Tatra aftur í fólksbílaframleiðslu Finnur Thorlacius skrifar 8. mars 2017 10:10 Tatra T87 var bíllinn sem Hitler valdi umfram Porsche bíla. Sjálfsagt muna fáir eftir Tatra fólksbílum en þeir voru framleiddir í Tékklandi og voru sannkallaðir lúxusbílar. Tatra fyrirtækið er enn til og framleiðir nú aðallega stóra trukka sem stundum sjást í keppni í Dakar þolakstrinum. Tatra framleiddi fólksbíl síðast árið 1999. Nú eru yfirmenn Tatra að bræða það með sér að hefja aftur framleiðslu Tatra fólksbíla og það yrði þá gert með því að viðhalda ytra útliti frægra Tatra fólksbíla fortíðarinnar, bíla eins og Tatra T600, Tatra 613 og 603. Líklegast er að T600 bíllinn verði fyrir valinu, en útlit hans endurspeglar ekki kommúnistatímann með eins afgerandi hætti og aðrar gerðir yngri Tatra fólksbíla. Hann yrði þó með allri nútíma tækni og lúxusinnréttingu. Tatra þriðja elsta bílamerki heimsTatra er þriðja elsta bílamerki heims á eftir Mercedes Benz og Peugeot og fyrirtækið smíðaði á árum áður afar merkilega bíla og eitt fárra með vélina afturí. Fyrsti bíll Tatra kom fram á sjónasviðið árið 1897. Sagt er að Ferdinand Porsche sem hannaði Bjölluna og Porsche 911 hafi haft Tatra bíla sem fyrirmynd og þess vegna séu vélar í báðum bílunum fyrir aftan afturöxulinn, eins og í bílum Tatra á árunum milli stríða. Vélarnar í bílum Tatra voru auk þess Boxer-vélar, líkt og Ferdinand Porsche notaði í Porsche 911. Hitler valdi TatraÁrið 1936 kom Tatra fram með glæsikerruna T87, bíl sem Hitler valdi umfram bíla frá Porsche, með orðum Hitlers, “þetta er bíll fyrir mína vegi”. Eftir það gekk Ferdinand Porsche heilmikið í smiðju Tatra við þróun bíla sinna, þar á meðal Bjöllunnar, en einnig Porsche bíla. Tatra kærði Porsche fyrir hönnunarstuld og það var ekki fyrr en árið 1961 sem Porsche greiddi Tatra 3 milljónir þýskra marka í sekt fyrir allan stuldinn. Það má því ljóst vera að í smiðju Tatra var og líklega er enn heilmikil þekking í smíði gæðabíla. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent
Sjálfsagt muna fáir eftir Tatra fólksbílum en þeir voru framleiddir í Tékklandi og voru sannkallaðir lúxusbílar. Tatra fyrirtækið er enn til og framleiðir nú aðallega stóra trukka sem stundum sjást í keppni í Dakar þolakstrinum. Tatra framleiddi fólksbíl síðast árið 1999. Nú eru yfirmenn Tatra að bræða það með sér að hefja aftur framleiðslu Tatra fólksbíla og það yrði þá gert með því að viðhalda ytra útliti frægra Tatra fólksbíla fortíðarinnar, bíla eins og Tatra T600, Tatra 613 og 603. Líklegast er að T600 bíllinn verði fyrir valinu, en útlit hans endurspeglar ekki kommúnistatímann með eins afgerandi hætti og aðrar gerðir yngri Tatra fólksbíla. Hann yrði þó með allri nútíma tækni og lúxusinnréttingu. Tatra þriðja elsta bílamerki heimsTatra er þriðja elsta bílamerki heims á eftir Mercedes Benz og Peugeot og fyrirtækið smíðaði á árum áður afar merkilega bíla og eitt fárra með vélina afturí. Fyrsti bíll Tatra kom fram á sjónasviðið árið 1897. Sagt er að Ferdinand Porsche sem hannaði Bjölluna og Porsche 911 hafi haft Tatra bíla sem fyrirmynd og þess vegna séu vélar í báðum bílunum fyrir aftan afturöxulinn, eins og í bílum Tatra á árunum milli stríða. Vélarnar í bílum Tatra voru auk þess Boxer-vélar, líkt og Ferdinand Porsche notaði í Porsche 911. Hitler valdi TatraÁrið 1936 kom Tatra fram með glæsikerruna T87, bíl sem Hitler valdi umfram bíla frá Porsche, með orðum Hitlers, “þetta er bíll fyrir mína vegi”. Eftir það gekk Ferdinand Porsche heilmikið í smiðju Tatra við þróun bíla sinna, þar á meðal Bjöllunnar, en einnig Porsche bíla. Tatra kærði Porsche fyrir hönnunarstuld og það var ekki fyrr en árið 1961 sem Porsche greiddi Tatra 3 milljónir þýskra marka í sekt fyrir allan stuldinn. Það má því ljóst vera að í smiðju Tatra var og líklega er enn heilmikil þekking í smíði gæðabíla.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent