Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2017 15:20 Guðni Th. Jóhannesson mælir með fiskemti á pizzur. Vísir „Mér finnst ananas góður, bara ekki á pítsu,“ skrifar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í yfirlýsingu á Facebook-síðunni Forseti Íslands þar sem hann tjáir sig stóra „ananas-á-pizzu-málið“.Vísir fjallaði um heimsókn Guðna Th. í Menntaskólann á Akureyri síðastliðinn fimmtudag. Þar var Guðni spurður af nemendum hvort hann vildi ananans á pizzur en þá sagðist hann ekki vilja sá slíkt á sínar flatbökur og gantaðist með það að ef hann gæti það myndi hann setja lög sem bönnuðu ananans á pizzur. Í Facebook-færslu sinni í dag áréttar Guðni að hann geti ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pizzuna-sína. „Mér finnst gott að hafa ekki þau völd. Forsetar eiga ekki að hafa alræðisvald. Ég myndi ekki vilja gegna þessa embætti ef ég gæti sett lög sem bönnuðu það sem mér mislíkar. Ég myndi ekki vilja búa í þannig landi,“ segir Guðni Th. og endar færsluna á að segja: „Ég mæli með fiskmeti á pizzu.“ Eftir að Vísir fjallaði um þessi ummæli Guðna Th. í Menntaskólanum á Akureyri vöktu þau gífurleg viðbrögð. Sautján þúsund og sex hundruð manns tóku þátt í könnun Vísis þar sem spurt var hvort ananas ætti heima á pizzu en 60 prósent þeirra svöruðu sögðu svo ekki vera. Ummælin vöktu ekki bara athygli hér á landi heldur einnig víða um heim þar sem fjallað var um málið í erlendum fjölmiðlum. Til marks um það ákvað Guðni að birta þessa færslu sína bæði á íslensku og ensku. Á meðal erlendra fjölmiðla sem fjölluðu um málið eru Metro, Esquire, The Lad Bible, Daily Dot og Gizmodo, svo dæmi séu tekin. Ananas á pítsu Tengdar fréttir Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Sjá meira
„Mér finnst ananas góður, bara ekki á pítsu,“ skrifar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í yfirlýsingu á Facebook-síðunni Forseti Íslands þar sem hann tjáir sig stóra „ananas-á-pizzu-málið“.Vísir fjallaði um heimsókn Guðna Th. í Menntaskólann á Akureyri síðastliðinn fimmtudag. Þar var Guðni spurður af nemendum hvort hann vildi ananans á pizzur en þá sagðist hann ekki vilja sá slíkt á sínar flatbökur og gantaðist með það að ef hann gæti það myndi hann setja lög sem bönnuðu ananans á pizzur. Í Facebook-færslu sinni í dag áréttar Guðni að hann geti ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pizzuna-sína. „Mér finnst gott að hafa ekki þau völd. Forsetar eiga ekki að hafa alræðisvald. Ég myndi ekki vilja gegna þessa embætti ef ég gæti sett lög sem bönnuðu það sem mér mislíkar. Ég myndi ekki vilja búa í þannig landi,“ segir Guðni Th. og endar færsluna á að segja: „Ég mæli með fiskmeti á pizzu.“ Eftir að Vísir fjallaði um þessi ummæli Guðna Th. í Menntaskólanum á Akureyri vöktu þau gífurleg viðbrögð. Sautján þúsund og sex hundruð manns tóku þátt í könnun Vísis þar sem spurt var hvort ananas ætti heima á pizzu en 60 prósent þeirra svöruðu sögðu svo ekki vera. Ummælin vöktu ekki bara athygli hér á landi heldur einnig víða um heim þar sem fjallað var um málið í erlendum fjölmiðlum. Til marks um það ákvað Guðni að birta þessa færslu sína bæði á íslensku og ensku. Á meðal erlendra fjölmiðla sem fjölluðu um málið eru Metro, Esquire, The Lad Bible, Daily Dot og Gizmodo, svo dæmi séu tekin.
Ananas á pítsu Tengdar fréttir Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Sjá meira
Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40