Nokia og efnahagsvandræði Finnlands Lars Christensen skrifar 8. mars 2017 07:00 Nokia var áður fyrr Apple dagsins. Nú eiga allir iPhone-síma en á 10. áratugnum og í upphafi þessarar aldar áttu allir Nokia-farsíma. Ég sakna stundum enn gamla áreiðanlega Nokia-símans míns – ég hef átt þá nokkra. Á síðustu tíu árum hefur hins vegar orðið breyting. Nokia hefur ekki lengur tæknilega yfirburði eins og áður. Það er í raun ekkert óvenjulegt við sögu Nokia að því leyti að fyrirtæki koma og fara. En það sem er óvenjulegt er hve mikilvægt Nokia varð á 10. áratugnum fyrir finnskt efnahagslíf. Ég man þegar Nokia var, fyrir 10-15 árum, næstum 90% af markaðsverðmæti finnska hlutabréfamarkaðarins. Finnska hagkerfið var Nokia. En á síðustu tíu árum hafa orðið breytingar hjá Nokia. Fyrirtækið hefur tapað í tæknilega kapphlaupinu á milli símafyrirtækja heimsins. Í hagfræðinni er talað um neikvæðan skell í heildarframleiðni (e. total factor productivity).Undir í samkeppninni Ég lít á heildarframleiðni sem mælingu á því hve vel við tengjum saman framleiðsluþættina sem við höfum – vinnuafl, fjármagn og hráefni. Augljóslega framleiðir Nokia tæknilega þróaðri farsíma í dag en fyrir 15 árum en alþjóðlegir keppinautar hafa bara þróast enn hraðar. Ég legg áherslu á að hér er ég að alhæfa mjög mikið – ég er hvorki sérfræðingur í símaiðnaðinum né í Nokia og tilgangurinn er ekki að tala um Nokia sem fyrirtæki heldur um þjóðhagfræðileg áhrif neikvæða heildarframleiðni-skellsins sem Nokia varð fyrir. Þannig varð sá skellur fyrir Nokia neikvæður heildarframleiðni-skellur fyrir allt finnska hagkerfið. Við getum litið á þann skell finnska hagkerfisins sem neikvæðan og varanlegan framboðsskell fyrir finnskt efnahagslíf, sem dregur úr langtímavexti í hagkerfinu. Ef Finnland hefði haft sinn eigin gjaldmiðil hefði þetta örugglega þýtt að finnska markið, eins og það var kallað, hefði veikst. En Finnland er núna á evrusvæðinu svo að „markið“ getur ekki rýrnað. Þess í stað hefur finnska hagkerfið þurft að aðlagast minni hagvaxtaraukningu með því að aðlaga laun niður á við.Hagkerfið enn í basli Hins vegar er finnski vinnumarkaðurinn mjög stífur og stjórnast af almennum kjarasamningum sem hafa gert launaaðlögun mun erfiðari en annars staðar á Norðurlöndunum. Afleiðingin er sú að Finnland hefur farið verr út úr efnahagskreppunni en til dæmis Ísland eða Svíþjóð. Eða að minnsta kosti hefur kreppan varað lengur þar. Svo á meðan sænska og íslenska hagkerfið hefur verið á batavegi í nokkurn tíma á finnska hagkerfið enn í basli. En það gæti verið ljós við enda ganganna þar sem Nokia er nú að hefja á ný framleiðslu á hinum fræga Nokia 3310 farsíma. Því miður verður þetta hræódýr sími og það er vafasamt að þetta muni á nokkurn hátt bjarga finnska hagkerfinu, en Nokia-aðdáendur eins og ég geta allavega fagnað því að fá aftur tækifæri til að kaupa 3310. Nokia var áður fyrr Apple dagsins. Nú eiga allir iPhone-síma en á 10. áratugnum og í upphafi þessarar aldar áttu allir Nokia-farsíma. Ég sakna stundum enn gamla áreiðanlega Nokia-símans míns – ég hef átt þá nokkra.Greinin birtist fyrir í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Nokia var áður fyrr Apple dagsins. Nú eiga allir iPhone-síma en á 10. áratugnum og í upphafi þessarar aldar áttu allir Nokia-farsíma. Ég sakna stundum enn gamla áreiðanlega Nokia-símans míns – ég hef átt þá nokkra. Á síðustu tíu árum hefur hins vegar orðið breyting. Nokia hefur ekki lengur tæknilega yfirburði eins og áður. Það er í raun ekkert óvenjulegt við sögu Nokia að því leyti að fyrirtæki koma og fara. En það sem er óvenjulegt er hve mikilvægt Nokia varð á 10. áratugnum fyrir finnskt efnahagslíf. Ég man þegar Nokia var, fyrir 10-15 árum, næstum 90% af markaðsverðmæti finnska hlutabréfamarkaðarins. Finnska hagkerfið var Nokia. En á síðustu tíu árum hafa orðið breytingar hjá Nokia. Fyrirtækið hefur tapað í tæknilega kapphlaupinu á milli símafyrirtækja heimsins. Í hagfræðinni er talað um neikvæðan skell í heildarframleiðni (e. total factor productivity).Undir í samkeppninni Ég lít á heildarframleiðni sem mælingu á því hve vel við tengjum saman framleiðsluþættina sem við höfum – vinnuafl, fjármagn og hráefni. Augljóslega framleiðir Nokia tæknilega þróaðri farsíma í dag en fyrir 15 árum en alþjóðlegir keppinautar hafa bara þróast enn hraðar. Ég legg áherslu á að hér er ég að alhæfa mjög mikið – ég er hvorki sérfræðingur í símaiðnaðinum né í Nokia og tilgangurinn er ekki að tala um Nokia sem fyrirtæki heldur um þjóðhagfræðileg áhrif neikvæða heildarframleiðni-skellsins sem Nokia varð fyrir. Þannig varð sá skellur fyrir Nokia neikvæður heildarframleiðni-skellur fyrir allt finnska hagkerfið. Við getum litið á þann skell finnska hagkerfisins sem neikvæðan og varanlegan framboðsskell fyrir finnskt efnahagslíf, sem dregur úr langtímavexti í hagkerfinu. Ef Finnland hefði haft sinn eigin gjaldmiðil hefði þetta örugglega þýtt að finnska markið, eins og það var kallað, hefði veikst. En Finnland er núna á evrusvæðinu svo að „markið“ getur ekki rýrnað. Þess í stað hefur finnska hagkerfið þurft að aðlagast minni hagvaxtaraukningu með því að aðlaga laun niður á við.Hagkerfið enn í basli Hins vegar er finnski vinnumarkaðurinn mjög stífur og stjórnast af almennum kjarasamningum sem hafa gert launaaðlögun mun erfiðari en annars staðar á Norðurlöndunum. Afleiðingin er sú að Finnland hefur farið verr út úr efnahagskreppunni en til dæmis Ísland eða Svíþjóð. Eða að minnsta kosti hefur kreppan varað lengur þar. Svo á meðan sænska og íslenska hagkerfið hefur verið á batavegi í nokkurn tíma á finnska hagkerfið enn í basli. En það gæti verið ljós við enda ganganna þar sem Nokia er nú að hefja á ný framleiðslu á hinum fræga Nokia 3310 farsíma. Því miður verður þetta hræódýr sími og það er vafasamt að þetta muni á nokkurn hátt bjarga finnska hagkerfinu, en Nokia-aðdáendur eins og ég geta allavega fagnað því að fá aftur tækifæri til að kaupa 3310. Nokia var áður fyrr Apple dagsins. Nú eiga allir iPhone-síma en á 10. áratugnum og í upphafi þessarar aldar áttu allir Nokia-farsíma. Ég sakna stundum enn gamla áreiðanlega Nokia-símans míns – ég hef átt þá nokkra.Greinin birtist fyrir í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun