Kristján Steingrímur með sýningu í BERG Stefán Árni Pálsson skrifar 9. mars 2017 16:30 Kristján Steingrímur lauk námi í myndlist við myndlistarakademíuna í Hamborg 1987 og hefur hann haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum. mynd /lhi.is Í listagalleríinu BERG Contemporary verður einkasýning Kristjáns Steingríms laugardaginn 11.mars í húsnæði BERG við Klappastíg 16 og hefst sýningin klukkan fimm. Á sýningunni í BERG Contemporary sýnir Kristján Steingrímur Jónsson verk unnin í margskonar miðla á um það bil tuttugu ára tímabili. Hér er þó ekki um neins konar yfirlit að ræða heldur innsýn inn í margþætta nálgun listamannsins á sama viðfangsefni. Með því að vinna síendurtekið með svipað mengi hugmynda verður til ákveðin heild sem ber vott um einurð og staðfestu, ekki endurtekningar, þróun sem er byggð á sífelldum tilraunum. Efniviður og viðfangsefni Kristjáns Steingríms eru bæði hlutbundið brot af stað, sem og hugmyndir, minningar eða hugtök um staði. Hlutbundna brotið getur jafnvel verið steinn eða lúka af mold. Efni sem síðan er mulið niður, blandað, fléttað saman við nýtt efni og gert sýnilegt í nýju samhengi, samhengi verksins. Málverkin á sýningunni eiga það sameiginlegt að efnið í þau er fengið og unnið með þessum hætti. Í teikningunum er staður áfram viðfangsefnið, en nú tekur greiningin á sig aðra mynd. Með því að stækka margfalt upp eina efnisögn, eru hugmyndir um stað og hugmyndir um sýnileika víslagðar og verða umfjöllunarefnið. Þetta eru tilraunir til aðgreina og gera sýnilegt það sem er okkur ósýnilegt, samband okkar við stað, sem efnislegt fyrirbæri og sem hugtak yfir samansafn eiginleika. Kristján Steingrímur lauk námi í myndlist við myndlistarakademíuna í Hamborg 1987 og hefur hann haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum. Auk þess var Kristján deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands frá 1999 til 2016. Málverkið hefur gengið sem rauður þráður í gegnum listferil Kristjáns. Hann hefur beitt því á mismunandi vegu og reynt á þanþol miðilsins í verkum sínum, ekki með það sem markmið, heldur sem leið til að setja fram og greina viðfangsefni sín. Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Í listagalleríinu BERG Contemporary verður einkasýning Kristjáns Steingríms laugardaginn 11.mars í húsnæði BERG við Klappastíg 16 og hefst sýningin klukkan fimm. Á sýningunni í BERG Contemporary sýnir Kristján Steingrímur Jónsson verk unnin í margskonar miðla á um það bil tuttugu ára tímabili. Hér er þó ekki um neins konar yfirlit að ræða heldur innsýn inn í margþætta nálgun listamannsins á sama viðfangsefni. Með því að vinna síendurtekið með svipað mengi hugmynda verður til ákveðin heild sem ber vott um einurð og staðfestu, ekki endurtekningar, þróun sem er byggð á sífelldum tilraunum. Efniviður og viðfangsefni Kristjáns Steingríms eru bæði hlutbundið brot af stað, sem og hugmyndir, minningar eða hugtök um staði. Hlutbundna brotið getur jafnvel verið steinn eða lúka af mold. Efni sem síðan er mulið niður, blandað, fléttað saman við nýtt efni og gert sýnilegt í nýju samhengi, samhengi verksins. Málverkin á sýningunni eiga það sameiginlegt að efnið í þau er fengið og unnið með þessum hætti. Í teikningunum er staður áfram viðfangsefnið, en nú tekur greiningin á sig aðra mynd. Með því að stækka margfalt upp eina efnisögn, eru hugmyndir um stað og hugmyndir um sýnileika víslagðar og verða umfjöllunarefnið. Þetta eru tilraunir til aðgreina og gera sýnilegt það sem er okkur ósýnilegt, samband okkar við stað, sem efnislegt fyrirbæri og sem hugtak yfir samansafn eiginleika. Kristján Steingrímur lauk námi í myndlist við myndlistarakademíuna í Hamborg 1987 og hefur hann haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum. Auk þess var Kristján deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands frá 1999 til 2016. Málverkið hefur gengið sem rauður þráður í gegnum listferil Kristjáns. Hann hefur beitt því á mismunandi vegu og reynt á þanþol miðilsins í verkum sínum, ekki með það sem markmið, heldur sem leið til að setja fram og greina viðfangsefni sín.
Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira