GM tilbúið að selja Opel Finnur Thorlacius skrifar 20. febrúar 2017 15:28 Höfuðstöðvar General Motors í Detroit. Eftir nær tveggja áratuga samfelldan taprekstur í Evrópu hefur General Motors í huga að hætta allri starfsemi sinni í álfunni og með því selja bæði Opel og Vauxhall merkin. GM er í viðræðum við PSA Peugeot Citroën um kaup á Opel og Vauxhall, en þar með er þó ekki víst að af kaupum þess verði. GM hefur þegar dregið Chevrolet merkið frá Evrópumarkaði. GM var á tímabili þekkt fyrir það að gína við hverjum einasta markaði og reyna að ná þar markaðsráðandi stöðu. Ný stefna undir forystu kvenforstjórans Mary Barra hefur enga þolinmæði fyrir taprekstri og tekur engar ákvarðanir byggðar á einhverjum tilfinningalegum rökum. Árið 2009 var eiginlega búið að taka ákvörðun um að selja Opel merkið, en frá þeirri ákvörðun var þó frá horfið af hræðslu við að yfirgefa svo stóran markað sem Evrópa er. GM tapaði þó miklu fé á þeim 8 árum sem frá eru liðin og sér líklega eftir að fylgja ekki eigin fyrstu hugmyndum um brotthvarf frá Evrópumarkaði. Reyndar hefur Opel ekki skilað hagnaði í 18 ár, eða frá árinu 1999 og hefur GM tapað samtals 20 milljörðum dollara á Opel frá þeim tíma. GM hefur nú þegar yfirgefið eða dregið verulega saman starfsemi á erfiðum mörkuðum eins og í Rússlandi, Ástralíu, Indónesíu og Tælandi. Ennfremur er líklegt að dregið verði verulega saman í starfseminni í Indlandi og Brasilíu. Þessi uppstokkun í starfsemi GM hefur leitt til meiri hagnaðar í rekstri. Taprekstur GM í Evrópu minnkaði um tvo þriðju í fyrra og var því spáð að hagnaður myndi nást af rekstrinum árið 2018. Samt sem áður eru allar líkur til þess að GM muni losa sig við Opel og Vauxhall merkin og hætta rekstri í Evrópu. Hefur brotthvarf Breta úr Evrópusambandinu fremur ýtt undir þá ákvörðun. Losi GM sig við Opel og Vauxhall fellur fyrirtækið úr þriðja sæti í það fjórða yfir stærstu bílaframleiðendur heims. Við það færi Renault-Nissan-Mitsubishi samstæðan yfir GM í sölu. Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent
Eftir nær tveggja áratuga samfelldan taprekstur í Evrópu hefur General Motors í huga að hætta allri starfsemi sinni í álfunni og með því selja bæði Opel og Vauxhall merkin. GM er í viðræðum við PSA Peugeot Citroën um kaup á Opel og Vauxhall, en þar með er þó ekki víst að af kaupum þess verði. GM hefur þegar dregið Chevrolet merkið frá Evrópumarkaði. GM var á tímabili þekkt fyrir það að gína við hverjum einasta markaði og reyna að ná þar markaðsráðandi stöðu. Ný stefna undir forystu kvenforstjórans Mary Barra hefur enga þolinmæði fyrir taprekstri og tekur engar ákvarðanir byggðar á einhverjum tilfinningalegum rökum. Árið 2009 var eiginlega búið að taka ákvörðun um að selja Opel merkið, en frá þeirri ákvörðun var þó frá horfið af hræðslu við að yfirgefa svo stóran markað sem Evrópa er. GM tapaði þó miklu fé á þeim 8 árum sem frá eru liðin og sér líklega eftir að fylgja ekki eigin fyrstu hugmyndum um brotthvarf frá Evrópumarkaði. Reyndar hefur Opel ekki skilað hagnaði í 18 ár, eða frá árinu 1999 og hefur GM tapað samtals 20 milljörðum dollara á Opel frá þeim tíma. GM hefur nú þegar yfirgefið eða dregið verulega saman starfsemi á erfiðum mörkuðum eins og í Rússlandi, Ástralíu, Indónesíu og Tælandi. Ennfremur er líklegt að dregið verði verulega saman í starfseminni í Indlandi og Brasilíu. Þessi uppstokkun í starfsemi GM hefur leitt til meiri hagnaðar í rekstri. Taprekstur GM í Evrópu minnkaði um tvo þriðju í fyrra og var því spáð að hagnaður myndi nást af rekstrinum árið 2018. Samt sem áður eru allar líkur til þess að GM muni losa sig við Opel og Vauxhall merkin og hætta rekstri í Evrópu. Hefur brotthvarf Breta úr Evrópusambandinu fremur ýtt undir þá ákvörðun. Losi GM sig við Opel og Vauxhall fellur fyrirtækið úr þriðja sæti í það fjórða yfir stærstu bílaframleiðendur heims. Við það færi Renault-Nissan-Mitsubishi samstæðan yfir GM í sölu.
Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent