Volkswagen kynnir ódýrt bílamerki árið 2019 Finnur Thorlacius skrifar 21. febrúar 2017 13:58 Enn eitt bílamerkið verður til í stóru bílafjölskyldu Volkswagen árið 2019. Í október árið 2012 komu fyrst þær fréttir úr herbúðum Volkswagen að fyrirtækið hyggðist stofna nýtt bílamerki sem framleiða ætti mjög ódýra bíla fyrir fjarlæga markaði. Er þá átt við lönd þar sem lítill markaður er fyrir dýra bíla og svo til eingöngu seljast ódýrir bílar. Nú berast þær fréttir frá Wolfsburg að slíkt merki verði kynnt árið 2019. Margir myndu halda að Skoda, sem tilheyrir Volswagen bílafjölskyldunni væri einmitt slíkt merki, en nú er svo komið með Skoda bíla að þeir teljast ekki lengi svo ódýrir, enda kynnir Skoda hvern gæðabílinn á fætur öðrum sem eðlilega kosta fyrir vikið skildinginn. Sem dæmi um það er að Skoda Octavia kostar nú 400 evrum meira en Volkswagen Golf í Þýskalandi. Með þessari aðgerð sinni fetar Volkswagen sömu slóðir og Renault gerir með hið rúmenska Dacia merki og hefur reynst svo vel. Volkswagen horfir mjög til Kína með hið ódýra bílamerki sitt sem enn hefur ekki hlotið nafn. Fleiri lönd eru þó undir og þá lönd sem talist geta vanþróuð eða síður þróuð en flest vestræn lönd. Framleiðsla þessara ódýru bíla mun í fyrstu eingöngu fara fram í Kína. Fyrstu bílarnir verða smár fólksbíll og miðlungsstærðar jepplingur. Fólksbíllinn á að kosta um 10.000 evrur, eða 1.170.000 krónur en jepplingurinn mun þó verða á nokkru hærra verði. Bílarnir verða á PQ35 undirvagni Volkswagen, þeim sem var undir fimmtu kynslóð Golf bílsins, en núverandi gerð Golf er af sjöundu kynslóð. Jepplingurinn verður í boði bæði fjórhjóladrifinn og framhjóladrifinn. Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent
Í október árið 2012 komu fyrst þær fréttir úr herbúðum Volkswagen að fyrirtækið hyggðist stofna nýtt bílamerki sem framleiða ætti mjög ódýra bíla fyrir fjarlæga markaði. Er þá átt við lönd þar sem lítill markaður er fyrir dýra bíla og svo til eingöngu seljast ódýrir bílar. Nú berast þær fréttir frá Wolfsburg að slíkt merki verði kynnt árið 2019. Margir myndu halda að Skoda, sem tilheyrir Volswagen bílafjölskyldunni væri einmitt slíkt merki, en nú er svo komið með Skoda bíla að þeir teljast ekki lengi svo ódýrir, enda kynnir Skoda hvern gæðabílinn á fætur öðrum sem eðlilega kosta fyrir vikið skildinginn. Sem dæmi um það er að Skoda Octavia kostar nú 400 evrum meira en Volkswagen Golf í Þýskalandi. Með þessari aðgerð sinni fetar Volkswagen sömu slóðir og Renault gerir með hið rúmenska Dacia merki og hefur reynst svo vel. Volkswagen horfir mjög til Kína með hið ódýra bílamerki sitt sem enn hefur ekki hlotið nafn. Fleiri lönd eru þó undir og þá lönd sem talist geta vanþróuð eða síður þróuð en flest vestræn lönd. Framleiðsla þessara ódýru bíla mun í fyrstu eingöngu fara fram í Kína. Fyrstu bílarnir verða smár fólksbíll og miðlungsstærðar jepplingur. Fólksbíllinn á að kosta um 10.000 evrur, eða 1.170.000 krónur en jepplingurinn mun þó verða á nokkru hærra verði. Bílarnir verða á PQ35 undirvagni Volkswagen, þeim sem var undir fimmtu kynslóð Golf bílsins, en núverandi gerð Golf er af sjöundu kynslóð. Jepplingurinn verður í boði bæði fjórhjóladrifinn og framhjóladrifinn.
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent