Jaguar nánast tilbúið með rafmagnsjeppa Finnur Thorlacius skrifar 9. mars 2017 09:34 Jaguar I-Pace á bílasýningunni í Genf. Einn af athygliverðari bílum sem nú prýða sýningarpallana á bílasýningunni í Genf er þessi rafmagnsjeppi frá Jaguar. Jaguar hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir smíði bíla sem eingöngu ganga fyrir rafmagni, en þessi I-Pace bíll gerir það og kemst 500 kílómetra á fullri hleðslu. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og mjög öflugur, eða 400 hestöfl og með 700 Nm tog. Það dugar honum til að ná hundraðinu á rétt um 4 sekúndum. Hægt verður að fullhlaða bílinn á litlum tveimur klukkustundum með 50kW hleðslustöð. Það sem kemur kannski mest á óvart við þennan I-Pace bíl Jaguar er að svo virðist sem bíllinn sé nokkuð nálægt framleiðslustiginu. Bíllinn á sýningunni er einskonar tilraunabíll og forveri framleiðslubílsins, en Jaguar er víst tilbúið með eintök af endanlegum framleiðslubílum og hefur nú þegar hafið prófanir á þeim. Endanlegur framleiðslubíll verður sýndur seinna á árinu og tilbúinn á framleiðslulínu Jaguar strax á næsta ári. Því verður ekki langt að bíða eftir þessum bíl. Forvitnilegt verður að sjá á hvaða verði Jaguar I-Pace mun bjóðast og hvort að hann verður ódýrari kostur en núverandi Tesla Model X jeppinn, sem þykir nokkuð dýr. Ef svo yrði mætti ímynda sér að þessi nýi bíll með Jaguar merki rífi talsverða sölu frá Tesla Model X.Kraftalegur að aftan. Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent
Einn af athygliverðari bílum sem nú prýða sýningarpallana á bílasýningunni í Genf er þessi rafmagnsjeppi frá Jaguar. Jaguar hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir smíði bíla sem eingöngu ganga fyrir rafmagni, en þessi I-Pace bíll gerir það og kemst 500 kílómetra á fullri hleðslu. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og mjög öflugur, eða 400 hestöfl og með 700 Nm tog. Það dugar honum til að ná hundraðinu á rétt um 4 sekúndum. Hægt verður að fullhlaða bílinn á litlum tveimur klukkustundum með 50kW hleðslustöð. Það sem kemur kannski mest á óvart við þennan I-Pace bíl Jaguar er að svo virðist sem bíllinn sé nokkuð nálægt framleiðslustiginu. Bíllinn á sýningunni er einskonar tilraunabíll og forveri framleiðslubílsins, en Jaguar er víst tilbúið með eintök af endanlegum framleiðslubílum og hefur nú þegar hafið prófanir á þeim. Endanlegur framleiðslubíll verður sýndur seinna á árinu og tilbúinn á framleiðslulínu Jaguar strax á næsta ári. Því verður ekki langt að bíða eftir þessum bíl. Forvitnilegt verður að sjá á hvaða verði Jaguar I-Pace mun bjóðast og hvort að hann verður ódýrari kostur en núverandi Tesla Model X jeppinn, sem þykir nokkuð dýr. Ef svo yrði mætti ímynda sér að þessi nýi bíll með Jaguar merki rífi talsverða sölu frá Tesla Model X.Kraftalegur að aftan.
Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent