Topshop Unique er alltaf einn af hápunktum tískuvikunnar í London.Mynd/Getty
Topshop Unique sýndi vorlínu sína í Tate Modern safninu í gær í London. Línan er nú þegar fáanleg í netverslun Topshop sem og völdum verslunum.
Það er óhætt að segja að vorlínan í ár sé hippaleg og létt í ljósum litum og útvíðum sniðum. Efnin eru þunn og gegnsæ sem er eitthvað sem við þurfum öll á sumrin. Hægt er að sjá brot úr línunni hér fyrir neðan.