Alltaf betri og betri Jónas Sen skrifar 21. febrúar 2017 09:15 Áskell, alltaf að batna. Vísir/GVA Einhver leiðinlegasti frasi íslenskrar tungu er að tiltekin manneskja hafi „annast undirleik“. Maður heyrir þetta í sífellu. UNDIRleikur gefur til kynna að hann sé neðarlega í goggunarröðinni, en svo þarf alls ekki að vera. Í ljóðasöng byrjar gjarnan píanóið, það skapar stemninguna fyrir sönginn sem kemur á eftir. Meðleikurinn er oft ákaflega myndrænn; fljúgandi fugl er táknaður með kvikum, svífandi hendingum, ljós með björtum tónum ofarlega á tónsviðinu, en myrkur með djúpum bassatónum. Þannig er þetta í söngverkum Áskels Mássonar, en nokkur þeirra voru á dagskránni á tónleikum í Salnum í Kópavogi á laugardagskvöldið. Áskell er eitt afkastamesta tónskáld þjóðarinnar, hefur samið á annað hundrað verk. Yfirleitt eru þau svipsterk og þungbúin. Þau eru fremur lagræn og hljómarnir ekki eins ómstríðir og hjá ýmsum öðrum íslenskum samtímatónskáldum. Þetta á sérstaklega við um það sem hér var flutt. Á tónleikunum í Salnum voru ljóðin eftir Matthías Johannessen, Jóhann Jónsson, Stein Steinar og Thor Vilhjálmsson. Einnig voru þrjú kínversk ljóð á dagskránni og svo frægt ljóð, magnþrungin bæn eftir Odysseas Elytis. Flytjendur voru Þóra Einarsdóttir og Kristinn Sigmundsson, en Matthildur Anna Gísladóttir „annaðist undirleik“. Óþarfi er að greina frá hverju ljóði á tónleikunum. Matthildur spilaði í þeim flestum. Þau Kristinn og Þóra skiptu þeim hinsvegar á milli sín, nema því síðasta, Kominn nóvember, við ljóð Matthíasar. Þar stóðu þau á sviðinu saman og sungu sitt á hvað, eins og þau ættu í samræðum. Píanóleikurinn var fagmannlegur og nákvæmur. Þau gríðarlega fjölbreyttu blæbrigði og tónmyndir sem var að finna í meðleiknum skiluðu sér ágætlega. Píanóröddin var að vísu á tíðum eilítið ofhlaðin, það var svo mikið að gerast í henni að lá við að hún tæki athyglina frá söngnum. Þetta átti þó ekki við um síðustu tónsmíðina á efnisskránni, Kominn nóvember, sem hér var frumflutt. Að mati undirritaðs var þetta besta atriði tónleikanna. Skáldskapurinn í tónlistinni var dýpri og beinskeyttari, sönglínurnar hnitmiðaðri og píanóröddin hóflegri, en samt markvissari. Fyrir bragðið var hver einasta nóta merkingarþrungin og áleitin. Útkoman var eftirminnileg, hún kveikti í manni löngun til að kynnast betur ljóðum Matthíasar. Auk Matthildar komu fram Frank Aarnink slagverksleikari og Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari. Bryndís lék tónlist við ljóð Thors og Frank við bæn Odysseas Elytis. Þetta voru eldri verk og ristu ekki eins djúpt. Þau Þóra og Kristinn sungu ætíð fallega, túlkun þeirra var full af tilfinningum, litrík og ávallt spennandi. Tónleikarnir voru athyglisverðir, gaman var að heyra þróunina í tónsköpun Áskels og upplifa að hann er alltaf að verða betri og betri.Niðurstaða: Glæsilegir tónleikar með söngverkum Áskels Mássonar. Tónlistargagnrýni Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Einhver leiðinlegasti frasi íslenskrar tungu er að tiltekin manneskja hafi „annast undirleik“. Maður heyrir þetta í sífellu. UNDIRleikur gefur til kynna að hann sé neðarlega í goggunarröðinni, en svo þarf alls ekki að vera. Í ljóðasöng byrjar gjarnan píanóið, það skapar stemninguna fyrir sönginn sem kemur á eftir. Meðleikurinn er oft ákaflega myndrænn; fljúgandi fugl er táknaður með kvikum, svífandi hendingum, ljós með björtum tónum ofarlega á tónsviðinu, en myrkur með djúpum bassatónum. Þannig er þetta í söngverkum Áskels Mássonar, en nokkur þeirra voru á dagskránni á tónleikum í Salnum í Kópavogi á laugardagskvöldið. Áskell er eitt afkastamesta tónskáld þjóðarinnar, hefur samið á annað hundrað verk. Yfirleitt eru þau svipsterk og þungbúin. Þau eru fremur lagræn og hljómarnir ekki eins ómstríðir og hjá ýmsum öðrum íslenskum samtímatónskáldum. Þetta á sérstaklega við um það sem hér var flutt. Á tónleikunum í Salnum voru ljóðin eftir Matthías Johannessen, Jóhann Jónsson, Stein Steinar og Thor Vilhjálmsson. Einnig voru þrjú kínversk ljóð á dagskránni og svo frægt ljóð, magnþrungin bæn eftir Odysseas Elytis. Flytjendur voru Þóra Einarsdóttir og Kristinn Sigmundsson, en Matthildur Anna Gísladóttir „annaðist undirleik“. Óþarfi er að greina frá hverju ljóði á tónleikunum. Matthildur spilaði í þeim flestum. Þau Kristinn og Þóra skiptu þeim hinsvegar á milli sín, nema því síðasta, Kominn nóvember, við ljóð Matthíasar. Þar stóðu þau á sviðinu saman og sungu sitt á hvað, eins og þau ættu í samræðum. Píanóleikurinn var fagmannlegur og nákvæmur. Þau gríðarlega fjölbreyttu blæbrigði og tónmyndir sem var að finna í meðleiknum skiluðu sér ágætlega. Píanóröddin var að vísu á tíðum eilítið ofhlaðin, það var svo mikið að gerast í henni að lá við að hún tæki athyglina frá söngnum. Þetta átti þó ekki við um síðustu tónsmíðina á efnisskránni, Kominn nóvember, sem hér var frumflutt. Að mati undirritaðs var þetta besta atriði tónleikanna. Skáldskapurinn í tónlistinni var dýpri og beinskeyttari, sönglínurnar hnitmiðaðri og píanóröddin hóflegri, en samt markvissari. Fyrir bragðið var hver einasta nóta merkingarþrungin og áleitin. Útkoman var eftirminnileg, hún kveikti í manni löngun til að kynnast betur ljóðum Matthíasar. Auk Matthildar komu fram Frank Aarnink slagverksleikari og Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari. Bryndís lék tónlist við ljóð Thors og Frank við bæn Odysseas Elytis. Þetta voru eldri verk og ristu ekki eins djúpt. Þau Þóra og Kristinn sungu ætíð fallega, túlkun þeirra var full af tilfinningum, litrík og ávallt spennandi. Tónleikarnir voru athyglisverðir, gaman var að heyra þróunina í tónsköpun Áskels og upplifa að hann er alltaf að verða betri og betri.Niðurstaða: Glæsilegir tónleikar með söngverkum Áskels Mássonar.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira