Frumkvöðull í leit að núvitund Hrönn Margrét Magnúsdóttir skrifar 22. febrúar 2017 07:00 Áður upplifði ég sjálfa mig sem nokkuð yfirvegaða manneskju, ekki mikið að stressa mig fyrir próf eða yfir einhverju öðru, en í dag eru aðrir tímar. Oftar en ekki finn ég mig í aðstæðum þar sem ég er ansi stressuð og á erfitt með að komast yfir verkefni dagsins. Ég viðurkenni að þessum streitufullu aðstæðum fjölgaði mikið þegar ég stofnaði eigið fyrirtæki og ábyrgðin jókst. Þegar virt viðskiptatímarit eru farin að fjalla um hversu miklu máli rétt öndun stjórnenda í streitufullum aðstæðum og núvitund skiptir, þá hlýtur þetta að vera vaxandi vandamál í heiminum. Enda engin furða með allri þessari nýju tækni þar sem allstaðar er hægt að ná í fólk og tilkynningabjöllur hringja í vösunum þegar ný skilaboð berast á mismunandi miðlum, hvort sem það er um dag eða dimmar nætur. Flestir eru farnir að átta sig á því að þessi ógnarhraði í samfélaginu og aukið álag hefur ekki aðeins áhrif á andlega líðan heldur einnig líkamlega. Til þess að toppa þetta þá eiga frumkvöðlar eins og ég víst að vera 30% líklegri til að verða þunglyndir en aðrir. Þetta var nóg til þess að ég skellti mér á hugleiðslunámskeið sem var hverrar krónu virði. Í leit minni að núvitund og hugarró hef ég reynt að tileinka mér betri venjur og mig langar að deila þremur þeirra sem hafa reynst mér vel og ég fann í viðskiptatímaritum fyrir stjórnendur.1) Taka frá 10 mínútur á dag í einhvers konar hugleiðslu – það er auðvelt að byrja á því að hlaða niður smáforriti sem leiðir fólk í gegnum hugleiðsluna.2) Ekki byrja morguninn á því að fara yfir tölvupóstinn – við eigum að vera mest skapandi á morgnana og eigum auðveldara með að fókusera og því er synd að skemma flæðið með því að fylla hugann af ósvöruðum tölvupósti.3) Slökkvið á öllum tilkynningabjöllum á tölvunni og í símanum – við erum í sífellu að bregðast við áreiti og erum farin að vinna í mörgum verkefnum á sama tíma sem eykur álag og minnkar skilvirkni. Það er ekki að ástæðulausu að jóga, hugleiðsla og heilbrigður lífsstíll er á margra vörum. Hugum að heilsunni, verum hress og ekkert stress.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun
Áður upplifði ég sjálfa mig sem nokkuð yfirvegaða manneskju, ekki mikið að stressa mig fyrir próf eða yfir einhverju öðru, en í dag eru aðrir tímar. Oftar en ekki finn ég mig í aðstæðum þar sem ég er ansi stressuð og á erfitt með að komast yfir verkefni dagsins. Ég viðurkenni að þessum streitufullu aðstæðum fjölgaði mikið þegar ég stofnaði eigið fyrirtæki og ábyrgðin jókst. Þegar virt viðskiptatímarit eru farin að fjalla um hversu miklu máli rétt öndun stjórnenda í streitufullum aðstæðum og núvitund skiptir, þá hlýtur þetta að vera vaxandi vandamál í heiminum. Enda engin furða með allri þessari nýju tækni þar sem allstaðar er hægt að ná í fólk og tilkynningabjöllur hringja í vösunum þegar ný skilaboð berast á mismunandi miðlum, hvort sem það er um dag eða dimmar nætur. Flestir eru farnir að átta sig á því að þessi ógnarhraði í samfélaginu og aukið álag hefur ekki aðeins áhrif á andlega líðan heldur einnig líkamlega. Til þess að toppa þetta þá eiga frumkvöðlar eins og ég víst að vera 30% líklegri til að verða þunglyndir en aðrir. Þetta var nóg til þess að ég skellti mér á hugleiðslunámskeið sem var hverrar krónu virði. Í leit minni að núvitund og hugarró hef ég reynt að tileinka mér betri venjur og mig langar að deila þremur þeirra sem hafa reynst mér vel og ég fann í viðskiptatímaritum fyrir stjórnendur.1) Taka frá 10 mínútur á dag í einhvers konar hugleiðslu – það er auðvelt að byrja á því að hlaða niður smáforriti sem leiðir fólk í gegnum hugleiðsluna.2) Ekki byrja morguninn á því að fara yfir tölvupóstinn – við eigum að vera mest skapandi á morgnana og eigum auðveldara með að fókusera og því er synd að skemma flæðið með því að fylla hugann af ósvöruðum tölvupósti.3) Slökkvið á öllum tilkynningabjöllum á tölvunni og í símanum – við erum í sífellu að bregðast við áreiti og erum farin að vinna í mörgum verkefnum á sama tíma sem eykur álag og minnkar skilvirkni. Það er ekki að ástæðulausu að jóga, hugleiðsla og heilbrigður lífsstíll er á margra vörum. Hugum að heilsunni, verum hress og ekkert stress.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun