árum hafa orðið breytingar hjá Nokia. Fyrirtækið hefur tapað í tæknilega kapphlaupinu á milli símafyrirtækja heimsins. Í hagfræðinni er talað um neikvæðan skell í heildarframleiðni (e. total factor productivity).Undir í samkeppninni Ég lít á heildarframleiðni sem mælingu á því hve vel við tengjum saman framleiðsluþættina sem við höfum – vinnuafl, fjármagn og hráefni. Augljóslega framleiðir Nokia tæknilega þróaðri farsíma í dag en fyrir 15 árum en alþjóðlegir keppinautar hafa bara þróast enn hraðar. Ég legg áherslu á að hér er ég að alhæfa mjög mikið – ég er hvorki sérfræðingur í símaiðnaðinum né í Nokia og tilgangurinn er ekki að tala um Nokia sem fyrirtæki heldur um þjóðhagfræðileg áhrif neikvæða heildarframleiðni-skellsins sem Nokia varð fyrir. Þannig varð sá skellur fyrir Nokia neikvæður heildarframleiðni-skellur fyrir allt finnska hagkerfið. Við getum litið á þann skell finnska hagkerfisins sem neikvæðan og varanlegan framboðsskell fyrir finnskt efnahagslíf, sem dregur úr langtímavexti í hagkerfinu. Ef Finnland hefði haft sinn eigin gjaldmiðil hefði þetta örugglega þýtt að finnska markið, eins og það var kallað, hefði veikst. En Finnland er núna á evrusvæðinu svo að „markið“ getur ekki rýrnað. Þess í stað hefur finnska hagkerfið þurft að aðlagast minni hagvaxtaraukningu með því að aðlaga laun niður á við.Hagkerfið enn í basli Hins vegar er finnski vinnumarkaðurinn mjög stífur og stjórnast af almennum kjarasamningum sem hafa gert launaaðlögun mun erfiðari en annars staðar á Norðurlöndunum. Afleiðingin er sú að Finnland hefur farið verr út úr efnahagskreppunni en til dæmis Ísland eða Svíþjóð. Eða að minnsta kosti hefur kreppan varað lengur þar. Svo á meðan sænska og íslenska hagkerfið hefur verið á batavegi í nokkurn tíma á finnska hagkerfið enn í basli. En það gæti verið ljós við enda ganganna þar sem Nokia er nú að hefja á ný framleiðslu á hinum fræga Nokia 3310 farsíma. Því miður verður þetta hræódýr sími og það er vafasamt að þetta muni á nokkurn hátt bjarga finnska hagkerfinu, en Nokia-aðdáendur eins og ég geta allavega fagnað því að fá aftur tækifæri til að kaupa 3310. Nokia var áður fyrr Apple dagsins. Nú eiga allir iPhone-síma en á 10. áratugnum og í upphafi þessarar aldar áttu allir Nokia-farsíma. Ég sakna stundum enn gamla áreiðanlega Nokia-símans míns – ég hef átt þá nokkra.Greinin birtist fyrir í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Nokia var áður fyrr Apple dagsins. Nú eiga allir iPhone-síma en á 10. áratugnum og í upphafi þessarar aldar áttu allir Nokia-farsíma. Ég sakna stundum enn gamla áreiðanlega Nokia-símans míns – ég hef átt þá nokkra. Á síðustu tíu árum hefur hins vegar orðið breyting. Nokia hefur ekki lengur tæknilega yfirburði eins og áður. Það er í raun ekkert óvenjulegt við sögu Nokia að því leyti að fyrirtæki koma og fara. En það sem er óvenjulegt er hve mikilvægt Nokia varð á 10. áratugnum fyrir finnskt efnahagslíf. Ég man þegar Nokia var, fyrir 10-15 árum, næstum 90% af markaðsverðmæti finnska hlutabréfamarkaðarins. Finnska hagkerfið var Nokia. En á síðustu tíu árum hafa orðið breytingar hjá Nokia. Fyrirtækið hefur tapað í tæknilega kapphlaupinu á milli símafyrirtækja heimsins. Í hagfræðinni er talað um neikvæðan skell í heildarframleiðni (e. total factor productivity).Undir í samkeppninni Ég lít á heildarframleiðni sem mælingu á því hve vel við tengjum saman framleiðsluþættina sem við höfum – vinnuafl, fjármagn og hráefni. Augljóslega framleiðir Nokia tæknilega þróaðri farsíma í dag en fyrir 15 árum en alþjóðlegir keppinautar hafa bara þróast enn hraðar. Ég legg áherslu á að hér er ég að alhæfa mjög mikið – ég er hvorki sérfræðingur í símaiðnaðinum né í Nokia og tilgangurinn er ekki að tala um Nokia sem fyrirtæki heldur um þjóðhagfræðileg áhrif neikvæða heildarframleiðni-skellsins sem Nokia varð fyrir. Þannig varð sá skellur fyrir Nokia neikvæður heildarframleiðni-skellur fyrir allt finnska hagkerfið. Við getum litið á þann skell finnska hagkerfisins sem neikvæðan og varanlegan framboðsskell fyrir finnskt efnahagslíf, sem dregur úr langtímavexti í hagkerfinu. Ef Finnland hefði haft sinn eigin gjaldmiðil hefði þetta örugglega þýtt að finnska markið, eins og það var kallað, hefði veikst. En Finnland er núna á evrusvæðinu svo að „markið“ getur ekki rýrnað. Þess í stað hefur finnska hagkerfið þurft að aðlagast minni hagvaxtaraukningu með því að aðlaga laun niður á við.Hagkerfið enn í basli Hins vegar er finnski vinnumarkaðurinn mjög stífur og stjórnast af almennum kjarasamningum sem hafa gert launaaðlögun mun erfiðari en annars staðar á Norðurlöndunum. Afleiðingin er sú að Finnland hefur farið verr út úr efnahagskreppunni en til dæmis Ísland eða Svíþjóð. Eða að minnsta kosti hefur kreppan varað lengur þar. Svo á meðan sænska og íslenska hagkerfið hefur verið á batavegi í nokkurn tíma á finnska hagkerfið enn í basli. En það gæti verið ljós við enda ganganna þar sem Nokia er nú að hefja á ný framleiðslu á hinum fræga Nokia 3310 farsíma. Því miður verður þetta hræódýr sími og það er vafasamt að þetta muni á nokkurn hátt bjarga finnska hagkerfinu, en Nokia-aðdáendur eins og ég geta allavega fagnað því að fá aftur tækifæri til að kaupa 3310. Nokia var áður fyrr Apple dagsins. Nú eiga allir iPhone-síma en á 10. áratugnum og í upphafi þessarar aldar áttu allir Nokia-farsíma. Ég sakna stundum enn gamla áreiðanlega Nokia-símans míns – ég hef átt þá nokkra.Greinin birtist fyrir í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun